Hvað? Hvenær? Hvar? Laug­ar­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - [email protected]­bla­did.is stað­ir

25. JANÚ­AR 2018 Við­burð­ir

Hvað? Göngu­gat­an Lauga­veg­ur Hvenær? 13.00

Hvar? Ráð­hús Reykja­vík­ur Íbúa­sam­ráð­ið fer fram í sal í Ráð­húsi Reykja­vík­ur dag­ana 28. janú­ar til 3. fe­brú­ar frá klukk­an 13.00 – 17.30. Fjall­að verð­ur um var­an­leg­ar göngu­göt­ur. All­ir sem eru áhuga­sam­ir um mál­efn­ið fá tæki­færi til að koma á fram­færi hug­mynd­um sín­um um það hvernig göngu­göt­ur eiga að vera, hvaða líf megi skapa á þeim og hverju þurfi að huga að við hönn­un og út­færslu göngugatna. Hug­mynd­irn­ar verða svo nýtt­ar við út­færslu á var­an­leg­um göngu­göt­um.

Hvað? Spil­að, lit­að og les­ið Hvenær? 16.00

Hvar? Bóka­safn Hafn­ar­fjarð­ar Mánu­dag­inn 28. janú­ar frá kl. 16-19 verð­ur hægt að spila og lita á barna- og ung­linga­deild bóka­safns­ins. Fullt af skemmti­leg­um spil­um í boði.

Hvað? StrákaKraft­ur í Pool Hvenær? 20.00 Hvar? Pool­stof­an, Síðumúla

Þeg­ar mað­ur er ung­ur og grein­ist með krabba­mein skipt­ir svo miklu máli að vita hvert mað­ur get­ur leit­að og að mað­ur standi ekki einn í bar­átt­unni. StrákaKraft­ur er stuðn­ings­hóp­ur fyr­ir unga menn á aldr­in­um 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabba­mein. Hóp­ur­inn hitt­ist ann­an hvern mánu­dag kl. 20 í húsa­kynn­um Krafts eða á öðr­um fyr­ir fram ákveðn­um stöð­um. Mánu­dag­inn 14. janú­ar og 28. janú­ar ætl­ar hóp­ur­inn að hitt­ast á Pool­stof­unni í Lág­múla. Pool­stof­an gef­ur Krafti frí­an að­gang að borð­um svo þetta er fé­lags­mönn­um að kostn­að­ar­lausu.

Hvað? Many Langua­ges of Art: Russi­an Hvenær? 13.00

Hvar? Ás­mund­arsafn

Lista­safn Reykja­vík­ur býð­ur upp á mynd­list­ar­leið­sögn á ýms­um tungu­mál­um í sam­starfi við Móð­ur­mál – sam­tök um tví­tyngi. Leið­sögn á rúss­nesku um sýn­ing­arn­ar í Ás­mund­arsafni. List­in tal­ar tung­um er hluti af inn­leið­ingu á stefnu menn­ing­ar- og ferða­mála­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um fjöl­breytta menn­ingu í borg­inni 2017-2020 „Ræt­ur og væng­ir“Að­göngu­miði á safn­ið gild­ir. Frítt fyr­ir hand­hafa Árskorts Lista­safns Reykja­vík­ur og Menn­ing­ar­korts Reykja­vík­ur.

Sýn­ing­ar

Hvað? Ser­ge Comte - Col­oria­ge Hvenær? 09.00

Hvar? Mokka kaffi, Skóla­vörðu­stíg Ser­ge Comte er fjöl­hæf­ur lista­mað­ur og verk hans marg­brot­in. Hann fædd­ist í borg­inni Grenoble í Frakklandi ár­ið 1966 og að loknu námi í tækni­teikn­un lagði hann stund á mynd­list við Lista­skól­ann (École des Beaux-Arts de Grenoble) þar í borg frá 1990-1995. Hann varð fljótt þátt­tak­andi í list­a­lífi heima­lands­ins og hef­ur sýnt verk sín í galle­rí­um, lista­söfn­um og á lista­há­tíð­um víða um heim. Sýn­ing­in er sölu­sýn­ing, þeir sem hafa áhuga á að eign­ast verk, geta feng­ið upp­lýs­ing­ar hjá starfs­fólki Mokka eða haft sam­band við Ser­ge. Hvað? Har­ald­ur Jóns­son: Róf Hvenær? 10.00 Hvar? Kjar­vals-

Yfir­lits­sýn­ing á verk­um Har­ald­ar Jóns­son­ar, Róf, dreg­ur fram sér­stöðu lista­manns­ins í ís­lensku list­a­lífi. Fer­ill hans er fjöl­breytt­ur og miðl­arn­ir ólík­ir en rauði þráð­ur­inn er til­raun til þess að eima til­ver­una. Í þrjá ára­tugi hef­ur Har­ald­ur skoð­að hvernig við grein­um um­hverfi okk­ar, vinn­um úr upp­lif­un, tjá­um okk­ur og eig­um í sam­skipt­um hvert við ann­að. Hver eru tengsl manns og rým­is, vit­und­ar og um­hverf­is?

Hvað? Er­ró: Svart og hvítt

Hvenær? 10.00

Hvar? Hafn­ar­hús­ið

Á þess­ari sýn­ingu gef­ur að líta um þrjá­tíu ný og ný­leg svart­hvít mál­verk eft­ir Er­ró. Verk­in, sem flest koma beint frá vinnu­stofu hans í Pa­rís, vitna enn og aft­ur um sköp­un­ar­kraft og upp­finn­inga­semi lista­manns­ins. Í þess­um verk­um bland­ar hann leik­andi sam­an sögu­leg­um per­són­um og manga- og teikni­mynda­sögufíg­úr­um. Mynd­efn­ið er fjöl­breytt og óhætt að segja að flest­um hugð­ar­efn­um lista­manns­ins séu gerð skil en Er­ró er þekkt­ur fyr­ir að láta sér fátt óvið­kom­andi. Er­ró hef­ur unn­ið áhrifa­mik­il mál­verk þar sem hann sæk­ir inn­blást­ur í heim mynda­sagna, lista­sög­una, þetta eru verk ólg­andi af kald­hæðni og kímni gagn­vart sam­fé­lags­mál­um og mann­legu eðli.

Fjall­að verð­ur um var­an­leg­ar göngu­göt­ur í Ráð­hús­inu í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.