GoRed á Íslandi 10 ára

Hjarta­heill senda árn­að­ar­ósk­ir með von um áfram­hald­andi bar­áttu í að draga úr hjarta- og æða­sjúk­dóm­um.

Fréttablaðið - - FASTEIGNABLAÐIÐ - Stjórn og starfs­fólk Hjarta­heilla.

Tím­inn er stund­um ótrú­lega fljót­ur að líða.

Okk­ur hjá Hjarta­heill finnst ör­stutt síð­an rauð­klæddu kon­urn­ar voru að stíga sín fyrstu skref hér á Íslandi, m.a. með stuðn­ingi og í sam­starfi við Hjarta­heill, og hefja störf að hjarta­vernd með­al kvenna.

Á sama tíma virð­ist það býsna lang­ur tími þeg­ar haft er í huga hver áhrif þeirra hafa ver­ið á um­ræðu um hjarta- og æða­sjúk­dóma. Vegna starfa GoRed og áhrifa­ríkra her­ferða þeirra eru kon­ur nú með­vit­aðri en áð­ur um áhættu­þætti sem að þeim snúa. Mik­il­vægi þess að upp­lýsa kon­ur um fyrstu ein­kenni hjarta- og æða­sjúk­dóma verð­ur seint of­met­ið og þar hef­ur GoRed lagt sitt af mörk­um svo eft­ir hef­ur ver­ið tek­ið.

Hjarta- og æða­sjúk­dóm­ar eru ein al­geng­asta dánar­or­sök kvenna á Íslandi líkt og ann­ars stað­ar í heim­in­um. Með for­vörn­um og fræðslu má draga veru­lega úr lík­un­um á þess­um sjúk­dóm­um.

Hjarta­heill lít­ur til baka með stolti fyr­ir hönd kvenn­anna sem starfa inn­an GoRed og við sem vinn­um að mál­efn­um Hjarta­heilla er­um þakk­lát fyr­ir sam­vinn­una við sam­tök­in, enda falla markmið þeirra í einu og öllu að starfi Hjarta­heilla og hafa gert frá upp­hafi.

GoRed fyr­ir kon­ur á Íslandi er sam­starfs­verk­efni Hjarta­vernd­ar, Hjarta- heilla, Heila­heilla, hjarta­deild­ar Land­spít­al­ans og fag­deild­ar hjarta­hjúkr­un­ar­fræð­inga. Fyr­ir okk­ar leyti hef­ur það ver­ið heið­ur að taka þátt í þessu öfl­uga sam­starfi sem von­andi á eft­ir að blómstra áfram á kom­andi ár­um.

Á þess­um tíma­mót­um send­um við GoRed okk­ar inni­leg­ustu kveðj­ur með ósk­um um áfram­hald­andi sam­starf og bar­áttu fyr­ir því að draga úr hjarta- og æða­sjúk­dóm­um á Íslandi. Með sam­stöðu höf­um við náð mikl­um ár­angri og

vilj­um gera enn bet­ur. Sam­an.

Hjarta­heill lít­ur til baka með stolti fyr­ir hönd kvenn­anna sem starfa inn­an GoRed og við sem vinn­um að mál­efn­um Hjarta­heilla er­um þakk­lát fyr­ir sam­vinn­una við sam­tök­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.