Guð­jón S. Brjáns­son skrif­ar um stöðu vestn­or­rænu ríkj­anna.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Guð­jóns S. Brjáns­son al­þing­is­mað­ur

Mik­ið umrót hef­ur ein­kennt stöð­una í al­þjóða­mál­um á und­an­förn­um ár­um. Við för­um ekki var­hluta af því hér á okk­ar norð­lægu slóð­um, hvort sem lit­ið er til svipti­vinda í al­þjóða­stjórn­mál­um eða af­leið­inga hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.

Við þurf­um að vera vak­andi fyr­ir þess­um breyt­ing­um og leggja okk­ur fram við að skilja þær og geta brugð­ist við þeim.

Í þess­ari viku gefst okk­ur kær­kom­ið tæki­færi til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráð­stefnu Vestn­or­ræna ráðs­ins sem að þessu sinni fer fram á suð­vest­ur­horni Ís­lands.

Margt sem sam­ein­ar

Vestn­or­ræna ráð­ið er sam­starfs­ráð þjóð­þinga Ís­lands, Fær­eyja og Græn­lands. Það kem­ur sam­an tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráð­stefnu og til árs­fund­ar í haust­byrj­un. Sam­starf­ið er okk­ur öll­um mjög mik­il­vægt. Margt er það sem sam­ein­ar okk­ur en ým­is­legt er líka ólíkt milli land­anna.

Á morg­un, mið­viku­dag, boð­ar Vestn­or­ræna ráð­ið, ásamt sam­starfs­að­il­um, til þemaráð­stefnu í Nor­ræna hús­inu þar sem all­ir eru vel­komn­ir. Þar ætl­um við að ræða stöðu vestn­or­rænu ríkj­anna í breytt­um heimi al­þjóða­stjórn­mála. Á ráð­stefn­unni koma sam­an helstu sér­fræð­ing­ar á svæð­inu og velta um­ræðu­efn­inu fyr­ir sér. Dag­skrá og frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef­síðu Vestn­or­ræna ráðs­ins, vestn­ordisk.is.

Upptakt­ur frek­ari um­ræðna

Við bú­umst ekki við neinni lokanið­ur­stöðu á morg­un, miklu held­ur að ráð­stefn­an verði upptakt­ur frek­ari um­ræðna í sam­fé­lög­um okk­ar. Fyr­ir okk­ur Ís­lend­inga er mik­il­vægt að þekkja til sjón­ar­miða ná­granna okk­ar og vina á vestn­or­ræna svæð­inu og átta okk­ur á því hvernig við sam­an get­um eflt sam­starf­ið og styrkt stöðu ríkj­anna þriggja í breytt­um heimi.

Fyr­ir okk­ur Ís­lend­inga er mik­il­vægt að þekkja til sjón­ar­miða ná­granna okk­ar og vina á vestn­or­ræna svæð­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.