Bar­átta um sæti í úr­slita­keppni

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Þrír leik­ir fara fram í 14. um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta í kvöld.

Val­ur, sem er á toppn­um með 21 stig, sæk­ir HK heim. HK er í næst­neðsta sæt­inu með sjö stig og er þrem­ur stig­um á und­an Sel­fossi sem verm­ir botnsæt­ið. Fram, sem er í elt­inga­leik við Val um topp­sæt­ið og er í öðru sæti með 19 stig, fær KA/Þór í heim­sókn.

KA/Þór hef­ur 13 stig í fimmta sæti, en Hauk­ar sem leika við Stjörn­una eru í fjórða sæti með 16 stig. Efstu fjög­ur lið­in fara í úr­slita­keppn­ina í vor. Stjarn­an sem er með níu stig í sjötta sæti freist­ar þess að fjar­lægj­ast fall­bar­áttu deild­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.