Eng­inn papp­ír í ra­f­rænu bók­haldi

Sv­ar býð­ur upp á nú­tíma bók­halds­kerfi frá Uniconta. Þetta er fyrsta papp­írs­lausa bók­halds­kerf­ið á Íslandi sem býð­ur upp á fjöl­marg­ar lausn­ir fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæki. Um­hverf­i­s­vænt kerfi og þægi­legt að vinna með fyr­ir alla.

Fréttablaðið - - FOLK - MYND/STEFÁN

Rún­ar Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Sv­ar, seg­ir að bók­hald fyr­ir­tækja sé alltaf að fær­ast meira inn í hinn ra­f­ræna heim í gegn­um skýja­lausn­ir.

„Lausn­ir okk­ar eru ra­f­ræn­ar og sjálf­virk­ar. fylgiskjöl og Eng­inn reikn­ing­ar papp­ír ber­ast því ra­f­rænt og sjálf­krafa inn í bók­hald­ið auk allra sam­skipta við bank­ana. Marg­ir hafa beð­ið eft­ir papp­írs­laus­um við­skipt­um í mörg ár og nú er það loks­ins orð­ið að veru­leika,“seg­ir hann. Uniconta er eitt full­komn­asta en jafn­framt ein­fald­asta og hag­kvæm­asta bók­halds­kerfi í heimi að mati Rún­ars. Rún­ar seg­ir að Sv­ar hafi upp­haf- lega ver­ið síma- og fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Með breytt­um heimi og mikl­um tækni­fram­förum hafi það fært sig einnig yf­ir í bók­halds­kerfi og

sér­lausn­ir. „Við byggj­um á 37 ára grunni,“seg­ir Rún­ar sem stofn­aði Tækni­val og BT og rak til fjölda ára. „Nú­tíma bók­halds­kerfi spara fyr­ir­tækj­um mikla fjár­muni og vinnu. Til að lýsa kerf­inu á ein­fald­an hátt má segja að þeg­ar reikn­ing­ur eða fylgiskjal kem­ur inn í bók­hald­ið sem pdf- eða XML-skjal send­um við það í skönn­un og þá fer það inn í bók­hald­ið sem OCR -texta­skjal og til­bú­ið til bók­un­ar,“út­skýr­ir Rún­ar. „Kerf­ið lær­ir hvernig fyr­ir­tæk­ið bók­ar á bók­halds­lykla. Eft­ir að að­send­ur reikn­ing­ur er kom­inn einu sinni veit kerf­ið hvernig á að út­færa hann í næsta skipt­ið. Þetta er í grunn­inn fjár­hags­bók­halds­kerfi en of­an á það bæt­ast með­al ann­ars við­skipta- og lán­ar­drottna­kerfi, birgða-, fram­leiðslu- og verk­bók­hald.

Ein af lausn­un­um sem Sv­ar er með er In­temp­us, tíma­skrán­ing­ar­kerfi og er sam­þátt­að Uniconta. Það hef­ur nýst mjög vel til dæm­is með­al iðn­að­ar­manna sem hafa tek­ið því fagn­andi. Einnig tamigo, lausn þar sem hægt er að út­búa vakta­fyr­ir­komu­lag á ein­fald­an hátt og hent­ar því mjög vel þar sem þarf að raða fólki á vakt­ir. Starfs­menn­irn­ir geta síð­an fylgst með vökt­um sín­um í gegn­um app. Hægt er að bæta við kerf­ið ýms­um lausn­um eft­ir því sem hent­ar við­kom­andi fyr­ir­tæki. Einnig er hægt að fá stimp­il­klukku tengda kerf­inu,“út­skýr­ir Rún­ar enn frem­ur. „Bók­hald­ið er meira og minna sjálf­virkt og ein­fald­ar því alla vinnu. Upp­gjör og áætl­un er líka hægt að tengja Uniconta og er það kerf­ið Toolpack365 sem bygg­ir á við­skipta­greind og birt­ir upp­gjör og sam­an­burð við áætl­un.“

Við­skipta­vin­ir hjá Sv­ar fá kennslu á bók­halds­kerf­ið og alla þjón­ustu sem þarf í kring­um það. „Þetta er af­ar ein­falt kerfi sem all­ir geta lært á og eitt það full­komn­asta sem völ er á. Með þessu kerfi er ver­ið að gera bók­hald­ið eins sjálf­virkt og mögu­legt er til að létta starf bók­ar­ans og breyta því. Þeg­ar kerf­ið er kom­ið í gagn­ið losn­ar fyr­ir­tæk­ið við all­ar póst­send­ing­ar því allt fer ra­f­rænt frá því. Það hafa orð­ið gríð­ar­leg­ar fram­far­ir á þessu sviði og mikl­ar breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á stutt­um tíma. Uniconta er orð­ið leið­andi fyr­ir­tæki á sínu sviði og það má nefna að í Dan­mörku eru yf­ir sjö þús­und fyr­ir­tæki sem nota það. Þau eru orð­in nokk­ur hundruð hér á landi,“seg­ir Rún­ar en það var Dan­inn Erik Dam­ga­ard sem hann­aði Uniconta. Erik er jafn­framt hönn­uð­ur Concor­de XAL og Dynamics AX og er mjög þekkt­ur í bók­halds og við­skipta­heim­in­um. Uniconta teng­ist við launa­kerfi og af­greiðslu­kerfi fyr­ir versl­an­ir og veit­inga­staði, einnig er hægt að tengja það vef­versl­un, Un­is­hop. Núna er kerf­ið not­að í 25 lönd­um víðs veg­ar um heim­inn. Greitt er mán­að­ar­gjald fyr­ir notk­un og allt innifal­ið í því, hýs­ing, upp­færsl­ur og allt að klukku­tíma þjón­usta á mán­uði frá Sv­ar.

Ráð­gjaf­ar hjá Sv­ar að­stoða fólk við að setja sam­an bestu lausn­irn­ar en Uniconta er með fjölda við­bót­ar­lausna sem tengj­ast inn­byrð­is og spara mikla vinnu. „Ég tel okk­ur vera þá einu á land­inu sem get­um boð­ið svona marg­ar sam­þætt­ar lausn­ir,“seg­ir Rún­ar. „Þetta er eina kerf­ið sem er í skýja­lausn og það eina sem er full­kom­lega ra­f­rænt og án papp­írs. Uniconta er um­hverf­i­s­vænt, hrað­virkt og þægi­legt kerfi,“seg­ir Rún­ar. „Við­skipta­vin­ir okk­ar hafa ver­ið mjög ánægð­ir með þetta kerfi og við höf­um feng­ið sterk við- brögð frá þeim. Bók­halds­möpp­ur heyra sög­unni til þeg­ar fyr­ir­tæk­ið er kom­ið með ra­f­rænt kerfi.“

Til að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um kerf­ið er hægt að skoða heima­síð­una sv­ar.is eða hringja í síma 510 6000.

Með þessu kerfi er ver­ið að gera bók­hald­ið eins sjálf­virkt og mögu­legt er til að létta starf bók­ar­ans og breyta því. Þeg­ar kerf­ið er kom­ið í gagn­ið losn­ar fyr­ir­tæk­ið við all­ar póst­send­ing­ar.

Þeim fækk­ar snar­lega bók­halds­möpp­un­um þeg­ar allt verð­ur ra­f­rænt. Hér má sjá bók­halds­skápa hjá Sv­ar en þar hef­ur möpp­un­um stór­lega fækk­að. Rún­ar er hér fyr­ir miðju ásamt sam­starfs­mönn­um sín­um. Frá vinstri eru Ólaf­ur Ari Jóns­son, Rún­ar Sig­urðs­son, Ósk­ar Tómas­son.

MYND/STEFÁN

Rún­ar seg­ir að Uniconta sé ekki ein­vörð­ungu um­hverf­i­s­vænt held­ur einnig stór­kost­lega fulll­kom­ið kerfi. Við­skipta­vin­ir hafa ver­ið ánægð­ir.

Mögu­leik­arn­ir með Uniconta eru ótrú­lega marg­ir. Kerf­ið ein­fald­ar fyr­ir­tækj­um alla bók­halds­gerð og margt ann­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.