Heim­il­is­mat­ur fyr­ir svanga kalla

Ei­rík­ur Frið­riks­son mat­reiðslu­meist­ari starf­aði í lang­an tíma hjá mötu­neyti Ís­lenskra að­al­verk­taka á Kefla­vík­ur­flug­velli. Starfs­menn voru að lang­stærst­um hluta svang­ir karl­menn sem tóku hraust­lega til mat­ar síns.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is MYND/ÆGIR MÁR KÁRA­SON

Um­svif Ís­lenskra að­al­verk­taka (ÍAV) á Kefla­vík­ur­flug­velli á seinni hluta síð­ustu ald­ar voru um­tals­verð enda sá fyr­ir­tæk­ið um nær all­ar fram­kvæmd­ir á veg­um banda­ríska hers­ins á flug­vell­in­um á því tíma­bili. Mik­ill fjöldi starfs­manna, að­al­lega karl­menn, starf­aði hjá fyr­ir­tæk­inu á þess­um tíma og flest­ir við lík­am­lega erf­iða vinnu yf­ir langa vinnu­viku. Eðli­lega þurfti að hugsa vel um slíkt vinnu­afl og þar lék góð­ur og vel úti­lát­inn mat­ur stórt hlut­verk.

Gam­an að vera til

Ei­rík­ur Frið­riks­son mat­reiðslu­meist­ari, sem alltaf er kall­að­ur Eiki, starf­aði um 23 ára skeið, með stutt­um hlé­um, hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann byrj­aði ár­ið 1973, þá fimmtán ára gam­all, að skúra og sópa í mötu­neyt­inu sem fað­ir hans, Frið­rik Ei­ríks­son, veitti for­stöðu í nokkra ára­tugi. „Þetta voru skemmti­leg­ir tím­ar enda var Kefla­vík­ur­flug­völl­ur eins og sjálf­stætt ríki með öll­um sín­um fram­andi og spenn­andi hlut­um og mat­vöru sem þekkt­ist ekki á Íslandi á þeim tíma. Þeg­ar ég fékk bíl­próf hóf ég að keyra út alls kyns vör­ur og mat til vinnu­flokka sem komust ekki í mat. Seinna lærði ég kokk­inn og þá fór ég að leysa pabba af þannig að ég kom að ýms­um störf­um og verk­efn­um á þess­um ár­um. Fyrstu ár­in gist­um við sum­arstrák­arn­ir í brögg­un­um virka daga og þá var nú gam­an að vera til. Við löbb­uð­um mik­ið um vall­ar­svæð­ið, fór­um inn í blokk­irn­ar þar sem hægt var að kaupa síga­rett­ur og bjór í sjálf­söl­um. Á þess­um tíma var ekki einu sinni til gos í dós­um á Íslandi þannig að þeg­ar ég mætti í bæ­inn um helg­ar með kippu af dósakóki var tek­ið á móti mér eins og guði. En þetta er nú langt síð­an og ansi margt hef­ur breyst.“

Þetta voru skemmti­leg­ir tím­ar enda var Kefla­vík­ur­flug­völl­ur eins og sjálf­stætt ríki með öll­um sín­um fram­andi og spenn­andi hlut­um og mat­vöru. Ei­rík­ur Frið­riks­son

Ís­lensk­ur heim­il­is­mat­ur

Fyrstu ár­in sem Eiki starf­aði í mötu­neyt­inu var vinnu­dag­ur­inn oft lang­ur og strang­ur enda þurfti að út­búa sex mál­tíð­ir á dag. „Fyrst var morg­un­mat­ur kl. 7, næst kaffi­tími kl. 9 og há­deg­is­mat­ur. Klukk­an 15 var ann­ar kaffi­tími og svo gjarn­an kvöld­mat­ur kl. 18 og kvöld­kaffi kl. 21 því oft var unn­ið fram eft­ir. Seinna meir sömdu kall­arn­ir af sér kaffi­tím­ana og hættu á há­degi á föstu­dög­um í stað­inn. Þeg­ar

mestu um­svif­in voru mættu um 800 manns í há­deg­is­mat til okk­ar. Pabbi hélt ná­kvæmt bók­hald þau 40 ár sem hann starf­aði þarna og á því tíma­bili voru af­greidd­ar um 26 millj­ón­ir mál­tíða.“

Mat­ur­inn sem eld­að­ur var of­an í mann­skap­inn var að mestu leyti gam­aldags ís­lensk­ur heim­il­is­mat­ur. „Við reynd­um að hafa fisk tvisvar í viku og kjöt hina dag­ana. Það var mik­ið keyrt á lamba­kjöti, t.d. súpu­kjöti og læri, einnig salt­kjöti og svo auð­vit­að kjöt­boll­um. Soð­inn og steikt­ur fisk­ur var alltaf klass­ísk­ur. Þetta var há­gæða heim­il­is­mat­ur fyr­ir svanga kalla. Af þess­um klass­ísku rétt­um stend­ur lamba­lær­ið upp úr sem við bár­um fram með sykr­uð­um kart­öfl­um, brúnni sósu og til­heyr­andi með­læti. Klass­ísk­ur rétt­ur sem kall­arn­ir fíl­uðu vel. Hann var reglu­lega í boði í há­deg­inu á föstu­dög­um og seinna meir á fimmtu­dög­um.“

Skemmti­leg­ir karakt­er­ar

Fað­ir Eika, Frið­rik, lærði kokk­inn í Banda­ríkj­un­um á sín­um tíma og hóf störf á vell­in­um ár­ið 1957, strax eft­ir nám. „Hann kom með ýms­ar nýj­ung­ar til lands­ins, t.d. hrásal­at­ið, sem þekkt­ist ekki hér á landi. Hann sauð líka fisk­bit­ana á pönnu í gufu­ofni í stað þess að sjóða þá alla í stór­um potti. Fyr­ir vik­ið nýtt­ist hrá­efn­ið mun bet­ur.“

Mötu­neyt­ið tók um 250 manns í sæti auk þess sem mat­ur var reglu­lega send­ur út á vinnusvæði til vinnu­flokka. Þá var yfir­leitt borð­að í göml­um rút­um sem bú­ið var að gera upp með borð­um og stól­um fyr­ir vinnu­menn­ina og jafn­vel kamínu til að halda á þeim hita.

„Kall­arn­ir voru nær alltaf ánægð­ir með mat­inn. Í svona stór­um hópi er auð­vit­að alltaf einn og einn sem ríf­ur kjaft. Eft­ir að ég hætti hjá verk­tök­un­um og fór að hitta þessa kalla ut­an vinn­unn­ar sögðu þeir mér all­ir að mat­ur­inn hefði ver­ið æði og aldrei ver­ið neitt vesen. Ann­ars vann þarna gríð­ar­mik­ið af skemmti­leg­um og spes karakt­er­um sem gerði þenn­an tíma enn eft­ir­minni­legri fyr­ir vik­ið.“

Starfs­menn ÍAV að störf­um ár­ið 1993, jafn­vel að hugsa um há­deg­is­mat­inn.

MYND/ÆGIR MÁR KÁRA­SON

Vinnu­vél­arn­ar, sem ÍAV not­uðu á Kefla­vík­ur­flug­velli um 1993, voru af ýms­um gerð­um. Vinnu­dag­arn­ir voru lang­ir á þess­um ár­um.

Íbúða­blokk­ir í bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli ár­ið 1992.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.