MAN TGX er trukk­ur árs­ins

MAN var með 16% aukn­ingu í sölu á fyrri helm­ingi síð­asta árs og geng­ur einkar vel um þess­ar mund­ir.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Finn­ur Thorlacius finn­[email protected]­bla­did.is

Í32 ár hafa Motor Tr­an­sport Aw­ards ver­ið veitt í Bretlandi og fyr­ir ár­ið 2018 var það MAN TGX trukk­ur­inn sem hlaut verð­laun­in „Fleet Truck of the Ye­ar“. Verð­laun­in fékk trukk­ur­inn góði fyr­ir mik­il gæði bíls­ins, spar­neytni, nýja tækni sem í hon­um er og framúrsk­ar­andi þjón­ustu MAN. Þessi verð­laun eru eins og Ósk­ar­s­verð­laun­in fyr­ir trukkafram­leið­end­ur, en í dóm­nefnd­inni eru fjöl­marg­ir óháð­ir að­il­ar sem meta þau öku­tæki sem til greina koma hverju sinni.

MAN TGX trukkn­um var einnig hrós­að fyr­ir lág­an rekstr­ar­kostn­að og ör­ygg­is­þætti bíls­ins og hve hag­kvæmt og auð­velt við­hald er á hon­um, sem og frá­bæra þjón­ustu MAN sem trygg­ir að vara­hlut­ir ber­ist eig­end­um hratt og ör­ugg­lega ger­ist þess þörf.

MAN í eigu Volkswagen Group

Þá var einnig nefnt hve vinnu­um­hverfi öku­manns er gott. Í áliti dóm­nefnd­ar kem­ur einnig fram að með þess­um trukki sé eig­end­um hans veitt mik­ið rekstr­arör­yggi með viða­miklu þjón­ustu­neti MAN. Verð­laun­in voru veitt að við­stödd­um 1.000 gest­um á Motor Tr­an­sport Aw­ards há­tíð­inni og var þessu vali vel fagn­að af starfs­fólki MAN í Þýskalandi.

MAN er eitt af mörg­um bíla­merkj­um sem eru í eigu Volkswagen Group. Það er fyr­ir­tæk­ið Kraft­ur á Vagn­höfða 1 sem sel­ur MAN Trucks & Buses á Íslandi.

TGX trukk­ur­inn var val­inn „Fleet Truck of the Ye­ar“. Verð­laun­in fékk trukk­ur­inn góði fyr­ir mik­il gæði bíls­ins, spar­neytni, nýja tækni sem í hon­um er og framúrsk­ar­andi þjón­ustu MAN.

Vel geng­ur hjá MAN

Ár­ið 2018 var sér­lega hag­stætt hjá MAN, en rekstr­ar­töl­ur fyr­ir allt ár­ið liggja þó ekki enn fyr­ir. Á fyrri helm­ingi árs­ins í fyrra jók MAN við sölu sína um heil 16%, velt­an nam 1.025 millj­örð­um króna og hagn­að­ur­inn 44 millj­örð­um króna. Hagn­að­ur af veltu fór úr 4,0% í 4,3% á milli ára þrátt fyr­ir að erfitt geti reynst að auka hagn­að­ar­hlut­fall­ið í svo mikl­um vexti. Um­boðs­að­ili MAN hér á landi seldi alls 57 vöru­bíla til ís­lenskra kaup­enda á síð­asta ári.

MAN er ný­ver­ið far­ið að selja sendi­bíla og með­al ann­ars sendi­bíla sem ganga ein­göngu fyr­ir raf­magni. Því má lík­lega bú­ast við auk­inni sölu MAN bíla hér á landi á næstu ár­um.

MAN TGX trukkn­um var hrós­að fyr­ir lág­an rekstr­ar­kostn­að og ör­ygg­is­þætti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.