Lækka há­marks­hraða

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Heim­ild: Vega­gerð­in

Vega­gerð­in ákvað í byrj­un árs að lækka há­marks­hraða í 50 km/klst. við all­ar ein­breið­ar brýr á þjóð­veg­um þar sem um­ferð er meiri en 300 bíl­ar á dag að jafn­aði alla daga árs­ins. Það eru 75 brýr en um helm­ing­ur þeirra er á Hr­ing­vegi.

Á sama tíma var ákveð­ið að yf­ir­fara há­marks­hraða á þjóð­veg­um í dreif­býli og lækka hann ef þörf er á, eða fjölga merk­ing­um um leið­bein­andi hraða. Einnig verð­ur gerð út­tekt á vegriðum á öll­um brúm á stofn- og tengi­veg­um.

Heild­ar­fjöldi brúa á þjóð­veg­um sem telj­ast til stofn- og tengi­vega er 892. Af þess­um brúm telj­ast 423 vera ein­breið­ar, eru því fimm metr­ar að breidd eða mjórri.

Mik­il áhersla hef­ur ver­ið lögð á að fækka þess­um ein­breiðu brúm, þá hef­ur und­an­far­ið stað­ið yf­ir átak í að bæta merk­ing­ar við ein­breið­ar brýr, til dæm­is með upp­setn­ingu blok­k­ljósa. Nú hafa all­ar brýr á Hr­ing­vegi ver­ið merkt­ar á sam­bæri­leg­an hátt og sama gild­ir um nokkr­ar brýr ut­an Hr­ing­veg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.