Ýsa í raspi

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ -

Einn vin­sæl­asti rétt­ur­inn á boð­stól­um hjá Eika og fé­lög­um var steikt ýsa í raspi. Eiki rifjar upp þessa klass­ísku og ein­földu upp­skrift: Ýsu­flak­ið er skor­ið í með­al­stór­ar sneið­ar. Bland­ið sam­an í skál eggi, smá mjólk, salti og pip­ar, sítr­ónupip­ar og hvít­lauks­dufti. Haf­ið brauðra­sp til­bú­ið á diski og hveiti á öðr­um. Ýsu­bit­un­um er velt upp úr hveit­inu, næst eggja­blönd­unni og að lok­um brauðra­spinu. Steik­ið á pönnu í olíu og smá smjör­líki. Ber­ið fram með soðn­um kart­öfl­um, hrásal­ati og ann­að hvort remúl­aði eða kokteilsósu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.