Sann­ar­lega gráupp­lagt

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ólöf Skafta­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Gráupp­lagt og eitt­hvað sem hefði átt að ger­ast fyr­ir löngu síð­an,“sagði Ma­ría Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans, á for­síðu þessa blaðs á mánu­dag um nýtt frum­varp Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, sem seg­ir að sál­fræði­þjón­usta skuli nið­ur­greidd af rík­inu. Rúm­lega þriðj­ung­ur þing­manna hef­ur boð­að að flytja frum­varp­ið með Þor­gerði Katrínu, úr öll­um flokk­um.

Með frum­varp­inu verð­ur sál­fræði­þjón­usta felld und­ir greiðslu­þátt­töku­kerfi Sjúkra­trygg­inga og veitt á sömu for­send­um og önn­ur heil­brigð­is­þjón­usta, á borð við heilsu­gæslu, þjón­ustu sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­un. Með þessu er und­ir­strik­að að and­leg­ir sjúk­dóm­ar séu ekki minna verð­ir en lík­am­leg­ir og lögð áhersla á að greiða að­gengi allra að nauð­syn­leg­um með­ferð­um.

Evr­ópsk töl­fræði gef­ur til kynna að um helm­ing­ur þeirra sem glíma við sjúk­dóma í allri álf­unni glími við geðrask­an­ir. Tal­ið er að einn af hverj­um fimm þjá­ist af þung­lyndi og kvíða á ári hverju. Eng­in ástæða er til ann­ars en að ætla að ís­lensk­ur veru­leiki sé svip­að­ur því sem ger­ist hjá ná­granna­þjóð­um. Raun­ar eiga Ís­lend­ing­ar Evr­ópu­met í notk­un þung­lynd­is­lyfja. Vand­inn er hins veg­ar sá að þótt geð­lyf­in séu fín fyr­ir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér.

Rann­sókn­ir sýna nefni­lega að sam­tals­með­ferð­ir skila mest­um ár­angri þeg­ar kem­ur að því að með­höndla kvíða og þung­lyndi, sem eru jafn­framt al­geng­ustu geðrask­an­irn­ar. Það er því í besta falli tíma­skekkja að sál­fræði­þjón­usta sé ekki nið­ur­greidd af rík­inu, en geð­lækn­ar til að mynda fái á sama tíma greitt úr op­in­ber­um sjóð­um.

Þrátt fyr­ir rúm­lega þrett­án­fald­an vöxt á notk­un geð­lyfja frá ár­inu 1975 hér á landi hef­ur þeim ekki fækk­að sem fremja sjálfs­víg og ör­yrkj­um vegna til að mynda þung­lynd­is og kvíða hef­ur fjölg­að. Raun­ar eru tæp 40 pró­sent af ör­orku á Íslandi til kom­in vegna geð­rænna veik­inda og það fjölg­ar hratt í þeim hópi.

Fund­ið hef­ur ver­ið að því að ekki sé bú­ið að áætla kostn­að við frum­varp Þor­gerð­ar Katrín­ar. Eldri töl­ur, frá alda­mót­um, sýna að beinn og óbeinn kostn­að­ur ein­göngu vegna þung­lynd­is á Íslandi var var­færn­is­lega áætl­að­ur um sex millj­arð­ar króna. Fram­reikn­að mætti senni­lega tvö­falda þá tölu. Það hef­ur sýnt sig að fyr­ir­byggj­andi að­ferð­ir, svo sem sál­fræði­þjón­usta, skila ár­angri og auka lík­ur á að ein­stak­ling­ar nái heilsu og virkni í sam­fé­lag­inu. Svig­rúm­ið hlýt­ur því að vera að minnsta kosti eitt­hvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verð­miða á ham­ingju fólks.

Eng­um flýg­ur í hug að einka­tím­ar hjá sál­fræð­ing­um séu ávís­un á það að allri óham­ingju Ís­lend­inga verði af­stýrt. Hins veg­ar geta sam­töl við fag­menn gert krafta­verk. Það sanna dæm­in.

Þor­gerð­ur Katrín hitt­ir ein­fald­lega nagl­ann á höf­uð­ið í þetta sinn. Frum­varp­ið er þjóð­þrifa­mál.

Raun­ar eru tæp 40 pró­sent af ör­orku á Íslandi til kom­in vegna geð­rænna veik­inda og það fjölg­ar hratt í þeim hópi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.