Gott sam­starf í sölu­og greiðslu­lausn­um

Fréttablaðið - - FOLK -

Valitor, Sa­lesCloud og Snæ­land Gríms­son hafa þró­að sam­an sér­sniðna sölu­lausn sem hent­ar ferða­þjón­ustu­að­il­um sér­stak­lega vel. Nú er lít­ið mál að ganga frá sölu ferða á staðn­um, taka við greiðsl­um og prenta öll gögn.

Síð­asta haust hófu Valitor, Snæ­land Gríms­son og Sa­lesCloud sam­starf við þró­un á sölu- og greiðslu­lausn fyr­ir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu. Verk­efn­ið gekk út á að auð­velda sölu­starf og ein­falda upp­gjör sem þess­ir að­il­ar leystu vel með góðri sam­vinnu. „Við vild­um færa okk­ur í nú­tím­ann og finna spjald­tölvu­lausn sem teng­ist beint við posa“, seg­ir Kristján Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­un­ar hjá Snælandi Gríms­syni. „Það sem skipt­ir mestu máli fyr­ir sölu­mann er að hann þurfi ekki að hugsa um tækn­ina held­ur horfa fram­an í fólk­ið, brosa og kynna hversu skemmti­leg ferð­in sé sem við­kom­andi ferða­mað­ur er að fara í. Snæ­land Gríms­son þurfti lausn sem virk­ar hvar sem er, tæk­in eru á 4G og við ákveð­um hvar sölu­menn eru stað­sett­ir en að­alsal­an fer fram í rút­unni á leið­inni til Reykja­vík­ur.“

Sa­lesCloud hef­ur hann­að sölu­kerfi sem get­ur tengst ýms­um kerf­um, t.d. öll­um helstu bók­halds­kerf­um sem eru í notk­un á Íslandi. Það þýð­ir að ef fyr­ir­tæki er með Na­visi­on, dk, Reglu eða sam­bæri­leg kerfi þá er hægt að tengja Sa­lesCloud við þau kerfi til að bóka söl­una. „Kerf­ið er hýst í skýi en er með off-line virkni þannig að það virk­ar einnig ef net­sam­band dett­ur nið­ur. Bún­að­ur­inn sam­an­stend­ur af hug­bún­aði (appi), spjald­tölvu, pen­inga­skúffu, eld­húsprent­ara og posa. Upp­setn­ingu og tækj­um er stillt upp eft­ir þörf­um sölu­að­ila. Önn­ur kerfi sem Sa­les Cloud get­ur tengst eru Face­book, Mail-Chimp, WooComm­erce, Wix og Weebly. Kerf­ið er hann­að í grunn­inn til að þjón­usta veit­inga­staði, áskrift­ar­sölu, smá­sölu og miða­sölu svo að fátt eitt sé nefnt.“

Sölu­ferl­ið leik­ur einn

Kristján er spurð­ur hvernig Snæ­land hafi nálg­ast Sa­lesCloud og seg­ir hann að fyr­ir­tæk­ið hafi haft sam­band við fyr­ir­tækjalausn­ir Valitor þar sem sölu­ráð­gjaf­ar þeirra hafi bent á Sa­lesCloud.

„Sölu­ferl­ið hjá Snælandi Gríms­syni fer þannig fram að sölu­full­trú­ar kynna fyr­ir við­skipta­vin­um, sem stadd­ir eru í rút­unni, þær ferð­ir sem eru í boð hverju sinni. Við­skipta­vin­ur bók­ar og greið­ir ferð­ina sam­tím­is sem er besti kost­ur fyr­ir báða að­ila. Þannig klár­ar ferða­mað­ur­inn að skipu­leggja heim­sókn sína til Ís­lands í rút­unni og fær ferða­gögn­in strax þar sem bún­að­ur get­ur prent­að út miða þeg­ar sala fer fram. Skipu­leggj­end­ur ferð­anna fá síð­an all­ar upp­lýs­ing­ar varð­andi söl­una á ferð­inni.“

Hann seg­ir skipta miklu máli að vita hvaða ferð ferða­lang­ur­inn hef­ur pant­að, hversu mörg sæti eru seld í hverja ferð, hvar ferða­mað­ur verð­ur sótt­ur og að það sé ekki tví­bók­að í ferð­ina en í inn­leið­inga­ferl­inu fór Helgi hjá Sa­lesCloud með Snælandi Gríms­syni í sölu­ferð til að fylgja verk­efn­inu eft­ir og að­laga það að þeirra þörf­um.

Eft­ir­spurn breyt­ist

Sam­hliða fjölg­un ferða­manna hef­ur orð­ið mik­il breyt­ing á því hvernig kaup á ferða­þjón­ustu fara fram seg­ir Kristján. „Við er­um að hluta til orð­in eins og ferða­skrif­stofa og sjá­um um far­þega­flutn­inga, ráð­um far­ar­stjóra og bíl­stjóra og semj­um við hót­el. Við er­um með stór­an er­lend­an sam­starfs­að­ila, TUI, sem er með starf­semi út um all­an heim. Þeir gera ákveðn­ar gæða­kröf­ur og Sa­lesCloud er eitt af þeim verk­fær­um sem auð­velda okk­ur að upp­fylla þær gæða­kröf­ur. Sam­starfs­að­il­ar okk­ar eru farn­ir að gera aukn­ar kröf­ur varð­andi um­hverf­is­mál, þekk­ingu starfs­fólks og rekj­an­leg upp­gjör.“

Það eru ekki mörg fyr­ir­tæki sem eru með átta rút­ur í rekstri og sækja ferða­menn á 22 hót­el í Reykja­vík. Snæ­land Gríms­son þarf því að geta þjón­u­stað ferða­menn vel og stað­ið und­ir vænt­ing­um þeirra. „Að geta selt ferð­ir og tek­ið á móti greiðsl­um, gert ferða­gögn­in klár vegna ferð­ar sem fara á í dag­inn eft­ir eða næstu daga, auð­veld­ar allt ferli og eyk­ur ánægju og traust við­skipta­vin­ar­ins. Greiðsl­ur skila sér á rétta staði strax og því er þetta tekjuflæði gríð­ar­lega verð­mætt“, seg­ir Kristján.

Sa­lesCloud virð­is­auk­andi

Vinnu­sparn­að­ur er mik­ill eft­ir inn­leið­ing­una enda sæk­ist Snæ­land Gríms­son eft­ir að fara sem hag­kvæm­asta leið í rekstri. „Virð­is­auk­inn fyr­ir okk­ur er að við þurf­um ekki að hand­færa upp­færsl­ur og ský­ið auð­veld­ar um leið allt ut­an­um­hald. Upp­gjör­in eru orð­in mun ein­fald­ari en áð­ur. Við er­um í fyrsta skipti að fá að­gang að kerfi sem hef­ur teng­ingu á milli korta­færsl­unn­ar og vör­unn­ar sem er keypt sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt upp á bók­hald­ið ef eitt­hvað klikk­ar í söl­unni eða þeg­ar þarf að end­ur­greiða. Það sem við höf­um fund­ið er að sölu­ferl­ið flæð­ir nú óhindr­að.“

Til þjón­ustu reiðu­bú­inn

Aðgang­ur að öll­um færsl­um er síð­an að­gengi­leg­ur hjá þjón­ustu­vef Valitor. „Þar get­um við stemmt af, séð all­ar færsl­ur og yf­ir­lit­in. Við ætl­um svo að fara í það að fá yf­ir­lest­ur bók­halds­gagna þeg­ar við er­um kom­in inn í nýja bók­halds­kerf­ið okk­ar“, seg­ir Kristján að lok­um.

Það sem skipt­ir mestu máli fyr­ir sölu­mann er að hann þurfi ekki að hugsa um tækn­ina held­ur horfa fram­an í fólk­ið, brosa og kynna hversu skemmti­leg ferð­in sé sem við­kom­andi ferða­mað­ur er að fara í.

MYND/EYÞÓR

Sölu­teymi Valitor, f.v.: Sigrún Jóns­dótt­ir, Kristján Brooks, Stein­ar Thors, Sig­ríð­ur Hrönn Gunn­ars­dótt­ir og Guð­laug K. Páls­dótt­ir.

MYNDIR/EYÞÓR

Starfs­menn sölu­teym­is Valitor taka vel á móti við­skipta­vin­um og finna bestu lausn­ir fyr­ir hvern og einn.

Kristján Gunn­ars­son, vöru­þró­un­ar­stjóri Snæ­lands Gríms­son­ar, er mjög ánægð­ur með sam­starf­ið.

Sölu­full­trúi Snæ­lands Gríms­son­ar að störf­um.

Sölu­við­mót Sa­lesCloud er ein­falt og þægi­legt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.