Hr­að­asta bók­halds­kerfi í heimi

Uniconta er full­komn­asta en jafn­framt ein­fald­asta bók­halds­kerfi í heimi. Not­end­ur þess spara millj­ón­ir á millj­ón­ir of­an og eiga eng­in orð til að lýsa ánægju sinni og af­köst­um.

Fréttablaðið - - UTMESSAN -

Uniconta er hr­að­asta bók­halds­kerfi í heimi, hag­kvæmt, traust og ein­falt í notk­un,“seg­ir Ing­vald­ur Thor Ein­ars­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Uniconta á Íslandi.

Ing­vald­ur er að tala um nýj­asta og öfl­ug­asta bók­halds­kerf­ið úr smiðju Dan­ans Eriks Dam­ga­ard sem er ókrýnd­ur kon­ung­ur bók­halds­kerf­anna.

„Erik hef­ur haft 30 ár til að hanna hið full­komna bók­halds­kerfi. Hann er mað­ur­inn á bak við bók­halds­kerf­in Concor­de XAL og Axapta en Microsoft keypti fyr­ir­tæki hans ár­ið 2001 fyr­ir um 200 millj­arða króna og all­ar göt­ur síð­an hafa lausn­ir Eriks ver­ið flagg­skip­ið í lausna­fram­boði hug­bún­að­ar­ris­ans Microsoft,“út­skýr­ir Ing­vald­ur.

Uniconta kom fyrst á mark­að í Dan­mörku 2016 og sló strax í gegn.

„Eft­ir að hafa unn­ið hjá Microsoft í fá­ein ár sá Erik gat á bók­halds­mark­aðn­um og hóf þró­un á bók­halds­kerf­inu Uniconta. Það bygg­ir á göml­um gild­um en keyr­ir á nýj­ustu tækni. Önn­ur kerfi kom­ast ekki með tærn­ar þar sem Uniconta er með hæl­ana þeg­ar kem­ur að virkni og hraða. Kerf­ið er skýja­lausn þar sem öll gögn eru vist­uð í ISO-vott­uðu skýjaum­hverfi en not­and­inn vinn­ur með gögn­in í gegn­um for­rit eða app á tölvu eða snjall­tæki,“upp­lýs­ir Ing­vald­ur um Uniconta sem ein­stak­lega not­enda­vænt og get­ur spar­að þús­und­ir klukku­stunda í vinnu.

Kerfi sem svar­ar þín­um þörf­um

Uniconta má líkja við Lego. Það er í grunn­inn fjár­hags­bók­halds­kerfi en of­an á bæt­ast við­skipta- og lán­ar­drottna­kerfi, birgða-, fram­leiðslu-, verk­bók­halds-, kröfu- og CRM-kerfi. Grunn­á­skrift að kerf­inu inni­held­ur fjár­hags-, lán­ar­drottna og við­skipta­vina­kerfi með sölu­reikn­ing­um og svo er bætt við lausn­um eft­ir þörf­um.

„Uniconta er lang­besti kost­ur­inn fyr­ir minni og með­al­stór fyr­ir­tæki sem þurfa ekki leng­ur að setja millj­ón­ir króna í séraðlag­an­ir á stóru og flóknu kerfi. Það hent­ar breið­um hópi og ólík­um þörf­um en með­al við­skipta­vina sem nota Uniconta sem heild­ar­lausn í rekstri sín­um eru fyr­ir­tæki í smá­sölu og heild­sölu, fyr­ir­tæki sem fram­leiða lækn­inga­tæki, heilsu- og snyrti­vör­ur og verk­taka­fyr­ritæki, svo eitt­hvað sé nefnt. Það sýn­ir að þarf­ir fyr­ir­tækja eru af­ar ólík­ar en Uniconta mæt­ir þeim öll­um,“seg­ir Ing­vald­ur.

Uniconta bygg­ir á nýj­ustu tækni frá Microsoft og for­rita­skil­um (API). Því er ein­falt að láta gögn flæða á milli Uniconta ann­ars veg­ar og til dæm­is launa­kerfa, vef­versl­ana og bók­un­ar­kerfa hins veg­ar.

„Uniconta er .NET kerfi, byggt á nýj­ustu tækni frá Microsoft. Kerf­ið keyr­ir á Microsoft SQL-gagna­grunni og not­end­ur vinna í gegn­um for­rita­skil eða API. Hægt er að fram­kalla all­ar að­gerð­ir í gegn­um API en biðl­ar­inn, sem flest­ir nota, vinn­ur á þess­um API,“út­skýr­ir Ing­vald­ur.

Fjöldi fyr­ir­tækja hef­ur nýtt sér þessa eig­in­leika Uniconta og nú þeg­ar eru yf­ir 100 sér­lausn­ir í boði sem tengj­ast við Uniconta API.

„Hér á landi vinn­ur Uniconta til dæm­is á móti þrem­ur ólík­um af­greiðslu­kerf­um, vef­versl­un­um sem keyra í Shopify og WooComm­erce, auk þess sem kerf­ið teng­ist lóð­beint við bók­un­ar­kerfi eins og Godo. Þessi kerfi sækja upp­lýs­ing­ar í Uniconta og skila þang­að pönt­un­um og færsl­um. Þannig spar­ast þús­und­ir klukku­stunda í innslátt­ar- vinnu og hætt­an á innslátt­ar­vill­um er úr sög­unni. Sam­þátt­un kerfa, sem áð­ur var flók­ið og kostn­að­ar­samt ferli, er nú leik­ur einn,“upp­lýs­ir Ing­vald­ur.

Uniconta sem skýja­lausn skil­ar gögn­um mun hrað­ar en bók­halds­kerfi sem eru á gagna­þjón­um fyr­ir­tækja.

„Gögn­um er þjapp­að á snilld­ar­leg­an hátt þeg­ar þau eru sótt eða send í ský­ið. Þá er mjög fljót­legt að setja upp gagn­virka ten­inga í Excel eða PowerBI sem keyra á raun­gögn­um úr Uniconta og í dag eru á ann­að hundrað lausn­ir sem bjóða upp á til­bún­ar teng­ing­ar við Uniconta,“upp­lýs­ir Ing­vald­ur en þess má geta að Uniconta má nota á öll­um tækj­um: Window­sog Mac-tölv­um, spjald­tölv­um og snjallsím­um.

Frá­bær­ar við­tök­ur á Íslandi

Ing­vald­ur var í leit að nýju bók­halds­kerfi fyr­ir ís­lenskt fyr­ir­tæki þeg­ar hann komst á snoð­ir um Uniconta ár­ið 2015.

„Þeg­ar ég hafði skoð­að það sem í boði var á mark­aðn­um sá ég ekk­ert sem mér leist á. Flest kerf­in byggðu á gam­alli tækni og kostn­að­ur var óhóf­lega hár. Ég fór þá að skoða hvað menn væru að gera í öðr­um lönd­um og rakst á grein um Erik og nýja bók­halds­kerf­ið hans, Uniconta,“upp­lýs­ir Ing­vald­ur sem setti sig strax í sam­band við Erik.

„Tveim­ur vik­um síð­ar ákváð­um við að stað­færa Uniconta fyr­ir Ís­land og stofna fyr­ir­tæki hér á landi til að sinna dreif­ingu og mark­aðs­setn­ingu kerf­is­ins. Eft­ir tæp­lega eins árs vinnu við stað­færslu kerf­is­ins feng­um við end­ur­skoð­end­ur og bók­ara til að prófa Uniconta sem stað­festi grun okk­ar um að hér væri um framúrsk­ar­andi lausn að ræða og vor­um af­ar ánægð­ir,“seg­ir Ing­vald­ur sem hleypti Uniconta full­mót­uðu af stokk­un­um fyr­ir ís­lensk­an mark­að á síð­ari hluta árs 2017.

„Uniconta var strax tek­ið fagn­andi enda við­skipta­lausn á heims­mæli­kvarða sem styð­ur nú þeg­ar 30 tungu­mál. Fjöldi not­enda hér á landi er kom­inn yf­ir eitt þús­und og vel á þriðja hundrað ís­lenskra fyr­ir­tækja af öll­um stærð­um og gerð­um nota nú Uniconta til að halda ut­an um fjár­mál og rekst­ur, birgð­ir, fram­leiðslu og verk,“upp­lýs­ir Ing­vald­ur.

Hann seg­ir flest ís­lensk fyr­ir­tæki enn nota göm­ul eða úr­elt bók­halds­kerfi með til­heyr­andi kostn­aði og tak­mörk­un á fram­leiðni.

„Mörg bók­halds­kerf­anna voru smíð­uð á síð­ustu öld þeg­ar tæknium­hverf­ið var allt ann­að, og netteng­ing­ar hæg­ar og dýr­ar. Þau kerfi byggja því á gam­alli tækni sem verð­ur víða að flösku­hálsi og not­end­ur þurfa að vinna í gegn­um fjar­vinnslu­við­mót sem var ásætt­an­legt fyr­ir ára­tug en er ekki boð­legt í nú­tímaum­hverfi,“út­skýr­ir Ing­vald­ur.

„Á hinum enda mark­að­ar­ins eru svo stór kerfi, eins og Dynamics NAV, sem einnig eru kom­in til ára sinna. Þau kerfi eru dýr í inn­leið­ingu og upp­færsl­ur dýr­ar og flókn­ar. Uniconta er hins veg­ar skýja­lausn sem upp­fær­ist sjálf­krafa og því skyn­sam­leg­asta lausn­in fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki sem þurfa aldrei fram­ar að ráð­ast í kostn­að­ar­sam­ar upp­færsl­ur.“

Full­kom­ið bók­halds­kerfi frá 2.500 krón­um á mán­uði

Ing­vald­ur seg­ir stóra ákvörð­un fyr­ir fyr­ir­tæki að skipta um bók­halds­kerfi enda geti það ver­ið flók­ið, sein­legt og kostn­að­ar­samt.

„Það þarf þó eng­um að vaxa í aug­um að setja upp Uniconta-bók­halds­kerf­ið. Það tek­ur frá einni klukku­stund fyr­ir minni fyr­ir­tæki yf­ir í eina til tvær vik­ur þar sem ráð­gjaf­ar frá okk­ur eða sam­starfs­að­il­um okk­ar vinna með fyr­ir­tæk­inu. Þá er far­ið yf­ir alla ferla og reynt að gera það á eins skömm­um tíma og unnt er, sem er tölu­verð­ur mun­ur frá stærri bók­halds­kerf­um þar sem inn­leið­ing get­ur tek­ið frá þrem­ur mán­uð­um upp í heilt ár, og kostn­að­ur í sam­ræmi við það.“

Uniconta er seld sem hug­bún­að­ar­lausn í áskrift þar sem lægsta mán­að­ar­gjald er 2.499 krón­ur án vsk., en sú áskrift hent­ar ein­yrkj­um og að­il­um í ein­föld­um rekstri.

„Menn bæta svo við not­end­um, kerfisein­ing­um, færsl­um og við- bót­ar­lausn­um eft­ir þörf­um,“seg­ir Ing­vald­ur. „Bók­halds­kerfi hafa aldrei ver­ið ódýr­ari. Við­skipta­vin­ir sem skipta yf­ir í Uniconta ná að jafn­aði fram 50 pró­sent sparn­aði í rekstr­ar­kostn­aði bók­halds­kerf­is. Við ætl­um okk­ur ekki að­eins að lækka kostn­að fyr­ir­tækja við áskrift og inn­leið­ingu við­skipta­lausna held­ur vilj­um við líka hjálpa þeim að spara dýr­mæt­an tíma starfs­manna. Hjá með­al­stóru fyr­ir­tæki fara hundruð klukku­stunda í innslátt og með­höndl­un fylgiskjala í hverj­um mán­uði en nú bjóð­um við lausn sem les upp­lýs­ing­ar af fylgiskjöl­um á sta­f­rænu formi og fær­ir inn í rétta reiti í kerf­inu. Það mun spara alla innslátt­ar­vinnu og nær út­rýma mis­tök­um,“seg­ir Ing­vald­ur um Uniconta sem er í stöð­ugri þró­un.

„Það tek­ur tíma að byggja upp traust á mark­aði og við vit­um að okk­ar við­skipta­vin­ir eru ánægð­ir. Við leggj­um okk­ur fram um að hlusta á ósk­ir við­skipta­vina og bestu hug­mynd­irn­ar koma frá fólki sem not­ar kerf­ið dag­lega og kall­ar eft­ir nýj­um og snjöll­um leið­um til að gera hlut­ina. All­ar upp­lýs­ing­ar eru geymd­ar með ör­ugg­um hætti og ein­göngu að­gengi­leg­ar eig­end­um fyr­ir­tækja sem stýra sjálf­ir hverj­ir hafa að­gang að bók­halds­kerf­inu, enda okk­ar hug­mynda­fræði að við eig­um ekki upp­lýs­ing­arn­ar held­ur við­skipta­vin­ur­inn sjálf­ur. Við leggj­um vörumerki okk­ar og orð­spor að veði að all­ar upp­lýs­ing­ar eru geymd­ar með ör­ugg­um hætti og not­end­ur geta alltaf nálg­ast sín­ar upp­lýs­ing­ar hvar sem þeir eru stadd­ir.“

Uniconta er skyn­sam­leg­asta lausn­in fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Hún er skýja­lausn sem upp­fær­ist sjálf­krafa og því þurfa fyr­ir­tæk­in aldrei fram­ar að ráð­ast í kostn­að­ar­sam­ar upp­færsl­ur.

Við ætl­um okk­ur ekki að­eins að lækka kostn­að fyr­ir­tækja held­ur vilj­um við líka hjálpa þeim að spara dýr­mæt­an tíma starfs­manna.

MYND/EYÞÓR

Ing­vald­ur Thor Ein­ars­son er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Uniconta á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.