Paul­son færð­ist of mik­ið í fang

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Það hef­ur ekki allt leik­ið í hönd­un­um á John

Paul­son eft­ir að hann veðj­aði á að fast­eigna­ból­an í Banda­ríkj­un­um myndi springa fyr­ir rúm­um ára­tug. Fyr­ir þann tíma rak hann lít­inn sjóð sem veðj­aði með­al ann­ars á sam­ein­ing­ar og yf­ir­tök­ur fyr­ir­tækja. Fjár­fest­ar leit­uðu til hans í stríð­um straumi eft­ir að við­skipt­in komust í sviðs­ljós­ið og námu eign­ir í stýr­ingu 38 millj­örð­um doll­ara þeg­ar best lét ár­ið 2011. Eft­ir fjöl­marg­ar mis­heppn­að­ar fjár­fest­ing­ar í gulli, hluta­bréf­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækja, lyfja­fyr­ir­tækja, banka og þýsk­um rík­is­skulda­bréf­um hafa eign­ir í stýr­ingu skropp­ið sam­an í 8,7 millj­arða doll­ara. Marg­ir telja að Paul­son hafi færst of mik­ið fang eft­ir vel­gengn­ina og tal­ið sig geta sýnt yf­ir­burði á öll­um mörk­uð­um og fjár­fest­inga­stefn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.