Upp­hefð­in kem­ur að ut­an

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Ís­lend­ing­um í at­vinnu­líf­inu hef­ur stund­um tek­ist gletti­lega vel upp við að klífa met­orða­stig­ann er­lend­is. Nefna má Tómas Má Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóra hjá Alcoa á heimsvísu, Ólaf Jó­hann Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóra hjá Time Warner, og Jakob Sig­urðs­son, for­stjóra breska fyr­ir­tæk­is­ins Victrex.

Ný­lega hafa stjórn­end­ur rík­is­stofn­ana lát­ið til sín taka á er­lend­um vett­vangi. Arna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, sem hef­ur ver­ið fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­í­unn­ar, mun taka við kanadísku þjóð­ar­hljóm­sveit­inni í Ottawa í sum­ar og nú hef­ur Björn Zoëga, fyrr­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans, tek­ið við sem for­stjóri Karólínska sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi í Sví­þjóð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.