Sig­urtunga er ný bók um vestur­ís­lenskt mál og menn­ingu. Birna Arn­björns­dótt­ir er einn þriggja rit­stjóra henn­ar.

Ríf­lega 16.000 Ís­lend­ing­ar fluttu til Vest­ur­heims í lok 19. ald­ar og upp­hafi þeirr­ar tutt­ug­ustu, um 20% þjóð­ar­inn­ar. Sig­urtunga er ný bók um vestur­ís­lenskt mál og menn­ingu. Birna Arn­björns­dótt­ir er ein þriggja rit­stjóra henn­ar.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir –

Þeir sem tala ís­lensku í Vest­ur­heimi eru nátt­úr­lega orðn­ir háaldr­að­ir. En marg­ir af­kom­end­ur inn­flytj­endanna frá Íslandi stunda samt ís­lensku­nám vestra, bæði í mennta­skóla og há­skóla, og koma í heim­sókn­ir til Ís­lands. Það

er til marks um áhuga þeirra á rót­un­um,“seg­ir Birna Arn­björns­dótt­ir, pró­fess­or við mála- og menn­ing­ar­deild í Há­skóla Ís­lands og með­al rit­stjóra nýrr­ar bók­ar um vestur­ís­lenskt mál og menn­ingu. Hún seg­ir reynd­ina oft þá að fyrsta kyn­slóð í nýju landi haldi áfram að tala sitt móð­ur­mál um leið og hún reyni að fóta sig í nýj­um að­stæð­um, önn­ur kyn­slóð vilji bara vera eins og hinir jafn­aldr­arn­ir í nýja land­inu, svo komi þriðja og fjórða kyn­slóð, hjá þeim vakni for­vitni um for­tíð­ina og upp­run­ann og vilji til að læra tungu for­feðra- og mæðra. „Unga fólk­ið í Vest­ur­heimi lær­ir ís­lensku sem ann­að mál og hún er öðru­vísi en gamla ís­lensk­an sem var töl­uð vestra,“lýs­ir hún.

Nýja bók­in ber það fal­lega nafn Sig­urtunga, sem er til­vitn­un í eitt af ljóð­um Kletta­fjalla­skálds­ins Stephans G. Stephans­son­ar. Guðni Th. Jó­hann­es­son rit­ar for­mála bók­ar­inn­ar og rit­stjór­ar með Birnu eru Hösk­uld­ur Þrá­ins­son og Úlf­ar Braga­son. „Við Hösk­uld­ur er­um mál­fræð­ing­ar og Úlf­ar sér­fræð­ing­ur í menn­ingu og bók­mennt­um,“seg­ir

hún. „Hösk­uld­ur hef­ur lengi ver­ið þeirr­ar skoð­un­ar að við þyrft­um að rann­saka vestur­ís­lensk­una og mætt­um eng­an tíma missa svo við sótt­um um styrk og feng­um að fara með nem­end­ur vest­ur um haf og skoða þá þró­un sem hef­ur orð­ið, safna gögn­um og tala við fólk. Að hluta til vor­um við að skoða tungu­mál­ið en líka spyrja út í menn­ingu og bók­mennt­ir og lifn­að­ar­hætti al­mennt.“

Í Sig­urtungu er safn greina eft­ir tutt­ugu höf­unda. Þar er lögð áhersla á að rann­saka, í víð­ara sam­hengi en áð­ur, hvað þró­un vestur­ís­lensk­unn­ar seg­ir okk­ur al­mennt um breyt­ing­ar tungu­mála fólks sem flyt­ur milli landa, að sögn Birnu sem kveðst hafa sér­stak­an áhuga á hvernig fólk taki upp ný tungu­mál. „Við er­um að skoða svo­köll­uð erfða­mál, það er orð yf­ir tungu­mál sem eru töl­uð af fólki sem lif­ir í öðru mál­um­hverfi en það ólst upp í. Und­ir það flokk­ast vestur­ís­lensk­an en líka pólska, taí­lenska og lit­há­enska og önn­ur fram­andi mál inn­flytj­enda á Íslandi. Und­an­far­in ár hef­ur ver­ið áhugi á þess­um erfða­mál­um, hvern- ig þau verða öðru­vísi en heima­mál­ið og hvernig tungu­mál lær­ast og varð­veit­ast eða týn­ast. Von­andi verða þess­ar rann­sókn­ir okk­ar að ein­hverju gagni í sam­bandi við um­gengni við inn­flytj­end­ur hér og ann­ars stað­ar.“

All­ar þjóð­ir eru sér­stak­ar að ein­hverju leyti að sögn Birnu.

„Í til­viki Vest­urÍs­lend­inga var það sér­stakt að þeir sett­ust flest­ir að sam­an og voru mjög af­skekkt­ir þannig að þeir héldu nátt­úr­lega áfram að nota ís­lensk­una, fengu að nefna bæi sína ís­lensk­um nöfn­um og bygg­ing­ar­stíll­inn var víða burst­ir eins og hér heima, þó efni­við­ur­inn væri ann­ar. Byggð­ir þeirra voru til að byrja með í Manitoba og Norð­ur-Da­kota, beggja vegna landa­mæra Kan­ada og Banda­ríkj­anna. Samt er áhuga­vert hvað vestur­ís­lensk­an hef­ur lif­að lengi. Enn er að koma hing­að til Ís­lands fólk í heim­sókn sem tal­ar nán­ast ís­lensku, bara öðru­vísi en þá sem töl­uð er hér, eðli­lega, því það er allt ann­ar veru- leiki sem það fólk býr við.“Fyrst kveðst Birna hafa far­ið til Vest­ur­heims 1986 og svo oft síð­an. „Það var gam­an að koma þarna 1986 og vera heils­að á ís­lensku, boð­ið sterkt kaffi og spurð hverra manna mað­ur væri, af fólki sem hafði kannski aldrei kom­ið til Ís­lands og jafn­vel ekki for­eldr­arn­ir held­ur. Þá vakn­að i áhug inn . Þetta var með­al ann­ars fólk sem gekk vel að fóta sig í Vest­ur­heimi, Kan­ada­bú­ar og Am­eríkan­ar, en stolt af upp­runa sín­um þó það væri löngu hætt­ir að vera Ís­lend­ing­ar.“Doktors - rit­gerð Birnu f jall­aði um vestur­ís­lensku á sín­um tíma. Hún seg­ir Har­ald Bessa­son, sem var pró­fess­or vest­ur í Manitoba, hafa ver­ið sinn áhrifa­vald. „Har­ald­ur skrif­aði grein­ar í blöð um nauð­syn þess að gefa vestur­ís­lensk­unni gaum, hún væri merki­legt fyr­ir­bæri og þess virði að skoða. Hann vakti þannig áhuga minn á mál­inu og að­stoð­aði mig gegn­um doktors­nám­ið. Vesturís-

ÞAÐ VAR GAM­AN AÐ KOMA ÞARNA 1986 OG VERA HEILS­AÐ Á ÍS­LENSKU, BOЭIÐ STERKT KAFFI OG SPURÐ HVERRA MANNA MAЭUR VÆRI, AF FÓLKI SEM HAFÐI KANNSKI ALDREI KOM­IÐ TIL ÍS­LANDS OG JAFN­VEL EKKI FOR­ELDR­ARN­IR HELD­UR. ÞÁ VAKNAÐI ÁHUGINN.

lensk­an og vestur­ís­lensk menning er brunn­ur að sækja í og bók­in Sig­urtunga end­ur­spegl­ar það. Hún bygg­ist að hluta til á göml­um upp­tök­um bæði frá mér og mörg­um fleir­um, það hef­ur safn­ast heil­mik­ið af gögn­um frá mis­mun­andi tím­um, sem Árna­stofn­un er með og er áhuga­verð­ur efni­við­ur fyr­ir fræði­menn.“

Birna bend­ir á að í Sig­urtungu sé með­al ann­ars grein eft­ir Ástu Svavars­dótt­ur, dós­ent í ís­lensk­um fræð­um. „Ásta seg­ir að við meg­um ekki bera sam­an ís­lensk­una sem vest­urfar­arn­ir töl­uðu, við ís­lensk­una núna, hún hafi ver­ið 19. ald­ar mál sem við not­um ekki einu sinni sjálf nema að hluta. „Þeg­ar ég var þarna vestra 1986 heyrði ég stund­um ís­lensk orð sem ég átt­aði mig ekki á en Har­ald­ur Bessa­son kom mér þá til hjálp­ar. „Þetta var nú not­að í Skaga­firð­in­um forð­um,“sagði hann, eða eitt­hvað álíka.“

„Von­andi verða þess­ar rann­sókn­ir okk­ar að ein­hverju gagni í sam­bandi við um­gengni við inn­flytj­end­ur hér og ann­ars stað­ar,“seg­ir Birna. Fréttablaðið/Anton

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.