Face­book ger­ir út njósna­app

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - NORDICPHOTOS/GETTY – þea

Face­book hef­ur frá 2016 greitt fólki frá 13 til 35 ára allt að 20 dali á mán­uði fyr­ir að hala nið­ur appi að nafni Face­book Rese­arch. App­ið fylg­ist með öllu sem not­and­inn ger­ir í síma sín­um og send­ir til Face­book. Þannig er gögn­um um net­notk­un og keppi­nauta Face­book safn­að í stór­um stíl. Techcrunch greindi frá.

Sam­kvæmt ör­ygg­is­sér­fræð­ingi sem mið­ill­inn ræddi við get­ur Face­book safn­að einka­skila­boð­um, mynd­um, tölvu­póst­um, leit­ar­orð­um, vafra­sögu og stað­setn­ingu not­anda með app­inu.

Upp­lýs­inga­full­trúi Apple sagði við Techcrunch að þetta væri skýrt brot gegn skil­mál­um Apple. „Face­book hef­ur not­að að­ild sína að hönn­un­ar­verk­efni okk­ar til þess að dreifa gagna­söfn­un­ar­for­riti til neyt­enda. Þetta er skýrt brot gegn skil­mál­um sam­komu­lags Face­book og Apple,“sagði upp­lýs­inga­full­trú­inn. Face­book stað­festi í kjöl­far birt­ing­ar frétt­ar­inn­ar að út­gáfu apps­ins fyr­ir iOS, stýri­kerfi iPho­ne-síma Apple, yrði hætt. Henni verð­ur þó hald­ið áfram fyr­ir Android.

Face­book festi kaup á fyr­ir­tæk­inu Ona­vo 2014. Það hafði þró­að app að nafni Ona­vo Protect sem þjón­aði sams kon­ar til­gangi. Þannig gat Face­book kom­ist að því hvernig not­end­um líst á önn­ur öpp og gat með­al ann­ars spáð fyr­ir um kom­andi vin­sæld­ir WhatsApp, sem Face­book keypti síð­ar sama ár. Apple bann­aði það app í ág­úst síð­ast­liðn­um.

13-35 ára fólki var greitt fyr­ir upp­lýs­ing­ar um alla síma­notk­un sína.

App­ið brýt­ur gegn skil­mál­um Apple.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.