Marg­ar ástæð­ur fyr­ir minnk­andi kyn­lífi

Ungt fólk í dag vill halda mögu­leik­um sín­um opn­um þeg­ar kem­ur að maka­vali og vill ná í það besta sem makamat­seð­ill­inn hef­ur upp á að bjóða. Kröf­ur um gott kyn­líf eru meiri í dag en áð­ur og svo virð­ist vera að fólk sætti sig ekki við hvað sem er.

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Nýj­ustu gögn virð­ast benda til þess að ungt fólki stundi minna kyn­líf nú en áð­ur. Hvað veld­ur er mögu­lega að fólk hafi minni fé­lags­færni eða sam­skipta­færni á þess­ari gervi­hnatta­öld. Jafn­vel er ein af ástæð­un­um einnig sú að fólki standi meira úr­val til boða í gegn­um sam­fé­lags­miðla og að þetta sé jafn­vel form af val­kvíða, því að fólk ætli sér að ná því besta sem í boði er og mögu­leiki er á því að alltaf geti eitt­hvað betra stað­ið til boða. En það er víst eng­in ein ástæða til að út­skýra þessa breyttu kyn­hegð­un ungs fólks. Þetta seg­ir Sig­ríð­ur Dögg Arn­ar­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Sigga Dögg kyn­fræð­ing­ur. ræð­ing­ur.

„Kannski ger­ir unga fólk­ið meiri kröf­ur röf­ur um full­nægj­andi kyn­líf og sætt­ir ætt­ir sig því ekki við hvað sem er. r. Það er svo margt sem kem­ur til greina reina því töl­fræð­in er nokk­uð ný og fólk ólk átt­ar sig ekki al­veg á því af hverju verju þetta staf­ar því ástæð­urn­ar rn­ar eru svo marg­ar. Það má líka skoða hvernig ungt ngt fólk skil­grein­ir kyn­líf, yn­líf, kannski hef­ur skil­grein­ing­in kil­grein­ing­in breyst og g töl­urn­ar eru að end­ur­spegla rspegla það frek­ar en minni áhuga á kyn­lífi,“seg­ir eg­ir Sigga Dögg.

„En þetta spil­ar allt sam­an, am­an, bú­seta, sam­bands­form, ands­form, kyn­sjúk­dóm­ar, r, mennt­un, ra­f­ræn pressa og g sam­an­burð­ur. Ungt fólk í dag er líka lík­legra til að vera era kvíð­ið og þung­lynt og það að get­ur nán­ast gert út af f við kyn­líf­ið að upp­lifa slík­ar lík­ar til­finn­ing­ar. Þannig að ð þetta er flók­in flétta sem em þarf ör­ugg­lega að skoða koða nokk­uð ein­stak­lings­mið­að.“tak­lings­mið­að.“

Al­geng­ara er orð­ið rð­ið að fólk sé í óhefð­bundn­ari sam­bönd­um am­bönd­um líkt kt og fjar­sam­bönd­um önd­um eða í sam­bandi am­bandi en samt ekki kki í sam­búð og fólk býr ýr leng­ur í for­eldra­hús­um ús­um með­al ann­ars vegna egna fast­eigna­verðs erðs og auk­inn­ar menntu mennt­un­ar. n a r .

Ungt fólk í dag er líka lík­legra til að vera kvíð­ið og þung­lynt og það get­ur nán­ast gert út af við kyn­líf­ið að upp­lifa slík­ar til­finn­ing­ar.

Sig­ríð­ur Dögg Arn­ar­dótt­ir kyn­lífs­fræð­ing­ur.

Sigga Dögg seg­ir að skil­grein­ing­in á bak við sam­bönd hafi því ef til vill breyst.

Að­spurð hvort þetta sé áhyggju­efni ef lit­ið er til lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni eða fagn­að­ar­efni ef horft er til kyn­sjúk­dóma seg­ir hún það óljóst. „Það fer í raun bara eft­ir því á hvað er horft. Það er ekki minna um kyn­sjúk­dóma­smit held­ur virð­ist það vera upp á við svo þetta er ekki að skila sér þar og þeg­ar kem­ur að barneign­um þá eru aðr­ir hlut­ir uppi á ten­ingn­um eins og að kon­ur í dag verða ekki að eign­ast börn held­ur mega kjósa að vera barn­laus­ar. Það er frek­ar ný­legt að sam­fé­lag­ið opni fyr­ir slík­ar hug­mynd­ir.“Með öll­um þeim tækni­fram­förum sem hafa orð­ið til og til­komu sam­fé­lags­miðla, hvernig sýn­ir fólk hvert öðru áhuga?

„Sam­skipt­in byrja yf­ir­leitt ra­f­rænt eða þau geta byrj­að á því að rek­ast á mann­eskju en fyrsta skref er þá að fletta við­kom­andi upp, eða finna á Tind­er. Svo er spjall­að að­eins þar og svo fær­ir fólk sig yf­ir á Insta­gram og fylg­ist með story hjá hvort öðru þar og lík­ar við mynd­ir. Svo fer það jafn­vel á stefnu­mót í raun­veru­leik­an­um, og ef það geng­ur vel þá mögu­lega fer fólk á Messenger á Face­book og held­ur áfram í ra­f­ræn­um sam­skipt­um þang­að til það kannski hitt­ist aft­ur en ra­f­rænt virð­ist Face­book vera oft sein­asta víg­ið,“seg­ir Sigga Dögg. „En það virð­ist ekki vera meira um fram­hjá­höld þrátt fyr­ir til­komu sam­fé­lags­miðla. Þess­ar töl­ur hafa hald­ist nokk­uð stöð­ug­ar en skil­grein­ing­in á fram­hjá­haldi og sam­bands­form­um er að breyt­ast svo kannski þurf­um við að fara að end­ur­skil­greina okk­ur til að skilja um hvað mál­ið raun­veru­lega snýst.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.