Nýr sígauna­bar og versl­un Luna Flórens opn­uð

Á dög­un­um var skellt í veislu til að fagna opn­un nýs stað­ar á Gr­anda­garði. Gull­fal­leg­ir og of­ur­holl­ir drykk­ir og spíru­kokteil­ar í fín­um glös­um er eitt af því sem ein­kenn­ir sígauna­bar­inn Lunu Flórens.

Fréttablaðið - - TILVERAN - Gunn­þór­unn Jóns­dótt­ir

Lg­unnt­hor­[email protected]­bla­did.is

una Flórens er spenn­andi og skemmti­leg­ur stað­ur sem var opn­að­ur núna á ár­inu á Gr­anda­garði 25, í gömlu ver­búð­un­um úti á Gr­anda við hlið­ina á The Coocoo’s Nest. Ír­is Ann Sig­urð­ar­dótt­ir og Lucas Kell­er eig­end­ur Coocoo’s Nest og MINØR Cowork­ing eru fólk­ið á bak við Lunu Flórens.

„Við er­um svona að leggja loka­hönd á heild­ar­mynd­ina en er­um bú­in að opna. Okk­ur finnst voða gam­an að búa til ný kon­sept þar sem kúnn­arn­ir okk­ar fá að upp­lifa nýj­an heim. Áhuga­mál okk­ar eru oft­ast leið­ar­ljós­in að hug­mynd­un­um okk­ar,“seg­ir Ír­is Ann um hug­mynd­ina sem kvikn­aði að staðn­um.

„Luna Flórens er gip­sy bar & bout­ique. Luna er per­sóna sem við sáum fyr­ir okk­ur með ein­stak­lega góða nær­veru sem fólk get­ur heim­sótt og lið­ið vel hjá. Fal­leg­ur stað­ur fyr­ir ým­is stefnu­mót og hitt­inga, vinnufundi og inn­blást­ur. Hér er hægt að fá ým­is fal­leg te, holla safa og spenn­andi kokteila.“

Í Lunu er einnig hægt að kaupa ým­is­legt eins og krist­alla, plönt­ur og an­t­ík­muni. Einnig er hægt að fá flest all­ar veit­ing­ar sem eru í boði á The Coocoo’s Nest yf­ir á Lunu þar sem það er op­ið á milli stað­anna.

„Það er nóg að gera en þannig þríf­umst við best enda er þetta allt áhuga­mál okk­ar og þótt það geti stund­um ver­ið yf­ir­þyrm­andi þá er þetta að mestu bara skemmti­legt. Ég vinn einnig sem ljós­mynd­ari og rek MINØR Cowork­ing sem eru vinnu­stof­ur fyr­ir lista­menn og eru einnig úti á Gr­anda þannig að okk­ur leið­ist ekki,“seg­ir Ír­is Ann.

Á dög­un­um var hald­in smá gleði á nýja staðn­um en Ás­laug Sn­orra­dótt­ir ljós­mynd­ari hef­ur tek­ið þátt í sköp­un Lunu og sá um að stjana við nýja gesti Lunu.

„Ég kol­féll fyr­ir Lunu Flórens þeg­ar Ír­is nefndi hana við mig fyr­ir tveim­ur ár­um en þá var hún að mynda heim­ili mitt fyr­ir vef­rit­ið Island­ers. Ég bauð upp á alls kon­ar spíru­kokteila sem hún sagði myndu smellpassa á Bar í blóma sem hann er líka kall­að­ur, sígauna­bar­inn henn­ar Íris­ar Ann,“seg­ir Ás­laug. „Við Ír­is höf­um brall­að margt sam­an og döns­um í líf­inu í svip­uð­um takti.“Mynd­ir segja meira en þús­und orð.

Okk­ur finnst voða gam­an að búa til ný kon­sept þar sem kúnn­arn­ir okk­ar fá að upp­lifa nýj­an heim.

Ír­is Ann Sig­urð­ar­dótt­ir, ljós­mynd­ari og eig­andi Lunu Flórens, The Coocoo’s Nest og MINØR Cowork­ing.

Ás­laug Sn­orra­dótt­ir ljós­mynd­ari er þekkt fyr­ir lit­rík­an og fal­leg­an stíl.

Ír­is Ann og Lucas setja svip sinn á Gr­anda­garð og reka þrjár fal­leg­ar ein­ing­ar.

Gr­anatepla­drykk­ur með spír­um er eitt­hvað sem all­ir ættu að prófa.

Fl­at­kök­ur með alls kyns gúm­mel­aði.

Ljúf­feng­ur og grænn spíru­kokteill.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.