Inn­flutn­ings­versl­un­in ræð­ir að­al­at­riði og auka­at­riði

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ög­mund­ur Jónas­son fv. al­þing­is­mað­ur

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ir í Frétta­blaðs­grein, föstu­dag­inn 25. janú­ar, að ástæða sé til að vara við því að um­ræða um sektarálög­ur, sem inn­flutn­ings­versl­un­inni hlotn­að­ist ný­lega úr vasa skatt­greið­enda og nem­ur millj­örð­um króna, verði ekki látn­ar drepa um­ræð­unni um að­al­at­riði þess­ar­ar maka­lausu sekt­ar á dreif.

Þetta orða­lag, „maka­laus sekt“, er að sjálf­sögðu mitt en ekki Andrés­ar Magnús­son­ar. Ég hef nefni­lega skrif­að um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að inn­flutn­ings­versl­un­in hafi inn­heimt frá neyt­end­um hinar um­deildu álög­ur sem sett­ar voru á inn­flutt hrátt kjöt og síð­an feng­ið „skaða sinn“bætt­an frá sama fólki, en að þessu sinni sem skatt­greið­end­um. Sá sem aldrei varð fyr­ir skaða varð þannig tví­bætt­ur!

Hið ósið­lega í þessu máli er þó ekki að­eins sú ósvífni að fara með þess­um hætti fram gegn neyt­end­um og skatt­greið­end­um held­ur hitt að stilla sér upp með gróða­öfl­um sem ekk­ert gefa fyr­ir til­raun­ir stjórn­valda til að stuðla að mat­væla­ör­yggi í land­inu með því að sporna gegn inn­flutn­ingi á kjöti sem lík­ur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæm­in sanna í fram­leiðslu­lönd­un­um. Þar er þessi vandi við­ur­kennd­ur og menn hafa áhyggj­ur af hon­um. Hér á landi hef­ur inn­flutn­ings­versl­un­in áhyggj­ur af því að Ís­lend­ing­um skuli mein­að að fá á sín­ar herð­ar sam­bæri­leg vanda­mál og fólk glím­ir við ann­ars stað­ar. Und­ar­legt má það heita að geta ekki glaðst yf­ir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eft­ir því sem frek­ast er unnt.

Andrés seg­ir að ótví­ræð nið­ur­staða eft­ir­lits­að­ila í Brus­sel og Hæsta­rétt­ar Ís­lands sé merg­ur­inn máls­ins og að baga­legt sé að um­ræð­an skuli ekki hafa snú­ist um þetta held­ur „um sýkla­lyfja­ónæmi og um mat­væla­ör­yggi al­mennt“. Nú hljóti stjórn­völd að bregð­ast við „í formi við­eig­andi laga­frum­varpa … Það er að­al­at­riði þessa máls“.

Ekki ætla ég að vé­fengja þörf á breytt­um lög­um og þá hugs­an­lega einnig samn­ing­um Ís­lend­inga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að nú­ver­andi reglu­verk trygg­ir ekki mat­væla­ör­yggi Ís­lend­inga sem skyldi. Það er að­al­at­riði þessa máls!

Hér á landi hef­ur inn­flutn­ings­versl­un­in áhyggj­ur af því að Ís­lend­ing­um skuli mein­að að fá á sín­ar herð­ar sam­bæri­leg vanda­mál og fólk glím­ir við ann­ars stað­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.