Ná­um ekki fram orku­skipt­um í sam­göng­um án vetn­is

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Ing­unn Ag­nes Kro, fram­kvæmda­stjóri skrif­stofu- og sam­skipta­sviðs Skelj­ungs, hef­ur ver­ið lengi í ol­íu­geir­an­um. Nú leið­ir hún fyr­ir­tæk­ið inn í nýja tíma, þar sem end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar gegna æ stærra hlut­verki, og seg­ir hún vetn­ið eiga eft­ir að leika þar al­gjört lyk­il­hlut­verk.

Það kem­ur frek­ar fyr­ir að ut­an­húss­að­il­ar geti ver­ið með ein­hvern snúð. Þá hef ég samt lúmskt gam­an af því að mæta van­met­in til leiks.

Ef við ætl­um okk­ur að ná fram orku­skipt­um í sam­göng­um, þá þurf­um við að nýta vetn­ið. Það eru ekki ein­ung­is mín orð held­ur hafa bæði for­stjóri ON sem leitt hef­ur raf­bíla­væð­ing­una og stjórn­ar­formað­ur N1 einnig sagt það op­in­ber­lega,“seg­ir Ing­unn Ag­nes Kro, fram­kvæmda­stjóri skrif­stofu- og sam­skipta­sviðs Skelj­ungs, en hún leið­ir vetn­i­svæð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi.

Ork­an, sem er í eigu Skelj­ungs, hef­ur tek­ið fyrsta skref­ið í átt til fram­tíð­ar og er nú eina fjöl­orku­fé­lag­ið á Íslandi sem býð­ur upp á fjöl­breytt og nú­tíma­legt úr­val orku­gjafa; vetni, raf­magn, met­an og olíu. Skelj­ung­ur, með Ing­unni í broddi fylk­ing­ar, er þess full­viss að vetn­ið muni á fá­ein­um ár­um festa sig í sessi sem orku­gjafi fyr­ir far­ar­tæki.

Lengri vega­lengd á vetn­inu án hleðslu

„Það eru nokkr­ir þætt­ir sem gera vetn­ið að spenn­andi kosti. Út frá neyt­and­an­um þá er upp­lif­un­in eins og að vera á venju­leg­um bíl. Til að mynda kemstu mun lengra en á venju­leg­um raf­magns­bíl. Þeir vetn­is­bíl­ar sem nú eru í notk­un á Íslandi hafa ek­ið ríf­lega 500 km á ein­um tanki, ekki sam­kvæmt ein­hverri upp­gef­inni drægni held­ur í raun­veru­leg­um ís­lensk­um kring­um­stæð­um. Nýj­asti bíll­inn frá Hyundai, sem einnig er kom­inn til lands­ins, fer um 700 kíló­metra á tank­in­um. All­ir þess­ir kíló­metr­ar á hreinni orku. Eini út­blástur­inn frá vetn­is­bíl­un­um er vatn og það er svo hreint að það má drekka það beint úr púströr­inu,“seg­ir hún. „Þá tek­ur ekki nema 3-5 mín­út­ur að fylla vetn­istank­inn á einni af vetn­is­stöðv­um Ork­unn­ar. Neyt­and­inn þarf þannig ekki að breyta neyslu­hegð­un sinni en get­ur þrátt fyr­ir það ver­ið á 100% vist­væn­um bíl. Það eru nefni­lega ekki til stað­ar raf­magns­inn­við­ir í land­inu til þess að við get­um öll ver­ið á raf­magns­bíl­um. Það geta ekki all­ir hlað­ið raf­magns­bíla heima hjá sér og á með­an hrað­hleðslu­stöð ann­ar kannski 2 bíl­um á klukku­stund get­ur ein vetn­is­dæla þjón­u­stað allt að 20 bíla. Svo eru ákveðn­ar bif­reið­ar sem þarf að vera hægt að aka í lengri tíma eða þurfa að vera ávallt til taks, svo sem lög­reglu­bíl­ar, sjúkra­bíl­ar, leigu­bíl­ar og fyr­ir­tækja­bíl­ar. Vetn­is­bíll er sér­lega góð lausn fyr­ir fyr­ir­tæki sem vilja vera um­hverf­i­s­væn en þurfa að hafa bif­reið­arn­ar sín­ar í fullri notk­un. Í raun held ég að flest fyr­ir­tæki myndu vilja nýta bif­reið­arn­ar sín­ar á þann hátt.“

Ing­unn seg­ir þó jafn­framt að hún sé ekki að taka slag­inn um það hvort í fram­tíð­inni mun­um við öll aka um á raf­bíl­um eða á vetn­is­bíl­um. Hún telji að flot­inn muni sam­an­standa af báð­um val­kost­um. Raf­magn sé af­ar ódýrt á Íslandi. Hafi fólk tök á því að hlaða bíl­ana sína heima og þurfi ekki að ferð­ast á þeim lengri vega­lengd­ir, þá geti raf­magns­bíll ver­ið besti kost­ur­inn. Sé það hins veg­ar ekki stað­an og ef bíll­inn þarf að vera í meiri notk­un eða kom­ast lengri vega­lengd­ir tel­ur hún vetn­is­bíl vera besta kost­inn. Vetn­ið sé kjör­ið á stærri bif­reið­ar, svo sem rút­ur og flutn­inga­bíla. Strætó muni vera kom­inn með 5 vetn­is­vagna á ár­inu 2020 og ver­ið sé að vinna að því að út­vega vetn­is­flutn­inga­bíla fyr­ir Öl­gerð­ina og Eim­skip. Ekki þurfi að verja plássi í stór og þung batte­rí, held­ur sé í vetn­is­bíl­um lít­ið batte­rí en einnig vetn­istank­ur sem hægt sé að hafa stór­an eða lít­inn eft­ir þörf­um. „Vetni er létt­asta frum­efn­ið svo það ligg­ur eng­in þyngd í því. Bíl­arn­ir kom­ast um 500 km á 5 kg. Það er vissu­lega líka batte­rí í vetn­is­bíl­um, en mun minna en í raf­magns­bíl,“seg­ir Ing­unn.

Ing­unn seg­ir að hún og Skelj­ung­ur séu ekki að synda á móti straumn­um í raf­væð­ingu bíla­flot­ans. Þau séu miklu frek­ar að synda með. „Vetn­ið bæt­ir upp kost­ina sem raf­magns­bíl­ana vant­ar, bæði hvað varð­ar drægn­ina og hleðslu­tím­ann en ekki síð­ur hvernig við nýt­um bet­ur nú­ver­andi inn­viði.“

Betri nýt­ing nátt­úru­auð­lind­anna

Sí­auk­in áhersla er lögð á nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í heim­in­um, svo sem vind-, vatns­og sól­ar­orku. Ing­unn kem­ur inn á það að ekki sé hægt að stjórna slíkri fram­leiðslu til hlít­ar þar sem þess­um orku­gjöf­um sé ekki stjórn­að af mann­in­um. Í ofanálag þurfi ekki að fara sam­an sá tími sem fram­leiðsla á sér stað og sá tími sem þörf er fyr­ir notk­un ork­unn­ar. Ein­falt dæmi sé ef vind­ur­inn blæs ein­ung­is að nóttu til. Vegna þessa skap­ist í heim­in­um gíf­ur­leg þörf fyr­ir geymslu þeirr­ar raf­orku sem verð­ur til á með­an við þurf­um hana ekki, t.d. þeg­ar við sof­um. Sér­fræð­ing­ar hafi kom­ist að raun um að heppi­legt sé að geyma raf­ork­una í formi vetn­is en ekki t.d. á batte­rí­um. Vetni megi síð­an nota beint til þess að knýja bif­reið­ar og nýta þar með end­ur­nýj­an­lega orku sem ann­ars hefði far­ið til spill­is.

„Sam­fé­lag­ið nýt­ir raf­magn­ið á dag­inn en á nótt­unni renn­ur vatn­ið úr fall­vatns­virkj­un­um til sjáv­ar og ekk­ert er gert með það. En það er hægt að nýta það. Nota nótt­ina til að fram­leiða vetni. Þannig nýt­um við nátt­úru­auð­lind­irn­ar okk­ar best, sem leið­ir til þess að það þarf ekki að virkja eins mik­ið til að mæta orku­þörf fram­tíð­ar­inn­ar.“

Vetn­ið nú þeg­ar fá­an­legt

Tvær vetn­is­stöðv­ar eru komn­ar upp og sú þriðja á leið­inni. Ein er á Fitj­um í Reykja­nes­bæ og önn­ur við Vest­ur­lands­veg. Um stað­setn­ing­arn­ar seg­ir Ing­unn að stöð­in við Vest­ur­lands­veg sé við hlið Strætó og stað­setn­ing­in í Reykja­nes­bæ hafi ver­ið val­in með flug­vall­ar­um­ferð­ina í huga; bíla­leigu­bíla, leigu­bíla og rút­ur. Borg­ar­yf­ir­völd og bæj­ar­yf­ir­völd í Reykja­nes­bæ hafi jafn­framt sýnt þess­um mál­um mik­inn stuðn­ing og áhuga. Val­ið á þriðju stöð­inni hafi ekki ver­ið eins aug­ljóst en Mikla­braut hafi svo orð­ið fyr­ir val­inu, þar sem sú stöð sé í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar, sem sé án efa fjöl­menn­asti lands­hlut­inn. Þar muni Ork­an bjóða upp á vetni, met­an, raf­magn og olíu. Aug­ljós­lega þurfi svo að koma upp stöðv­um hring­inn í kring­um land­ið og ver­ið sé að skoða næstu skref.

Ing­unn hef­ur senn starf­að í 10 ár hjá Skelj­ungi. Að­spurð hvort olíu­brans­inn sé ekki karllæg­ur seg­ir hún svo vera. „Hjá Skelj­ungi eru kon­ur minni hluti starfs­manna. En þó fyr­ir­tæk­ið sé kannski karllægt er nú lít­ið um karlrembu. Starfs­bræð­ur mín­ir hjá Skelj­ungi hafa tek­ið mér vel strax frá upp­hafi, hvort sem um ræð­ir aðra fram­kvæmda­stjóra, bíl­stjóra eða sölu­menn. Það kem­ur frek­ar fyr­ir að ut­an­húss­að­il­ar geti ver­ið með ein­hvern snúð. Þá hef ég samt lúmskt gam­an af því að mæta van­met­in til leiks.“

Að lok­um seg­ir Ing­unn orku­skipt­in okk­ur öll­um hug­leik­in, „Ég á þrjár ynd­is­leg­ur stelp­ur og auð­vit­að skipt­ir það mig en ekki síð­ur okk­ur öll gríð­ar­legu máli að búa þannig um hnút­ana að kom­andi kyn­slóð­ir geti not­ið góðs af jörð­inni. Ég held að allt starfs­fólk Skelj­ungs sé sam­mála um það. Mik­il­vægt er að við stíg­um réttu skref­in og við trú­um því að vetn­ið sé þar í lyk­il­hlut­verki.“

Ing­unn Ag­nes Kro við vetn­is­stöð­ina á Vest­ur­lands­vegi. Hún leið­ir Skelj­ung inn í nýja tíma, þar sem end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar gegna æ stærra hlut­verki.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Ing­unn Ag­nes Kro á skrif­stofu sinni í Borg­ar­túni. Skelj­ung­ur, með hana í broddi fylk­ing­ar, er þess full­viss að vetn­ið muni á fá­ein­um ár­um festa sig í sessi sem orku­gjafi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.