Elska töl­ur og að finna út úr hlut­un­um fyr­ir við­skipta­vini

Fast­land veit­ir fjöl­breytta fjár­mála­þjón­ustu til fyr­ir­tækja og ein­yrkja, frá ein­földu bók­haldi yf­ir í flókn­ari fjár­mála­stjórn­un auk þess að sjá um öll sam­skipti við skatta­yf­ir­völd og aðra op­in­bera að­ila. Í mars mun Fast­land fagna tíu ára af­mæli og þá verð

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - St­arri Freyr Jóns­son MYND­IR/SIGTRYGGUR ARI st­[email protected]­bla­did.is

Fast­land veit­ir fjöl­breytta fjár­mála­þjón­ustu til smærri og stærri fyr­ir­tækja og ein­yrkja og má þar nefna færslu bók­halds, um­sjón launa­mála og árs­upp­gjöra ásamt sam­skipt­um við skatta­yf­ir­völd, seg­ir Silja Dögg Ósvalds­dótt­ir, við­skipta­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri Fast­lands. „Þjón­ust­an get­ur ver­ið allt frá því að sjá um ein­falt bók­hald upp í að vera gjald­keri og sjá um fjár­mála­stjórn­un fyr­ir við­skipta­vin­inn. Við sjá­um um öll sam­skipti við skatta­yf­ir­völd, inn­heimtu­menn rík­is­sjóðs og aðra op­in­bera að­ila og stytt­um all­ar boð­leið­ir með ra­f­ræn­um skil­um. Einnig vinn­um við tölu­vert af ým­iss kon­ar grein­ing­um varð­andi fjár­flæði og áætlana­gerð­ir sem auð­velda stjórn­end­um að taka ákvarð­an­ir varð­andi rekst­ur­inn og fram­tíð­ina.“

Skatt­fram­töl og árs­reikn­ing­ar eru einnig stór hluti af þjón­ustu Fast­lands fyr­ir bæði ein­stak­linga og lög­að­ila. „Við­skipta­vin­ir okk­ar starfa á svo ólík­um vett­vangi en það sem skipt­ir mestu máli er að við leggj­um okk­ur fram við að að­stoða þá við að ná betri ár­angi í rekstri og ut­an­um­haldi á hon­um og reyn­um um leið að gera þetta svo­lít­ið skemmti­legt.“

Stöð­ug­ur vöxt­ur

Und­an­far­in ár hef­ur vöxt­ur­inn ver­ið mest­ur í frek­ari þjón­ustu við hefð­bundna bók­halds­þjón­ustu þar sem fyr­ir­tæki út­vista af­mörk­uð­um hlut­um fjár­mála­stjórn­un­ar­inn­ar til Fast­lands, s.s. út­reikn­ing­um launa og ut­an­um­haldi varð­andi frí­daga, veik­inda­daga og jafn­vel að greiða laun­in út. „Það skipt­ir miklu máli að þess­ir hlut­ir séu alltaf í lagi þar sem launa­mál eru mik­ið til­finn­inga­mál. Einnig er gott fyr­ir fram­kvæmda­stjóra að út­vista slík­um mál­um þannig að það sé ut­an­að­kom­andi þjón­ustu­að­ili sem sjái um launa­mál­in en ekki starfs­mað­ur inn­an­húss. Einnig er mik­ill vöxt­ur í ráð­gjöf við rekst­ur­inn sjálf­an og um leið að að­stoða fyr­ir­tæki við að finna hv­ar sé ver­ið að leka pen­ing­um.“

Ein skvísa á ári

Hjá Fast­landi vinna nú níu skvís­ur að sögn Silju og seg­ir hún þurfa að vera gam­an í vinn­unni svo það sé gam­an að koma til þeirra. „Við elsk­um all­ar töl­ur og að finna út úr hlut­un­um. Fast­land hef­ur vax­ið um u.þ.b. eina skvísu á ári frá því að fyr­ir­tæk­ið var stofn­að svo þetta hef­ur þró­ast í að vera vin­konu­hóp­ur á öll­um aldri sem all­ar elska að sjá um fjár­hag­stengd mál við­skipta­vina okk­ar. „Fast­land hef­ur vax­ið um u.þ.b. eina skvísu á ári frá því að fyr­ir­tæk­ið var stofn­að svo þetta hef­ur þró­ast í að vera vin­konu­hóp­ur á öll­um aldri sem all­ar elska að sjá um fjár­hag­stengd mál við­skipta­vina okk­ar,“seg­ir Silja Dögg Ósvalds­dótt­ir.

Við­skipta­vin­ir okk­ar tala beint við þær sem eru að vinna að við­kom­andi verk­efni en það geta í sum­um til­fell­um ver­ið nokkr­ir starfs­menn að sjá um mis­mun­andi hluti fyr­ir sama við­skipta­vin­inn. Þannig ná­um við upp sér­hæf­ingu og sér­þekk­ingu s.s. í launa­mál­um, grein­ing­um, reikn­inga­gerð, fjár­hags­bók­haldi, upp­gjör­um o.s.frv.“

Fast­land verð­ur tíu ára í mars og ætla starfs­menn að halda upp á það með pompi og prakt, seg­ir Silja.

Nýj­ustu upp­lýs­ing­ar

Það sem skipt­ir við­skipta­vin­inn mestu máli að sögn Silju er að vera alltaf með rétt­ar og nýj­ustu upp­lýs­ing­ar til að taka ákvarð­an­ir. „Ef upp­lýs­ing­arn­ar eru ekki rétt­ar og ekki nýj­ar þá taka stjórn­end­ur ekki rétt­ar ákvarð­an­ir. Einnig skipt­ir lip­urð og við­mót við þjón­ust­una miklu máli. Þess vegna reyn­um við að leysa fljótt og vel úr öll­um mál­um sem koma inn á borð til okk­ar með bros á vör. Það skipt­ir svo miklu máli að við sé­um að þjón­usta og að­stoða, sama hvert vanda­mál­ið er. Við dæm­um aldrei, bara leys­um úr því sem þarf að leysa og að­stoð­um fólk í að ná meiri ár­angri.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar á www.fast­land.is.

Ás­dís St­ur­laugs­dótt­ir (t.v.) er einn níu starfs­manna Fast­lands og vinn­ur mest í upp­gjör­um fyr­ir ým­is fyr­ir­tæki. Silja Dögg Ósvalds­dótt­ir fer yf­ir stöð­una með henni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.