Upp­lif­un að koma á Hótel Holt

Hótel Holt er rót­gró­ið hótel í Þing­holt­un­um og er bleika neon­skilt­ið á þaki þess fyr­ir löngu orð­ið eitt af kenni­leit­um Reykja­vík­ur. Fyrsta hæð hót­els­ins er frið­uð og er upp­lif­un að koma þang­að inn.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Vera Ein­ars­dótt­ir

[email protected]­bla­did.is

Hótel Holt var stofn­að ár­ið 1965 inni í miðju íbúð­ar­hverfi og er það hluti af sjarm­an­um sem það býr yf­ir. Fyrsta hæð hót­els­ins var frið­uð ár­ið 2012, en inn­rétt­ing­arn­ar eru hann­að­ar af hús­gagna- og inn­an­húss­arki­tekt­in­um Gunn­ari Magnús­syni. Þær eru hag­an­lega smíð­að­ar og þykja mik­il prýði. Vegg­ina prýð­ir síð­an fjöldi mál­verka og teikn­inga eft­ir Jó­hann­es S. Kjar­val og fleiri frum­kvöðla ís­lenskr­ar mynd­list­ar. „Flest­um þyk­ir mik­il upp­lif­un að koma hing­að inn og eru all­ir hjart­an­lega vel­komn­ir,“seg­ir eig­and­inn Geir­laug Þor­valds­dótt­ir, en hún er dótt­ir stofn­end­anna Þor­vald­ar Guð­munds­son­ar og Ingi­bjarg­ar Guð­munds­dótt­ur. Eitt best geymda leynd­ar­mál hót­els­ins er að sögn Geir­laug­ar funda-, veislu- og ráð­stefnu­sal­ur­inn Þing­holt sem er af­skap­lega hlý­leg­ur. Hann hef­ur virðu­legt yf­ir­bragð og býð­ur upp á gott næði. Í saln­um er pí­anó og gott pláss fyr­ir ým­is tón­list­ar­at­riði. Inn af barn­um í Þing­holti er síð­an Kjar­vals­stofa, sem er ná­kvæm eft­ir­lík­ing af vinnu­stofu Kjar­vals.

Þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn var veit­inga­stað­ur hót­els­ins, Holt Restaurant, opn­að­ur á ný eft­ir breyt­ing­ar og er rekst­ur hans nú í hönd­um hót­els­ins. „Við höf­um með­al ann­ars lát­ið end­ur­smíða gömlu stól­ana sem voru upp­haf­lega í veit­inga­saln­um og þyk­ir hafa tek­ist vel til,“seg­ir Geir­laug. Veit­inga­stað­ur­inn hef­ur frá upp­hafi ver­ið fyrsta flokks. Eld­hús­ið er byggt á klass­ísk­um grunni, þar sem ein­fald­leik­inn leyf­ir hrá­efn­inu að njóta sín. „Ólíkt því sem marg­ir halda er eng­in skylda að mæta í smók­ing þó um­hverf­ið sé fág­að. Stað­ur­inn er ekki dýr­ari en aðr­ir og all­ir vel­komn­ir, hvort sem er í spari­föt­um eða galla­bux­um,“seg­ir Geir­laug létt í bragði, en hún hef­ur stýrt hót­el­inu frá ár­inu 2004.

Á hverj­um degi er boð­ið upp á lista­göngu um hót­el­ið og hefst hún klukk­an 17.30 en þá fá gest­ir leið­sögn um mörg lyk­il­verk í lista­sögu Ís­lands sem prýða veggi. „Við er­um þó ekki list­fræð­ing­ar,“tek­ur Geir­laug fram, „en eig­um marg­ar skemmti­leg­ar sög­ur sem tengj­ast verk­un­um.“

Marg­ir af er­lend­um gest­um Hótels Holts tala að sögn Geir­laug­ar um að það sé ein­stök upp­lif­un að koma þang­að inn. „Þeir segja að hót­el­ið sé ólíkt öðr­um hót­el­um á heimsvísu og ættu Ís­lend­ing­ar í leit að upp­lif­un ekki að láta það fram hjá sér fara að skyggn­ast hérna um. Að­gengi er gott og nóg af bíla­stæð­um.“

Geir­laug hef­ur kom­ið víða við á löng­um ferli og starf­aði lengst af sem kenn­ari. Hún vann með námi á Hótel Holti og sem mót­töku­stjóri á Hótel Loft­leið­um á upp­hafs­ár­um þess. Hún hef­ur ver­ið eig­andi Hótels Holts frá ár­inu 2004.

Stofn­end­ur Hótels Holts, þau Þor­vald­ur Guð­munds­son og Ingi­björg Guð­munds­dótt­ir voru mik­ið áhuga­fólk um list­ir, menn­ingu og sögu. Veggi hót­els­ins prýða mörg lyk­il­verk ís­lenskr­ar lista­sögu.

Ráð­stefnu-, funda- og veislu­sal­ur­inn Þing­holt er eitt best geymda leynd­ar­mál hót­els­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.