Hvað? Hvenær? Hv­ar? Fimmtu­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - hv­[email protected]­bla­did.is

31. JANÚ­AR 2019 Við­burð­ir

Hvað? FKA há­tíð­in 2019

Hvenær? 16.30

Hv­ar? Gamla bíó

FKA há­tíð­in er nú hald­in í 20. sinn við há­tíð­lega at­höfn þar sem kon­ur úr at­vinnu­líf­inu eru heiðr­að­ar. Há­tíð­in fer fram fimmtu­dag­inn 31. janú­ar í Gamla bíói. Hús­ið opn­að kl. 16.00 og at­höfn­in hefst stund­vís­lega kl. 16.30. Veitt­ar verða við­ur­kenn­ing­ar þrem­ur kon­um sem hafa ver­ið kon­um í at­vinnu­líf­inu sér­stök hvatn­ing og fyr­ir­mynd. FKA há­tíð­in er op­inn við­burð­ur hjá FKA þar sem við fögn­um með fé­lags­kon­um og at­vinnu­líf­inu.

Hvað? End­ur­greiðsl­ur á hljóð­rit­un­ar­kostn­aði

Hvenær? 17.00

Hv­ar? Útón, Lauga­vegi

Ár­ið 2016 tóku gildi lög um tíma­bundn­ar end­ur­greiðsl­ur vegna hljóð­rit­un­ar á tónlist en í þeim felst að hægt er að fá 25% end­ur­greiðslu á kostn­aði sem fell­ur til við hljóð­rit­un. Á þess­um fræðslufundi fá­um við góða gesti sem munu fara yf­ir helstu þætti lag­anna auk þess sem við mun­um kynna nýtt verk­efni, Record in Ice­land, sem mun hafa það markmið að kynna end­ur­greiðsl­urn­ar er­lend­is.

Hvað? Mál­stofa um svefn – Vit­und­ar­vakn­ing um geð­heil­brigði í HR Hvenær? 12.00

Hv­ar? Stofa M-104

Svefn – skipt­ir hann máli fyr­ir líð­an og frammi­stöðu? Fund­ar­stjóri er dr. Erla Björns­dótt­ir. Fyr­ir­lestr­ar, Að vera í takt við tím­ann – dr. Björg Þor­leifs­dótt­ir, Af hverju get ég ekki sof­ið? – dr. Erla Björns­dótt­ir, Skipt­ir byrj­un skóla­tíma máli? Vaka Rögn­valds­dótt­ir, Kof­f­ein – falsk­ur vin­ur, dr. Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir, Hug­leið­ing um svefn­venj­ur, líð­an og af­köst há­skóla­nema, Sonja Björg Jó­hanns­dótt­ir MPM, nem­andi við HR, og Vökumara­þon – reynslu­saga Hálf­dáns Stein­þórs­son­ar.

Tónlist

Hvað? Jún­íus Mey­vant í Bæj­ar­bíói Hvenær? 20.30

Hv­ar? Bæj­ar­bíó Tón­list­ar­mað­ur­inn Jún­íus Mey­vant gaf út nýja breið­skífu þann 25. janú­ar síð­ast­lið­inn. Af því til­efni er hann á leið í mikla tón­leika­ferð um heim­inn sem hann ætl­ar að þjófst­arta á Ísland­inu góða. Tón­leika­ferð­in hefst í Bæj­ar­bíói í Hafnar­firði og þar næst í Al­þýðu­hús­inu í Vest­manna­eyj­um, áð­ur en hald­ið verð­ur út fyr­ir land­stein­ana. Hvað? Valdi­mar í Skyr­gerð­inni, Hvera­gerði Hvenær? 20.00

Hv­ar? Skyr­gerð­in, Breiðu­mörk Fjórða breið­skífa sveit­ar­inn­ar, Sitt sýn­ist hverj­um, kom út í sept­em­ber síð­ast­liðn­um og vakti verð­skuld­aða at­hygli. Lög­in Of seint, Blokk­in og Stimpla mig út hafa í kjöl­far­ið feng­ið tölu­verða út­varps­spil­un og af því til­efni ætl­ar hljóm­sveit­in að leika nýju lög­in í bland við eldri í Skyr­gerð­inni í Hvera­gerði fimmtu­dags­kvöld­ið 31. janú­ar.

Hvað? Una Stef & Andrés Þór í Peter­sen svít­unni

Hvenær? 21.00

Hv­ar? Peter­sen svít­an Söng­kon­an Una Stef og gít­ar­leik­ar­inn Andrés Þór leika fyr­ir gesti Peter­sen svít­unn­ar í kvöld, 31. janú­ar. Á efn­is­skránni verða djass­hús­gang­ar og pop­p­lög úr ýms­um átt­um í ljúf­um út­setn­ing­um tví­eyk­is­ins.

Hvað? Tón­skálda­spjall við Önnu Þor­valds­dótt­ur

Hvenær? 18.30

Hv­ar? Harpa Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands stend­ur fyr­ir tón­skálda­spjalli við Önnu Þor­valds­dótt­ur, stað­ar­tón­skáld hljóm­sveit­ar­inn­ar, í til­efni af frum­flutn­ingi á Íslandi á verk­inu Metacos­mos eft­ir Önnu síð­ar um kvöld­ið. Verk­ið var pant­að af Fíl­harm­ón­íu­hljóm­sveit­inni í New York og flutt und­ir stjórn EsaPekka Salon­en í apríl síð­ast­liðn­um og er það þeg­ar kom­ið á efn­is­skrá hjá mörg­um helstu hljóm­sveit­um heims.

Hvað? Lengi lifi Lar­sen!

Hvenær? 20.00 Hv­ar? Iðnó Ein­stök kvöld­stund með Mads Mou­ritz & hljóm­sveit + sér­stak­ir gest­ir. Tón­leik­ar til minn­ing­ar um Kim Lar­sen. Hljóm­sveit kvölds­ins: Magnús Trygva­son Eli­assen, Ingi­björg Elsa Turchi, Hróð­mar Sig­urðs­son, Árni Guð­jóns­son.

Fyr­ir­lest­ur

Hvað? Ey-Lív fé­lags­fund­ur Hvenær? 20.00 Hv­ar? Hjalt­eyr­ar­gata 12

Kynn­ing á út­rás Ís­lend­inga í sleð­aferð­ir til USA og Kan­ada í máli og mynd­um. Eft­ir kynn­ing­una ætti öll­um að vera fært að bóka sér ferð við hæfi ef þeir vilja og mun­um við koma ra­f­rænni sam­an­tekt á fé­lags­menn eft­ir kynn­ingu. Sleða­menn ætla að hitt­ast í fund­ar­sal Súlna kl. 20.00.

Hvað? Þorra­þræll Líf­l­ands, Varma­hlíð Hvenær? 11.30

Hv­ar? Hótel Varma­hlíð Þorra­þræll, fræðslufund­ir Líf­l­ands, verða haldn­ir 28.-31. janú­ar 2019. Að þessu sinni verð­ur fjall­að um stein- og bæti­efna­fóðr­un jórt­ur­dýra og mik­il­vægi þeirra í kjöt- og mjólk­ur­fram­leiðslu. Fyr­ir­lestr­ar verða haldn­ir á ensku, af Gert­on Hu­ism­an og Jacob Huiz­ing, sér­fræð­ing­um í fóðr­un naut­gripa, ásamt ráð­gjöf­um Líf­l­ands. Er­ind­in verða þýdd á ís­lensku. Þeir sem mæta á fund­inn verða leyst­ir út með veg­leg­um gjafa­pakka með vör­um sem nýt­ast öll­um kúa­bænd­um. Að auki verða til­boð á bæti­efn­um og öðr­um vör­um í versl­un­um Líf­l­ands um allt land með­an á fræðslufund­un­um stend­ur. Boð­ið verð­ur upp á létt­ar veit­ing­ar.

Sýn­ing­ar

Hvað? Ragn­ar Kjart­ans­son– Figures in Landscape

Hvenær? 17.00

Hv­ar? Gallery i8

Fíg­úr­ur í hvít­um slopp­um ráfa um mann­gert lands­lag, staldra við og drepa tím­ann. Þau eru til okk­ar kom­in sem full­trú­ar kaldr­ar rök­hyggju, vís­inda og fram­fara, mann­kyn­inu

til handa. Sem mynd á fleti höf­um við séð þau áð­ur, hvort held­ur sem er í sov­ésk­um lág­mynd­um eða vegg­mynd­um Diego Ri­vera um Ford-verk­smiðj­una. Nú er­um við hins veg­ar kom­in á 21. öld­ina og mað­ur­inn er ekki leng­ur rétt­mæt­ur drottn­ari jarð­ar­inn­ar held­ur frek­ar plága sem stefn­ir hnett­in­um í glöt­un.

FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

Kim Lar­sen var stór­kost­leg­ur tón­list­ar­mað­ur og mun Bubbi Mort­hens með­al ann­ars heiðra heið­ur­s­tón­leik­ana með nær­veru sinni.

Ragn­ar Kjart­ans­son opn­ar sýn­ing­una Figures in Landscape í Gallery i8 dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.