Upp­stokk­un í stjórn­sýsl­unni

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – dfb

Borg­ar­ráð sam­þykkti í gær að leggja nið­ur skrif­stofu eigna­og at­vinnu­þró­un­ar (SEA) eft­ir að hún fékk út­reið í skýrslu um fram­kvæmd­irn­ar við Naut­hóls­veg 100, end­ur­bæt­ur á bragg­an­um marg­um­tal­aða.

Sam­þykkt­ar voru fleiri breyt­ing­ar sem taka gildi 1. júní en vinn­an að þeim var leidd af for­manni borg­ar­ráðs, Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur.

„Þarna er­um við enn frem­ur að skýra ábyrgð og að stjórn­sýsl­an sé gegn­sæ með það að mark­miði að bæta þjón­ustu við borg­ar­búa og tryggja skil­virk­ari stjórn­sýslu, sem mun gagn­ast okk­ur öll­um,“seg­ir Þór­dís Lóa.

Tíu aðr­ar breyt­ing­ar voru kynnt­ar í gær, en með­al þeirra er að leggja nið­ur fjár­mála­skrif­stofu og skrif­stofu þjón­ustu og rekst­urs.

Til verða þrjú ný kjarna­svið, svið þjón­ustu og ný­sköp­un­ar, svið mannauðs og starfs­um­hverf­is og svið fjár­mála og áhættu­stýr­ing­ar. Þá fær inn­kauparáð auk­ið hlut­verk auk þess sem starf reglu­varð­ar Reykja­vík­ur­borg­ar verð­ur eflt. Með þess­um breyt­ing­um er lögð áhersla á vand­aða, skil­virka fram­kvæmd og ákvarð­ana­töku.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.