FÁSES vill end­ur­skoða tungu­mála­reglu

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

FÁSES, fé­lag áhuga­fólks um Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu á dög­un­um þar sem að­stand­end­ur Söngv­akeppn­inn­ar eru hvatt­ir til að end­ur­skoða tungu­mála­regl­una. FÁSES er gríð­ar­lega stór klúbb­ur, með um 400 virka fé­laga, en í Frétta­blað­inu í byrj­un mán­að­ar­ins var tek­ið við­tal við Flosa Jón Ófeigs­son, formann fé­lags­ins. Þar kom fram að FÁSES vill að fólk ráði á hvaða tungu­máli lag­ið sé flutt. „Það er mik­il auka­fyr­ir­höfn og kostn­að­ur fyr­ir laga­höf­unda að búa til tvær út­gáf­ur af lagi. Ár­in 2009 og 2010 var leyfi­legt að velja tungu­mál­ið sjálf­ur og það gekk mjög vel. Við vilj­um því ekki meina að ís­lensk­an muni eyð­ast út ef þessu verð­ur breytt, sjáðu bara flóru laga sem nú eru í for­keppn­inni! Þar eru t.d. tvö fram­lög sem eru að­eins í ís­lenskri út­gáfu, það er að­stand­end­ur hafa gef­ið það út að lag­ið verði flutt á ís­lensku í loka­keppn­inni verði það fyr­ir val­inu,“sagði Flosi.

FÁSES-lið­ar ætla að hitt­ast og bera sam­an bæk­ur sín­ar fyr­ir fyrri undan­keppni Söngv­akeppn­inn­ar 9. fe­brú­ar milli 17 og 19 í Stúd­enta­kjall­ar­an­um. Síð­an er rölt sam­an yf­ir í Há­skóla­bíó á keppn­ina. Eft­ir keppni er síð­an til­val­ið að hitt­ast aft­ur í Kjall­ar­an­um til að ræða úr­slit­in.

FÁSES-lið­ar ætla að hitt­ast og bera sam­an bæk­ur sín­ar fyr­ir fyrri undan­keppni Söngv­akeppn­inn­ar. Flosi Jón vill að kepp­end­ur ráði á hvaða tungu­máli lag­ið er flutt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.