Fram­ganga borg­ar til vansa

Per­sónu­vernd­ar­laga­brot borg­ar­inn­ar í að­drag­anda síð­ustu kosn­inga gæti þýtt að erf­ið­ara reyn­ist að fá stofn­an­ir til sam­starfs við #ÉgKýs seg­ir fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

REYKJAVÍK Fram­ganga Reykja­vík­ur­borg­ar í að­drag­anda síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga gæti þýtt að örð­ugra verði að vinna að verk­efn­um sem miða að því marki að auka kosn­inga­þátt­töku ungs fólks. Þetta seg­ir fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga (LUF).

Í til­kynn­ingu á vef borg­ar­inn­ar, er tal­að um verk­efn­ið #ÉgKýs og þátt­töku borg­ar­inn­ar í verk­efn­inu.

„Þeg­ar ég komst að því að borg­in ætl­aði af stað með sér­her­ferð þá hafði ég per­sónu­lega áhyggj­ur af trú­verð­ug­leika þess sem við höf­um ver­ið að gera,“seg­ir Tinna Isebarn, fram­kvæmda­stjóri LUF.

Fram­ganga Reykja­vík­ur­borg­ar í að­drag­anda síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga gæti þýtt að örð­ugra verði að vinna að verk­efn­um sem miða að því marki að auka kosn­inga­þátt­töku ungs fólks. Þetta seg­ir fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga (LUF).

LUF, en sam­tök­in hétu áð­ur Lands­sam­band æsku­lýðs­fé­laga, eru regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir fé­lög ungs fólks á Íslandi. Sam­tök­in hafa ásamt Sam­bandi ís­lenskra fram­halds­skóla­nema (SÍF) stað­ið fyr­ir átak­inu #ÉgKýs sem mið­ar að því að efla lýð­ræðis­vit­und ung­menna og fá ungt fólk til að mæta á kjör­stað. Það hef­ur með­al ann­ars ver­ið gert með út­gáfu fræðslu­efn­is og skugga­kosn­ing­um í fram­halds­skól­um.

„Við höf­um ver­ið að beita að­ferð­um sem hafa áð­ur ver­ið nýtt­ar á Norð­ur­lönd­un­um og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjós­andi slepp­ir því að kjósa þeg­ar hann hef­ur fyrst rétt til þess er hann lík­legri til að gera það einnig næst og því mik­il­vægt að fá fólk til að kjósa þeg­ar það fær kosn­inga­rétt,“seg­ir Tinna Isebarn, fram­kvæmda­stjóri LUF.

Fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2016 var verk­efn­ið styrkt með­al ann­ars af inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, mennta­og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og fyr­ir kosn­ing­arn­ar í fyrra bætt­ust sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, Reykja­vík­ur­borg og þrett­án önn­ur sveit­ar­fé­lög við. Tinna seg­ir að borg­in hafi ekki kom­ið að verk­efn­inu með sama hætti og aðr­ir.

„Í að­drag­anda kosn­ing­anna í fyrra fór ég, ásamt fram­kvæmda­stjóra SÍF, á fund með borg­inni og stóð þá í þeirri trú að borg­in ætl­aði að taka þátt í verk­efn­inu und­ir sömu for­merkj­um og við. Borg­in kynnti á fund­in­um fyr­ir okk­ur sína eig­in her­ferð. Aðr­ir vildu taka þátt í verk­efn­inu með okk­ur en borg­in vildi gera hlut­ina eft­ir sínu höfði,“seg­ir Tinna.

Fund­ur­inn átti sér stað um tveim­ur vik­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar í fyrra en skömmu síð­ar fór borg­in af stað með átak­ið #MittX. Sam­hliða því voru send bréf til hópa sem síð­ur mættu á kjör­stað en aðr­ir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, inn­flytj­end­ur og kon­ur eldri en átta­tíu ára.

„#ÉgKýs er unn­ið af hags­muna­sam­tök­um ungs fólks með það að mark­miði að vald­efla það og hvetja það til þátt­töku í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þarna var borg­in, yf­ir­vald sem starfar í póli­tísk­um til­gangi, skyndi­lega kom­in með sitt eig­ið verk­efni og að beita að­ferð­um sem ekki er endi­lega æski­legt að stjórn­völd beiti,“seg­ir Tinna.

Fyr­ir helgi komst Per­sónu­vernd að þeirri nið­ur­stöðu að fram­ganga borg­ar­inn­ar hafi ekki ver­ið í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög. Bréf­in sem send voru kjós­end­um hafi ver­ið gild­is­hlað­in og þá hafi mót­tak­end­um SMS-skila­boða ekki ver­ið gerð grein fyr­ir því að þeir væru and­lag vís­inda­rann­sókn­ar. Þá átaldi stofn­un­in borg­ina fyr­ir að veita upp­lýs­ing­ar um efn­ið seint og illa.

„Þeg­ar ég komst að því að borg­in ætl­aði af stað með sér­her­ferð þá hafði ég per­sónu­lega áhyggj­ur af trú­verð­ug­leika þess sem við höf­um ver­ið að gera,“seg­ir Tinna. Að­spurð hvort hún hafi áhyggj­ur af því að lykt­ir máls­ins geti haft letj­andi áhrif á stuðn­ing að­ila við verk­efn­ið seg­ist hún ótt­ast það. „Þrátt fyr­ir að við höf­um ekki kom­ið að þeirra verk­efni og þeirra bréfa­send­ing­um með nein­um hætti.“

Aðr­ir vildu taka þátt í verk­efn­inu með okk­ur en borg­in vildi gera hlut­ina eft­ir sínu höfði.

Tinna Ísebarn, fram­kvæmda­stjóri LUF

Tinna Isebarn, fram­kvæmda­stjóri LUF.

Borg­in fór af stað með #MittX sem mið­aði að sama marki og #ÉgKýs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.