Ger­um meiri kröf­ur til okk­ar fólks í svigi en í stór­svig­inu

Fréttablaðið - - SPORT - Kpt

Full­trú­ar Ís­lands á Heims­meist­ara­mót­inu í alpa­grein­um eru öll að keppa í dag þeg­ar undan­keppn­in fyr­ir stór­svig­ið fer fram karla­meg­in og að­al­keppn­in í stór­svigi fer fram í Åre í Sví­þjóð. Alls eru átta full­trú­ar frá Íslandi á mót­inu, fjór­ir í karla­flokki og fjór­ir í kvenna­flokki og hefja karl­arn­ir leik klukk­an 12.30 að ís­lensk­um tíma í dag, en kon­urn­ar keppa klukk­an 16.45.

Skrán­ing í undan­keppn­ina kvenna­meg­in var ekki nægi­lega góð og var því ákveð­ið að hætta við hana sem þýð­ir að all­ar ís­lensku skíða­kon­urn­ar komust áfram. Í karla­flokki kom­ast þeir 25 sem koma í mark á besta tím­an­um áfram í að­al­keppn­ina ásamt 25 manns sem verða með besta tím­ann frá hverri þjóð sem er ekki kom­in með full­trúa inn í að­al­keppn­ina.

Fjal­ar Úlfars­son, að­al­þjálf­ari Skíða­sam­bands­ins í ferð­inni, seg­ir að and­inn í hópn­um sé bara nokk­uð góð­ur og að það séu all­ir spennt­ir að byrja. „Loks­ins er stóri dag­ur­inn runn­inn upp, stemm­ing­in er góð og við höf­um náð að æfa vel hérna úti í að­drag­and­an­um,“sagði Fjal­ar sem sagði að það hefði ekk­ert trufl­að und­ir­bún­ing­inn að undan­keppn­in hjá stelp­un­um var blás­in af kvöld­ið áð­ur.

„Það breytti að­eins plön­un­um okk­ar en þessi íþrótt er þannig að við er­um öllu vön. Það eru alltaf ein­hverj­ar til­færsl­ur svo að við vor­um und­ir þetta bú­in,“sagði hann létt­ur.

Í dag verð­ur keppt í stór­svigi en ís­lenska lið­ið horf­ir meira til keppn­inn­ar í svigi.

„Við Ís­lend­ing­ar höf­um ver­ið og er­um enn sterk­ari í svigi en stór­svigi. Það er erfitt að æfa stór­svig á Íslandi því að­stæð­ur bjóða varla upp á það. Á Íslandi er lögð meiri áhersla á svig­ið og grunn­ur­inn kem­ur það­an og fyr­ir vik­ið ger­um við meiri kröf­ur til ár­ang­urs þar en það er ým­is­legt við tækn­ina í stór­svigi sem er gott að læra.“

Fjal­ar seg­ir mark­mið­in á mót­inu fyr­ir hvern og einn ein­stak­ling vera mis­mun­andi.

„Fyrsta markmið allra er að vera með­al efstu 60 og kom­ast með því í seinni ferð­irn­ar. Svo er það ein­stak­lings­bund­ið hvað hver og einn er með sem markmið. Við setj­um meiri kröf­ur en að kom­ast í seinni ferð­ina hjá sum­um ein­stak­ling­um.“–

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.