A cap­ella söng­hóp­arn­ir Lyrika og Bar­bari stilla sam­an strengi sína á Va­lentínus­ar­dag.

A cap­ella söng­hóp­arn­ir Lyrika og Bar­bari stilla sam­an strengi sína á Va­lentínus­ar­dag og halda tón­leika í Iðnó klukk­an 21. Þau munu syngja um ást­ina í til­efni dags­ins.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - MYND/EYÞÓR

Ester fjór­um Auð­uns­dótt­ir, söng­kon­um ein Lyriku, af og Stefán Þór Þor­geirs­son í Bar­bara eru spennt fyr­ir Va­lentínus­ar­deg­in­um. Þau klæða sig vafa­laust upp á í nafni ástar­inn­ar og svara hér nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um og skemmti­leg­um spurn­ing­um um tísk­una.

Stefán

Hvernig mynd­ir þú lýsa þín­um stíl?

Ég er oft að vinna með ca­sual og þægi­leg föt. Rúllukragapeys­ur og prjónapeys­ur, sér­stak­lega yf­ir vetr­ar­tím­ann. Þær fara líka vel með Timberland eða jafn­vel fínni skóm.

Hvar kaup­ir þú föt­in þín?

Ég kaupi föt að­al­lega er­lend­is, ég er mest í Jap­an eða á Spáni þannig að fata­val­ið er fjöl­breytt.

Eyð­ir þú miklu í föt?

Ég eyði ekki mjög miklu í föt held­ur reyni að finna áhuga­verð­ar flík­ur á skikk­an­legu verði.

Hver er upp­á­halds­flík­in þín? Upp­á­halds­flík­in mín er svört peysa frá Osaka í Jap­an sem er held­ur míníma­lísk nema að á ermun­um er plómu-emoji með Hip­ster skrif­að á plóm­una.

Helsti veik­leiki þeg­ar kem­ur að tísku og út­liti?

Minn helsti veik­leiki í tísku er lík­lega til­hneig­ing­in til að vera í svörtu eða bláu, það væri gam­an að vera lit­rík­ari. Ég á mér eng­ar fyr­ir­mynd­ir í tísku en það er mjög gam­an að ganga um Harajuku hverf­ið í Tókýó og sjá all­ar flottu týp­urn­ar.

Hvað er fram und­an?

Fram und­an er út­gáfa á jap­anskri heim­ildaseríu sem ég tók síð­asta sum­ar.

Ester

Hvernig mynd­ir þú lýsa þín­um stíl?

Ein­hvers kon­ar fusi­on stíll. Finnst mjög gam­an að blanda sam­an mis­mun­andi stíl­um og svo hef ég mjög gam­an af föt­um sem eru nógu ljót til að vera flott.

Hvar kaup­ir þú föt­in þín?

Í raun­inni bara alls stað­ar, upp á síðkast­ið hafa Spúútnik, Stef­áns­búð og Húrra Reykja­vík ver­ið í upp­á­haldi. að reyna að Finnst forð­ast samt fast fashi­on mik­il­vægt merki eft­ir bestu getu og kaupa frek­ar færri og betri flík­ur.

Eyð­ir þú miklu í föt?

Ég held að ég eyði ekki mjög miklu í föt en út­sölu­tím­inn reyn­ir á.

Hver er upp­á­halds­flík­in þín?

Ég var að fá mér Henrik Vi­bskov bux­ur sem eru í miklu upp­á­haldi ein­mitt núna.

Uppá­halds­hönn­uð­ur?

Vi­vienne Westwood.

Helsti veik­leiki þeg­ar kem­ur að tísku og út­liti?

Það tek­ur mig oft óþarf­lega lang­an tíma að setja sam­an out­fit og stund­um tek ég sénsa í tísku sem ganga ekki al­veg upp.

Hvað er fram und­an?

Eins og er þá er ég að taka starfs­nám í gull­smíði hjá Anna Ma­ría Design. En það sem er helst á döf­inni þessa dag­ana eru Va­lentínus­ar­tón­leik­ar sem söng­hóp­ur­inn minn, Lyrika, held­ur í Iðnó fimmtu­dag­inn 14. fe­brú­ar ásamt kvart­ett­in­um Bar­bara.

Stefán Þór Þor­geirs­son í Bar­bara og Ester Auð­uns­dótt­ir í Lyriku verða í Iðnó í kvöld að syngja ástar­lög með söng­hóp­un­um sín­um. Til­vald­ir tón­leik­ar fyr­ir ást­fang­ið fólk og alla aðra sem trúa á ást­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.