Ungt fólk og nýsköp­un

Ungt fólk þarf að fá tæki­færi til að kynn­ast og taka þátt í nýsköp­un og frum­kvöðl­a­mennt. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands veit­ir nem­end­um leið­sögn og fræðslu í gegn­um ým­is verk­efni í sam­starfi við mennta­yf­ir­völd.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Sól­veig Gísla­dótt­ir sol­[email protected]­bla­did.is

Við lif­um á tím­um örra breyt­inga og sam­fé­lags­legra áskor­ana. Mörg af þeim störf­um sem voru til fyr­ir 20 ár­um eru horf­in, ný störf hafa orð­ið til og vit­að er að á næstu ár­um og ára­tug­um mun mik­ill fjöldi nýrra starfa bæt­ast við. At­vinnu­líf­ið er far­ið að kalla eft­ir starfs­fólki sem býr yf­ir frum­kvæði, skap­andi hugs­un, for­rit­un­ar-, iðn- og tækni­hæfni og er lausnamið­að, til að tak­ast á við þess­ar fram­tíð­ar­áskor­an­ir. Sam­fé­lög sem ekki und­ir­búa sig fyr­ir þess­ar breyt­ing­ar munu að öll­um lík­ind­um ein­fald­lega verða eft­ir­bát­ar annarra þeg­ar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni og lífs­kjör­um,“seg­ir Eyj­ólf­ur Brynj­ar Eyj­ólfs­son, verk­efna­stjóri hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands. Hann tel­ur að

með því að gefa ungu fólki tæki­færi til að kynn­ast og taka þátt í nýsköp­un og frum­kvöðl­a­mennt sé ver­ið að und­ir­búa það und­ir breytt­an vinnu­mark­að.

„Metn­að­ur Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands er að styðja stelp­ur og stráka á öll­um skóla­stig­um til frum­kvæð­is og skap­andi hugs­un­ar. Því fyrr sem nem­end­ur fá þenn­an stuðn­ing og hvatn­ingu, því betri verða þau í að tak­ast á við fram­tíð­ar­vinnu­mark­að­inn.“

Nýsköp­un­ar­mið­stöð­in kem­ur að ýms­um verk­efn­um. „Við veit­um nem­end­um leið­sögn og fræðslu í sam­vinnu við mennta­yf­ir­völd um mik­il­vægi skap­andi hugs­un­ar, snjallra lausna og við­skipta á öll­um stig­um mennt­un­ar. Til dæm­is stuðl­um við að nýsköp­un með­al fram­halds­skóla­nem­enda í sam­vinnu við verk­efn­in Ung­ir frum­kvöðl­ar, Mennta­maskín­an og Sam­sýn­ing fram­halds­skól­anna. Fyr­ir grunn­skóla­stig­ið starf­rækj- um við með­al ann­ars verk­efn­ið Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skóla og sam­vinnu­verk­efn­ið Verk­smiðj­an. Sam­hliða þessu mót­um við, hönn­um og gef­um út sta­f­rænt efni og prentefni er teng­ist nýsköp­un og frum­kvöðl­a­mennt fyr­ir ólík skóla­stig,“seg­ir Eyj­ólf­ur

Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skól­anna

Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skól­anna (NKG) er hug­mynda­sam­keppni fyr­ir nem­end­ur í 5. til 7. bekk grunn­skóla. Keppn­in var hald­in í fyrsta skipti ár­ið 1991. NKG lýk­ur á vor­in með vinnu­smiðju þar sem þátt­tak­end­ur í úr­slit­um fá tæki­færi til að út­færa hug­mynd­ir sín­ar frek­ar með að­stoð leið­bein­enda frá Há­skóla Ís­lands, Há­skól­an­um í Reykja­vík og öðr­um sam­starfs­að­il­um. Í kjöl­far­ið er hald­ið loka­hóf þar sem for­seti Ís­lands af­hend­ir stór­glæsi­leg verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar­skjöl. ( sjá: http://nkg.is/)

Verk­smiðj­an

Verk­smiðj­an er nýsköp­un­ar- keppni ungs fólks á aldr­in­um 13 til 16 ára, þar sem hug­mynd­ir og upp­finn­ing­ar verða að veru­leika. Verk­smiðj­an hvet­ur ungt fólk til að taka eft­ir hug­mynd­um sín­um og um­hverfi og finna lausn­ir á ýms­um vanda­mál­um, stór­um sem smá­um. Þátt­tak­end­um er fylgt eft­ir og þeir mynd­að­ir af fram­leiðslu­teymi RÚV. Fimm sjón­varps­þætt­ir um Verk­smiðj­una, iðn­grein­ar og nýsköp­un verða sýnd­ir á RÚV í vor. (www.ungruv.is/verk­smi­djan)

Fyr­ir­tækja­smiðja Ungra frum­kvöðla – JA Ice­land

Und­ir merkj­um Ungra frum­kvöðla hef­ur „Fyr­ir­tækja­smiðj­an“ver­ið rek­in, en það er 13-14 vikna nám­skeið fyr­ir fram­halds­skóla­nema sem mið­ar að því að efla skiln­ing þeirra á fjöl­breytt­um fyr­ir­tækja­rekstri. (http://www.ung­ir­frum­kvodl­ar. is)

Mennta­maskína

Mennta­maskína er ný­sköp­un­ar­hrað­all þar sem þró­að­ar eru snjall­ar hug­mynd­ir og þeim kom­ið í verk. Í Mennta­maskínu fá nem­end­ur í fram­halds­skóla tæki­færi til að nýta hug­vit sitt til að leita lausna. (htt­ps://www.mema.is/)

Sam­sýn­ing fram­halds­skól­anna

Marg­ir fram­halds­skól­ar eru að vinna gott og mik­il­vægt mennt­astarf á sviði nýsköp­un­ar, hönn­un­ar, tækni, lista, iðn­að­ar og fleiri tengdra greina. Oft er það þannig, að í lok ann­ar sýna nem­end­ur afrakst­ur sinn í skól­un­um en yf­ir­leitt nær það ekki lengra. Með sam­sýn­ing­unni gefst nú skól­um tæki­færi til að vinna með öðr­um skól­um að upp­setn­ingu sam­eig­in­legr­ar sýn­ing­ar (htt­ps://www.face­book.com/sam­syn­ing/)

Metn­að­ur Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands er að styðja stelp­ur og stráka á öll­um skóla­stig­um til frum­kvæð­is og skap­andi hugs­un­ar.

Vernd­ari Ný­sköp­un­ar­keppni grunn­skól­anna (NKG), Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Ís­lands, heim­sótti krakk­ana í vinnu­smiðju keppn­inn­ar.

Eyj­ólf­ur B. Eyj­ólfs­son, verk­efna­stjóri hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.