Sækja tjón sitt vegna frið­un­ar

Minja­stofn­un dró í gær til baka til­lögu sína um að stækka frið­lýst svæði í Vík­ur­garði. Fram­kvæmda­að­ili á Landsímare­itn­um tel­ur sig þó hafa orð­ið fyr­ir tjóni og hyggst leita rétt­ar síns. Óvissu létt seg­ir Dag­ur B.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Minja­stofn­un féll í gær frá til­lögu sinni um að stækka frið­lýst svæði í Vík­ur­garði. Var það gert eft­ir til­lögu fram­kvæmda­að­ila Landsímare­its­ins, Lind­ar­vatns, um að breyta inn­göng­um í kring­um svæð­ið. Fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns seg­ir að fé­lag­ið sé með þessu ekki að af­sala sér nein­um rétti til bóta vegna tjóns af skyndifrið­un.

Minja­stofn­un skyndifrið­aði Vík­ur­garð í byrj­un janú­ar og hafði ráð­herra sex vik­ur til að fall­ast á eða fella nið­ur frið­un­ina. Í máli stjórn­enda Lind­ar­vatns kom fram að þeir teldu skil­yrði fyr­ir frið­un óupp­fyllt.

Í yf­ir­lýs­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu seg­ir að Vík­ur­garð­ur fái þann virð­ing­arsess sem hon­um ber sem „einn merk­asti minjastað­ur þjóð­ar­inn­ar“. Þar verði op­ið al­menn­ings­rými þar sem saga garðs­ins fær not­ið sín. Skil­ið verði milli garðs­ins og hót­els­ins sem er að rísa. Garð­ur­inn sé ald­urs­frið­að­ur og þar megi engu raska eða breyta nema með sam­þykki Minja­stofn­un­ar.

„Þetta var okk­ar til­laga og með henni er­um við að koma til móts við sjón­ar­mið Minja­stofn­un­ar um að vernda Vík­ur­garð eins og hann birt­ist á upp­drátt­um. En þetta er ásætt­an­legt að bygg­ingaráform halda áfram með þeim breyt­ing­um sem við höf­um gert á inn­göng­um,“seg­ir Jó­hann­es Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns.

„Við er­um ekki í þessu til að standa í deil­um held­ur til að klára upp­bygg­ingu á svæð­inu. Þetta er því lausn sem kem­ur til móts við alla sem eiga hags­muna að gæta í mál­inu,“seg­ir Jó­hann­es.

Að­spurð­ur hvort Lind­ar­vatn muni sækja það tjón sem það varð fyr­ir vegna frið­un­ar­inn­ar seg­ir hann svo vera. „ Með þessu sam- komu­lagi er Lind­ar­vatn ekki að af­sala sér nein­um rétti til bóta. Skyndifrið­un­in tafði fram­kvæmd­ir og það er næsta mál á dag­skrá að skoða í hverju tjón­ið ligg­ur. Það mun verða sótt af full­um þunga,“seg­ir Jó­hann­es.

Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri seg­ir já­kvætt að óviss­unni um mik­il­væga and­lits­lyft­ingu svæð­is­ins í heild sé eytt.

„Mér finnst já­kvætt ef kom­in er sátt um verk­efn­ið og það að Vík­ur­garð­ur verði lif­andi al­menn­ings­svæði þar sem sög­unni verð­ur gert hátt und­ir höfði.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Skonn­ort­an Opal sigl­ir inn í Reykja­vík­ur­höfn með drama­tísk­an og snævi­þak­inn fjall­garð í bak­grunni. Skonn­ort­an Opal er gerð út af Norð­ur­sigl­ing­um en var smíð­uð sem tog­ari í skipa­smíða­stöð­inni Bod­enwerft í Dam­gar­ten, Þýskalandi, ár­ið 1951. Sigl­ing Opal vakti mikla at­hygli ferða­manna sem mynd­uðu hana í bak og fyr­ir líkt og ljós­mynd­ari Frétta­blaðs­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.