Neita að hafa beð­ið um greiðslu­frest

Fréttablaðið - - NEWS -

Flug­fé­lag­ið WOW air skuld­ar eng­um er­lend­um flug­völl­um sem flug­fé­lag­ið flýg­ur til far­þega- eða lend­ing­ar­gjöld. Lo­ka­upp­gjör til flug­valla sem WOW air flýg­ur ekki leng­ur til eru í venju­leg­um upp­gjörs­fasa sem taki eðli­lega tíma. Þetta seg­ir Svan­hvít Frið­riks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins. Vef­ur­inn Túristi.is birti um helg­ina frétt þess efn­is að stjórn­end­ur WOW air hafi beð­ið um greiðslu­frest fram í miðj­an mars til að gera upp ógreidd gjöld. Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air, sagði í tölvu­pósti til starfs­manna sinna í gær að ósann­ur orð­róm­ur væri á kreiki um flug­fé­lag­ið en hann nefndi ekki sér­stak­lega frétt Túrista.

Fjár fest inga­fé­lag­ið Indigo Partners er nú í samn­inga­við­ræð­um við WOW air um kaup á 49% hlut í flug­fé­lag­inu fyr­ir rúm­lega 9,3 millj­arða króna. Fram kom á vef WOW air í des­em­ber síð­ast­liðn­um að fjár­fest­ing­in sé háð því að já­kvæð nið­ur­staða fá­ist úr við­ræð­um við skulda­bréfa­eig­end­ur WOW, sem keyptu í út­boði f lug­fé­lags­ins í sept­em­ber í fyrra. Eft­ir­gjöf skulda­bréfa­eig­end­anna er háð því að kaup Indigo Partners verði frá­geng­in í lok þessa mán­að­ar.

Skúli seg­ir í bréfi sínu að flókn­ar við­ræð­ur og stór­ar fjár­fest­ing­ar taki oft lengri tíma en bú­ist sé við í fyrstu. Svan­hvít vildi ekki tjá sig um við­ræð­urn­ar við Indigo Partners að öðru leyti en að þær gangi vel. –

Svan­hvít Frið­riks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW Air.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.