Heilsu­gæsl­an ekki nú­tíma­fólki bjóð­andi

Formað­ur Fé­lags heilsu­gæslu­lækna seg­ir heilsu­gæslu á sum­um svæð­um úti á landi ekki nú­tíma­fólki bjóð­andi. Ver­ið sé að stoppa í göt með af­leys­ing­um og skort­ur sé á lækn­um. Fjölga þarf lækn­um um 100 pró­sent á næstu ár­um.

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Skort­ur er á heilsu­gæslu­lækn­um á stór­um svæð­um vítt og breitt um land­ið og seg­ir formað­ur Fé­lags heilsu­gæslu­lækna stöð­una ekki bjóð­andi nú­tíma­fólki hér á landi. Hún tel­ur að það þurfi að fjölga nem­um í heilsu­gæslu­lækn­ing­um á næstu ár­um til að anna eft­ir­spurn.

Fé­lag heilsu­gæslu­lækna hef­ur lagt inn um­sögn um heil­brigð­isáætl­un til árs­ins 2030 sem nú ligg­ur fyr­ir þing­inu. Þar er far­ið yf­ir að mönn­un­ar­vandi sé nokk­uð mik­ill og úr­bóta þörf. „ Það er skort­ur á heilsu­gæslu­lækn­um á stór­um svæð­um úti á landi. Hún er brota­kennd og það er stóra vanda­mál­ið. Það er ver­ið að redda mál­un­um með af­leys­ing­um til skamms tíma og er eig­in­lega ekki nú­tíma­fólki bjóð­andi,“seg­ir Salóme Ásta Arn­ar­dótt­ir, formað­ur Fé­lags heilsu­gæslu­lækna.

Salóme Ásta tel­ur að heilsu­gæsl­una þurfi að efla mark­visst á næstu ár­um og fjölga lækn­um. Hún bend­ir á að nú séu um 200 heilsu­gæslu­lækn­ar í land­inu en þurfi að vera um 400 til að það stand­ist sam­an­burð við Norð­ur­lönd­in. „Það er þannig að víð­ast hvar er mið­að við að heim­il­is­lækn­ar séu þriðj­ung­ur lækna. Með því yrði heilsu­gæsl­an þessi grunnstoð sem all­ir tala um í há­tíð­ar­ræðu. Þá er tal­að um heilsu­gæsl­una sem grunnstoð heil­brigðis­kerf­is­ins.“

Hún seg­ir reikn­ings­dæm­ið ekki vera f lók­ið. „Við er­um um 200 núna og á sama tíma er­um við að út­skrifa um átta á ári og helm­ing­ur heilsu­gæslu­lækna hætt­ir á næsta ára­tug vegna ald­urs,“seg­ir Salóme Ásta. „Við get­um hæg­lega fjölg­að nem­um í heilsu­gæslu­lækn­ing­um en það vant­ar fjár­magn frá hinu op­in­bera til að það verði að veru­leika. Það eru ein­stak­ling­ar sem vilja vera heim­il­is­lækn­ar en það er bara ekki pláss fyr­ir fleiri en 40 nema í einu.“

„ Heilsu­gæsl­an er orð­inn fyrsti við­komu­stað­ur sjúk­linga úti á landi. Hins veg­ar höf­um við klár­lega ekki náð því hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem kerf­ið er ör­lít­ið flókn­ara en þó ekki mjög,“seg­ir Salóme Ásta.

Það er ver­ið að redda mál­un­um með af­leys­ing­um til skamms tíma og er eig­in­lega ekki nú­tíma­fólki bjóð­andi

Heilsu­gæsl­an á lands­byggð­inni er í vanda og redd­ing­ar of al­geng­ar.

Salóme Ásta Arn­ar­dótt­ir, formað­ur Fé­lags heilsu­gæslu­lækna

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.