Seg­ir að ekki þurfi að velja milli hags­muna ólíkra fé­laga

Formað­ur VR seg­ir sam­stöðu stétt­ar­fé­lag­anna fjög­urra sem eru í sam­floti í við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólík­um hóp­um mis­vel. Fram­hald kjara­við­ræðna gæti skýrst á fundi stjórn­valda með

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„Það hef­ur ekk­ert fall­ið skuggi á okk­ar sam­starf og það hef­ur bara styrkst ef eitt­hvað er. Ef við fær­um í sund­ur þá myndi það veikja gríð­ar­lega stöðu þess­ara fé­laga. Ég á frek­ar von á því að fleiri fé­lög bæt­ist við held­ur en að þessi sam­staða fari eitt­hvað að sundr­ast,“seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, um stöð­una hjá stétt­ar­fé­lög­un­um fjór­um sem eiga í við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á vett­vangi rík­is­sátta­semj­ara.

Í Frétta­blað­inu í gær var haft eft­ir heim­ild­ar­mönn­um blaðs­ins að hags­mun­ir fé­lag­anna væru það ólík­ir að erfitt gæti reynst að klára kjara­samn­inga í sam­floti. Ragn­ar Þór seg­ir að vissu­lega geti kröf­ur fé­lags­manna í þess­um fé­lög­um ver­ið jafn mis­mun­andi og þær eru marg­ar.

„En við ger­um okk­ur líka grein fyr­ir því að við þurf­um að hjálp­ast að við að ná fram kröf­um hvers ann­ars. Það eru marg­ir sam­eig­in­leg­ir flet­ir í kröfu­gerð­un­um og mörg sam­eig­in­leg hags­muna­mál. Þar er drep­ið nið­ur á mörg brýn­ustu hags­muna­mál allra þess­ara hópa, bæði hinna tekju­hærri og þeirra tekju­lægri.“

Að­spurð­ur seg­ist hann ekki hafa áhyggj­ur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða að­gerða sem gagn­ist ólík­um hóp­um mis­vel. „Það er al­veg á krist­al­tæru að við mun­um aldrei koma þannig stöðu upp á milli okk­ar að þurfa að taka af­stöðu til þess að sópa eitt­hvað meira að ein­um hópi eða einu fé­lagi frek­ar en öðru. Sú sviðs­mynd mun ein­fald­lega ekki koma upp.“

For­setateymi ASÍ mun funda með stjórn­völd­um í dag og von­ast leið­tog­ar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar að þar fá­ist skýr svör varð­andi að­komu stjórn­valda að lausn kjara­samn­inga.

„Það ligg­ur fyr­ir að ef að­koma stjórn­valda verð­ur ekki með þeim hætti sem við telj­um að geti leyst mál­in þá mun­um við slíta við­ræð­um á fimmtu­dag­inn. Það er alla­vega ljóst að það mun draga til ein­hverra tíð­inda fyr­ir viku­lok. Von­andi ná­um við að púsla þessu sam­an með þeim hætti að við get­um far­ið að loka þessu,“seg­ir Ragn­ar Þór.

Ragn­ar Þór tel­ur að fé­lags­menn sín­ir sætti sig ekki við til­boð SA um 2,5 pró­senta launa­hækk­un á sama tíma og efsta lag sam­fé­lags­ins skammti sér 45 til 80 pró­senta aft­ur­virka hækk­un. „Það væri al­gjör óþarfi að leggja það í dóm fé­lags­manna. Nið­ur­stað­an yrði aug­ljós.“

Starfs­greina­sam­band­ið (SGS) bíð­ur einnig nið­ur­stöðu um að­komu stjórn­valda og hef­ur vænt­ing­ar til þess að þar komi fram hug­mynd­ir eða til­lög­ur sem stuðl­að geti að samn­ing­um. Við­ræðu­nefnd SGS mun funda síð­ar í dag en hún hef­ur um­boð til að vísa kjara­deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara á næstu dög­um sé ástæða til þess.

Það er alla­vega ljóst að það mun draga til ein­hverra tíð­inda fyr­ir viku­lok.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, ræða mál­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.