Geta lít­ið gert í hót­un­um VR

Fréttablaðið - - NEWS -

For­stjóri Kviku banka seg­ir að bank­inn brjóti sam­keppn­is­lög ef hann reyn­ir að reyna að hafa áhrif á rekst­ur og sjóð­a­stýr­ingu GAMMA.

VR hef­ur hót­að að taka allt sitt fé úr eign­a­stýr­ingu hjá Kviku, 4,2 millj­arða króna, ef ekki verð­ur inn­an fjög­urra daga brugð­ist við meint­um hót­un­um Al­menna leigu­fé­lags­ins, sem er í eigu sjóða í stýr­ingu GAMMA, gagn­vart leigj­end­um.

VR sagði varla hægt að lýsa fram­ferði Al­menna leigu­fé­lags­ins með öðr­um orð­um en grimmd, taum­lausri græðgi og mann­vonsku.

Í sam­tali við Frétta­blað­ið minn­ir Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku banka, á það að Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hafi enn ekki heim­il­að kaup Kviku á GAMMA.

„Við von­umst auð­vit­að eft­ir því að kaup­in gangi í gegn en þang­að til höf­um við ekk­ert með stjórn GAMMA að gera og okk­ur óheim­ilt að hafa áhrif á rekst­ur og sjóð­a­stýr­ingu fé­lags­ins,“seg­ir Ár­mann. „Það væri brot á sam­keppn­is­lög­um.“–

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri Kviku banka.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.