Klofn­ing­ur Verka­manna­flokks­ins hrygg­ir Cor­byn

Fréttablaðið - - NEWS -

Sjö bresk­ir þing­menn til­kynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verka­manna­flokkn­um og myndu í stað­inn sitja á þingi sem banda­lag óháðra þing­manna. Í hópn­um eru til að mynda fjór­ir skugga­ráð­herr­ar.

Þing­menn­irn­ir lýstu yf­ir megnri óánægju með flokk­inn á blaða­manna­fundi og í yf­ir­lýs­ingu á nýrri vef­síðu hóps­ins. „Verka­manna­flokk­ur­inn reyn­ir nú að fram­fylgja stefnu­mál­um sem veikja varn­ir okk­ar, sam­þykk­ir frá­sögn ríkja sem eru okk­ur fjand­sam­leg, hon­um hef­ur mistek­ist að leiða Brex­it-um­ræð­una og setja fram ann­an val­kost,“sagði til að mynda í yf­ir­lýs­ingu.

Óánægja þing­mann­anna sjö virð­ist tví­þætt. Ann­ars veg­ar eru þau óánægð með for­ystu Jeremys Cor­byn og hins veg­ar með það sem þau lýsa sem rót­gró­inni gyð­inga­and­úð inn­an flokks­ins.

Luciana Ber­ger, einn þing­mann­anna og jafn­framt gyð­ing­ur, sagð­ist hafa skamm­ast sín fyr­ir flokk­inn. Á blaða­manna­fundi vís­aði hún í mót­mæli gyð­inga gegn flokkn­um og tal­aði um bar­átt­una fyr­ir því að fá Verka­manna­flokk­inn til að við­ur­kenna skil­grein­ingu Al­þjóð­lega minn­ing­ar­banda­lags­ins um hel­för­ina (IHRA) á gyð­inga­h­atri.

BBC tel­ur lík­legt að fleiri fylgi í fót­spor sjö­menn­ing­ana verði ekki gerð brag­ar­bót á þessu.

Cor­byn sjálf­ur hef­ur brugð­ist við úr­sögn­un­um með yf­ir­lýs­ingu.

Þar seg­ir hann að ákvörð­un­in ylli hon­um von­brigð­um. Sér­stak­lega þar sem hann teldi Verka­manna­flokk­inn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans.

NORDICPHOT­OS/AFP

Þing­menn­irn­ir sjö á fundi í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.