Hafna upp­bygg­ingu á Gr­anda

Skipu­lags­full­trúi hafn­ar breyt­ing­um á deili­skipu­lagi sem gera myndu kleift að byggja yf­ir 40 þús­und fer­metra at­vinnu­hús­næði aft­an við gömlu ver­búð­irn­ar á Gr­anda­garði. Finn­ur fyr­ir þrýst­ingi á breyt­ing­ar.

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Ósk Faxaf lóa­hafna um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Vest­ur­hafn­ar í Örfiris­ey vegna lóð­anna núm­er 16-32 við Fiskislóð og núm­er 39-93 við Gr­anda­garð hef­ur ver­ið hafn­að hjá embætti skipu­lags­full­trúa borg­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt til­lögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deili­skipu­lags­breyt­ing­unni að rífa ætti nú­ver­andi hús­næði á lóð­un­um, á svo­köll­uð­um Lín­bergs­reit sem er aft­an við ver­búð­irn­ar á Gr­anda. Er þar um að ræða átta bygg­ing­ar; iðn­að­ar­hús­næði frá á 9. og 10. ára­tug síð­ustu ald­ar. Í stað­inn átti að reisa tveggja til fimm hæða bygg­ing­ar fyr­ir fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi sem mest væri skrif­stofu­hús­næði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Lín­bergs ehf., sem aft­ur er í eigu Land­bergs ehf., fé­lags hjón­anna Hjör­leifs Þór Jak­obs­son­ar og Hjör­dís­ar Ás­berg.

„ Breyt­ing­ar­til­lag­an nær einnig til ver­búða á Gr­anda­garði 39-93 sem eru frið­að­ar bygg­ing­ar í eigu Faxa­flóa­hafna. Lagt er til að opna á að­gengi frá Gr­anda­garði með því að fjar­lægja eina ver­búð og að heim­ild verði gef­in til að opna ver­búð­ir á norð­ur­hlið til þess að skapa betri teng­ingu til lóða Lín­bergs frá Gr­anda­garði,“seg­ir í um­sögn skipu­lags­full­trúa.

Þá kem­ur fram að hús­næð­ið sem ætl­un­in var að rífa sé 5.744 fer­metra og að flat­ar­mál nýrra bygg­inga yrði allt að 38.841 fer­metri of­anjarð­ar auk 6.516 fer­metra í bíla­stæða­húsi.

„ Markmið deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar er að koma til móts við aukna eft­ir­spurn eft­ir hús­næði til ým­issa nota á svæð­inu ásamt því að skapa op­in svæði fyr­ir við­burði, en ferða­mennska og menn­ing­ar­starf­semi auk hafn­sæk­inn­ar starf­semi hef­ur auk­ist á hafn­ar­svæð­um sam-

bæri­legra borga,“seg­ir í um­sögn­inni.

Fram kem­ur að Minja­stofn­un Ís­lands og Borg­ar­sögu­safn geri ekki at­huga­semd­ir við að opn­að verði á teng­ingu frá Gr­anda­garði í gegn­um eina ver­búð, ef steypt þak ver­búð­ar­inn­ar fái að halda sér og að breyt­ing­arn­ar verði aft­ur­kræf­ar. „Bæði Minja­stofn­un og Borg­ar­sögu­safn gera hins veg­ar at­huga­semd við opn­un ver­búð­anna baka til.“

Þá rek­ur skipu­lags­full­trúi að nú­gild­andi deili­skipu­lag Vest­ur­hafn­ar hafi að mark­miði að sam­eina marg­ar deili­skipu­lags­áætlan­ir í eina, ásamt því að vera áfram hafn­ar­svæði og svæði fyr­ir hafn­sækna starf­semi.

„Ekki voru nein­ar nýj­ar bygg­ing­ar- heim­ild­ir skil­greind­ar á um­rædd­um lóð­um við vinnslu deili­skipu­lags­ins. Mik­ill þrýst­ing­ur er þó á breyt­ing­ar á deili­skipu­lag­ið frá ýms­um átt­um.“

Um­ferð­ar­mál setja áformun­um á Lín­bergs­reitn­um mikl­ar skorð­ur.

„Nýt­ing lóða bara á reit Lín­bergs mun klára þann kvóta um­ferð­ar­sköp­un­ar sem eft­ir er án þess að til komi veru­leg um­ferð­ar­vanda­mál,“vitn­ar skipu­lags­full­trúi til um­sagn­ar sam­göngu­stjóra borg­ar­inn­ar. Fyr­ir­spurn­ir vegna sömu lóða ver­ið af­greidd­ar með þeirri um­sögn skipu­lags­full­trúa að ekki sé hægt að taka af­stöðu til einn­ar lóð­ar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vest­ur­höfn­ina heild­stætt.

Mik­ill þrýst­ing­ur er þó á breyt­ing­ar á deili­skipu­lag­ið frá ýms­um átt­um.

Úr um­sögn skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar

MYND/ASK ARKITEKTAR

Áform á Lín­bergs­reitn­um gera ráð fyr­ir yf­ir 40 þús­und fer­metra hús­næði á Fiskislóð, aft­an við gömlu ver­búð­irn­ar við Gr­anda­garð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.