Tæki­færi

Fréttablaðið - - SKODUN - Kjart­an Hreinn Njáls­son kjart­[email protected]­bla­did.is

Fimmtán ára löng­um leið­angri könn­un­ar­fars­ins Opport­unity á rauðu plán­et­unni Mars lauk með form­leg­um hætti á þriðju­dag­inn í síð­ustu viku. Vís­inda­menn á Jörðu niðri höfðu reynt mán­uð­um sam­an að vekja geim­far­ið litla úr dvala sín­um, en án ár­ang­urs. Og nú, þeg­ar harð­neskju­leg­ir vetr­ar­mán­uð­ir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opport­unity hef­ur val­ið sér sinn hinsta dval­ar­stað.

Afrek Opport­unity-verk­efn­is­ins eru slík að ómögu­legt er að tí­unda þau í stutt­um pistli sem þess­um. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geim­far hef­ur á und­an­förn­um ár­um bylt hug­mynd­um okk­ar um Mars og varp­að nýju ljósi á að­stæð­ur þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opport­unity vit­um við til að mynda að vatn í vökv­a­formi var eitt sinn á Mars og að að­stæð­ur voru líf­væn­leg­ar fyr­ir ör­ver­ur.

Opport­unity og aðr­ir sam­bæri­leg­ir leið­angr­ar sem mann­kyn hef­ur ann­að hvort far­ið sjálft eða út­vistað til vél­rænna fram­leng­inga á sér eru án und­an­tekn­inga vitn­is­burð­ur um stór­kost­lega tækni­lega getu teg­und­ar­inn­ar okk­ar. En um leið vekja þessi verk­efni aðr­ar hug­mynd­ir og til­finn­ing­ar sem eru okk­ur „nú­tíma­fólk­inu“að mörgu leyti fram­andi, enda að­eins rúm 50 ár síð­an geim­könn­un hófst í þeirri mynd sem við þekkj­um hana í dag.

Þó svo að Ís­lend­ing­ar hafi sann­ar­lega átt sína full­trúa í geim­könn­un síð­ustu ára­tuga, þá er stað­reynd­in sú að Ís­land hef­ur stað­ið á hlið­ar­lín­unni á með­an aðr­ar þjóð­ir hafa tek­ið hönd­um sam­an um könn­un al­heims­ins. Þetta er synd og skömm, enda hafa ís­lensk­ir vís­inda­menn margsann­að það að þeir eiga er­indi í þá fylk­ingu er skip­ar fram­varð­ar­sveit vís­inda­legr­ar þekk­ing­ar.

Auð­velt er að kveða nið­ur radd­ir efa­semd­ar­manna sem sjá lít­inn til­gang í vís­inda­vinnu sem þess­ari. Næg­ir að vísa í þann óum­deilda ávinn­ing sem felst í geim­könn­un og þeirri ný­sköp­un sem hún krefst. Ann­ar ávinn­ing­ur af geim­könn­un og -vís­ind­um snert­ir menn­ingu okk­ar og það hvernig djörf vís­indi eiga það til að blása okk­ur eld­móð í brjóst. Næg­ir að nefna Opport­unity og aðra sam­bæri­legra leið­angra. Þetta eru verk­efni sem hjálpa okk­ur að fræð­ast um stað okk­ar í al­heim­in­um og svara grund­vall­ar­spurn­ing­um um til­vist okk­ar, til­urð og fram­tíð. Verð­mæt­in sem fólg­in eru í slíkri þekk­ingu verða ekki met­in til fjár.

Auð­velt skref til að hjálpa ís­lensk­um vís­inda­mönn­um að gera sig enn frek­ar gild­andi í þess­um fræð­um er að­ild að Geim­ferða­stofn­un Evr­ópu (ESA). Eft­ir skjóta af­greiðslu á Al­þingi ár­ið 2016 var þings­álykt­un­ar­til­laga þess efn­is að sú að­ild yrði könn­uð sam­þykkt nær ein­róma. Lít­ið hef­ur heyrst af mál­inu síð­an þá.

Mark­viss skref í átt að frek­ari þátt­töku Ís­lands í geim­vís­ind­um eru nauð­syn­leg. Geim­könn­un er ekki sú drauma­höll sem hún eitt sinn var, held­ur mál­efni sem snerta með bein­um hætti kom­andi kyn­slóð­ir og hags­muni þeirra. Það væru mik­il mis­tök að leggj­ast ekki á eitt með ná­grönn­um okk­ar um að virkja tæki­fær­in sem leyn­ast milli stjarn­anna.

Auð­velt skref til að hjálpa ís­lensk­um vís­inda­mönn­um að gera sig enn frek­ar gild­andi í þess­um fræð­um er að­ild að Geim­ferða­stofn­un Evr­ópu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.