Sam­tal um snjallsíma

Fréttablaðið - - SKODUN -

Það er mik­il­vægt að við hefj­um af al­vöru sam­tal­ið um góða og slæma notk­un snjallsíma á skóla­tíma í grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Hvað vilja nem­end­ur, kenn­ar­ar og for­eldr­ar? Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag verð­ur flutt til­laga Sjálf­stæð­is­flokks­ins um stýr­ingu á notk­un snjallsíma í skól­um. Lagt er til að skóla- og frí­stunda­sviði verði fal­ið að vinna að út­færslu á því hvernig hægt er að stýra notk­un snjallsíma á skóla­tíma. Mark­mið­ið væri að ýta und­ir betri notk­un og koma í veg fyr­ir trufl­andi áhrif þeg­ar á kennslu stend­ur. Reykja­vík­ur­borg væri með því að taka ábyrga af­stöðu um notk­un snjallsíma barna og ung­menna.

Skólastarf verð­ur alltaf und­ir áhrif­um tækni­þró­un­ar, sem er gott mál, enda mik­il­vægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins veg­ar að finna hið gullna jafn­vægi milli gagn­legr­ar og trufl­andi notk­un­ar. Verk­efni skól­anna er m.a. að auka fé­lags­færni, náms­getu og þátt­töku barna í skóla­starf­inu, tækn­in get­ur bæði stutt við það en líka dreg­ið úr.

Við ber­um okk­ur gjarn­an sam­an við önn­ur lönd og lít­um þá oft til Norð­ur­landa. Þar eru mun strang­ari regl­ur varð­andi notk­un síma á skóla­tíma en við þekkj­um. Sím­ar eru al­mennt ekki leyfð­ir í kennslu­stund­um. Flest­ir skól­ar nota „síma­hót­el“, þ.e. kassa með hólf­um og þang­að fara all­ir sím­ar og kass­inn læst­ur þar til skóla­degi lýk­ur. Það eru um 7 ár síð­an byrj­að var að nota „hót­el­in“og eru áhrif­in al­mennt tal­in mjög já­kvæð á nem­end­ur og kennslu. Við þurf­um þó ekki að leita út fyr­ir land­stein­ana til þess að sjá góð­an ár­ang­ur af því að tak­marka snjallsíma á skóla­tíma. Varmár­skóli hef­ur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hef­ur skóla­brag­ur­inn tek­ið breyt­ing­um til hins betra. Kenn­ar­ar hafa svig­rúm til að tengja notk­un snjallsíma við náms­efn­ið og það hef­ur gef­ið góða raun. Fleiri skól­ar og sveit­ar­fé­lög hér á landi hafa ver­ið að vinna að sam­bæri­leg­um verk­efn­um.

Mik­il­vægt er að skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar fái frjáls­ar hend­ur til að út­færa regl­ur varð­andi notk­un snjallsíma á skóla­tíma. Út­færsl­an verð­ur að vera unn­in í fullu sam­ráði við skóla­stjórn­end­ur, kenn­ara, nem­end­ur og for­eldra. Því er brýnt að hefja sam­tal á milli allra að­ila skóla­starf­inu öll­um til heilla.

Við þurf­um þó ekki að leita út fyr­ir land­stein­ana til þess að sjá góð­an ár­ang­ur af því að tak­marka snjallsíma á skóla­tíma.

Val­gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.