Birt­ing dóma þeg­ar þo­lend­ur eru börn

Fréttablaðið - - SKODUN - Sal­vör Nor­dal um­boðs­mað­ur barna

Um­boðs­mað­ur barna hef­ur á síð­ustu ár­um ít­rek­að vak­ið máls á því hvernig birt­ingu dóma sem varða börn er hátt­að. Sér­stak­lega hef­ur ver­ið bent á að dóm­ar þar sem börn eru þo­lend­ur t.d. í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um gangi oft nærri frið­helgi barna og per­sónu­vernd með ná­kvæm­um at­vika­lýs­ing­um, ít­ar­leg­um lýs­ing­um á líð­an barna eða að vitn­að sé beint í við­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar sem fram hafa kom­ið í við­töl­um sál­fræð­inga eða sér­fræð­inga Barna­húss við börn. Þrátt fyr­ir að nafn­leynd­ar eigi að gæta hef­ur nafn­hreins­un ekki alltaf ver­ið sem skyldi og einnig vand­kvæð­um bund­ið að tryggja brota­þol­um per­sónu­vernd og frið­helgi einka lífs, þrátt fyr­ir nafn­leynd, t.d. í mál­um sem tengj­ast fá­menn­um sveit­ar­fé­lög­um.

Þann 30. maí á síð­asta ári héldu um­boðs­mað­ur barna og dóm­stóla­sýsl­an fund með full­trú­um rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og helstu stofn­un­um og fé­laga­sam­tök­um sem gæta hags­muna barna. Á fund­in­um var far­ið yf­ir regl­ur um birt­ingu dóma og fram­kvæmd­ina hér á landi og ann­ars stað­ar á Norð­ur­lönd­um en ljóst er að mun lengra er geng­ið hér á landi þeg­ar dóm­ar eru birt­ir en í ná­granna­lönd­un­um. Einnig voru rædd raun­veru­leg dæmi og upp­lýs­ing­ar úr dóm­um sem varða börn og greindi með­al ann­ars ung­ur þol­andi kyn­ferð­isaf­brots frá reynslu sinni í þess­um efn­um. Ljóst er af þess­um dæm­um að birt­ing ná­kvæmra at­vika­lýs­inga í dóm­um geta vald­ið börn­um mikl­um sárs­auka og end­ur­tekn­um áföll­um.

Um­ræð­unni á fund­in­um var ætl­að að vera mik­il­vægt inn­legg í þá vinnu sem dóm­stóla­sýsl­an hef­ur haft með hönd­um um að sam­ræma regl­ur við birt­ingu dóma og gæta hags­muna barna. Lið­ur í þess­ari vinnu var að treysta laga­grunn slíkra reglna og kynnti dóms­mála­ráð­herra í því skyni í haust frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um dóm­stóla og lög­um um með­ferð saka­mála (birt­ing dóma og mynda­tök­ur í dóm­hús­um) sem með­al ann­ars sneri að því að tryggja frið­helgi barna og per­sónu­vernd við birt­ingu dóma. Nú hef­ur ver­ið ákveð­ið að taka mál­ið af mála­skrá Al­þing­is í ár og mun því enn frek­ar drag­ast að mik­il­væg vernd barna verði tryggð.

Um­rætt frum­varp varð­aði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þætt­ir tals­verða um­ræðu sem um­boðs­mað­ur barna tek­ur ekki af­stöðu til. Aft­ur á móti árétt­ar embætt­ið mik­il­vægi þess að dóm­stól­ar breyti því verklagi sem hér hef­ur tíðk­ast um ára­bil og hef­ur vald­ið börn­um mikl­um sárs­auka enda kveð­ur Barna­sátt­mál­inn á um að það sem barni er fyr­ir bestu skuli ávallt hafa for­gang þeg­ar stofn­an­ir, dóm­stól­ar, stjórn­völd og lög­gjaf­ar­stofn­an­ir gera ráð­staf­an­ir sem varða börn. Embætt­ið skor­ar því á dóms­mála­ráð­herra að end­ur­skoða um­rædda ákvörð­un og leggja fram frum­varp á Al­þingi sem hef­ur þann meg­in­til­gang að tryggja hags­muni barna og vernd þeirra gegn birt­ingu við­kvæmra og per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga úr dóms­mál­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.