Við­ur­kenn­ing á góðu starfi

Helg­in var gjöf­ul fyr­ir Stjörn­una en fjór­ir flokk­ar fé­lags­ins urðu þá bikar­meist­ar­ar í körfu­bolta. Upp­gang­ur körfuknatt­leiks­deild­ar­inn­ar hef­ur ver­ið hrað­ur en ekki er langt síð­an hún lagð­ist næst­um því af.

Fréttablaðið - - SPORT - ing­vit­[email protected]­bla­did.is

Stjarn­an úr Garða­bæ var að­sóps­mest í Geys­is­bik­arvik­unni í körfu­bolta. Fé­lag­ið átti fimm lið í úr­slit­um og fjög­ur þeirra urðu bikar­meist­ar­ar.

Tí­undi flokk­ur Stjörn­unn­ar reið á vað­ið þeg­ar þeir urðu bikar­meist­ar­ar á föstu­dag­inn eft­ir sig­ur á Fjölni, 63-52, í úr­slita­leik. Á laug­ar­dag­inn varð meist­ara­flokk­ur karla bikar­meist­ari í fjórða sinn eft­ir sig­ur á Njarð­vík, 84- 68. Stjarn­an tap­aði hins veg­ar fyr­ir Val, 74-90, í sín­um fyrsta úr­slita­leik í meist­ara­flokki kvenna.

Á sunnu­dag­inn urðu svo 9. flokk­ur drengja og drengja­flokk­ur Stjörn­unn­ar bikar­meist­ar­ar. Stjarn­an bar sigur­orð af Hauk­um, 72-54, í úr­slita­leik 9. f lokks og í úr­slita­leikn­um í drengjaf lokki hafði Stjarn­an bet­ur gegn Fjölni, 77-87.

„Ég get al­veg tek­ið und­ir að þetta sé við­ur­kenn­ing á því starfi sem hef­ur ver­ið unn­ið hjá Stjörn­unni síð­ustu ár,“sagði Sn­orri Örn Arn­alds­son, þjálf­ari 9. flokks drengja hjá Stjörn­unni, í sam­tali við Frétta­blað­ið um bik­ar­helg­ina.

Þótt yngri f lokka starf­ið hjá Stjörn­unni sé í blóma núna hef­ur sú ekki alltaf ver­ið raun­in. Ekki er langt síð­an körfuknatt­leiks­deild­in lagði nán­ast upp laup­ana.

„ Deild­in var form­lega stofn­uð 1993. Meist­ara­flokk­ur karla komst upp í efstu deild tíma­bil­ið 200102 en tap­aði þá öll­um leikj­un­um sín­um. Þá var ekki mik­ið yngri flokka starf í gangi og deild­in lagð­ist næst­um því af. En nokkr­ir eld­hug­ar héldu þessu gang­andi. Það þurfti mik­ið átak til að halda úti meist­ara­flokki og þeim fáu yngri flokk­um sem voru þá,“sagði Sn­orri sem var ráð­inn yf­ir­þjálf­ari hjá Stjörn­unni 2009. Þá voru ið­k­end­ur í körfuknatt­leiks­deild­inni fá­ir en þeim hef­ur fjölg­að hratt á síð­ustu ár­um.

Fjölg­að um 300

„Á þeim tíma voru að mig minn­ir 80 ið­k­end­ur í körfuknatt­leiks­deild­inni, að meist­ara­flokk­un­um með­töld­um. Mitt hlut­verk var að stýra upp­gang­in­um og það má segja að ég hafi kom­ið inn á rétt­um tíma því þá var bú­ið að leggja grunn­inn. Fim­leika­hús­ið í Ás­garði var tek­ið í notk­un 2010 og þá fékk körfuknatt­leiks­deild­in sal­inn í Ás­garði fyr­ir sig. Við lögð­um mikla áherslu á að fá áhuga­sama og góða þjálf­ara og að það yrði góð­ur fjöldi ið­k­enda í yngstu flokk­un­um,“sagði Sn­orri.

Á þess­um tíma var meist­ara­flokk­ur karla far­inn að gera sig gild­andi og varð bikar­meist­ari í fyrsta sinn 2009 og end­ur­tók leik­inn 2013. Stjarn­an fór einnig í úr­slit um Ís­lands­meist­ara­titil­inn 2011 og 2013.

„Það var ekki fyrr en um 2012-13 sem við þurft­um ekki að leggja elstu flokk­ana af vegna of fárra ið­k­enda. Það krafð­ist mik­ill­ar vinnu,“sagði Sn­orri sem var yf­ir­þjálf­ari Stjörn­unn­ar 2009-12 og svo aft­ur 2013-15. Að hans sögn fór ið­k­enda­fjöld­inn í yngri flokk­um Stjörn­unn­ar síð­asta vet­ur upp í 350 og um 380 að meist­ara­flokk­un­um með­töld­um.

„ Stráka­meg­in er starf­ið hjá Stjörn­unni það fjöl­menn­asta en við er­um enn að berj­ast við að ná inn nógu mörg­um stelp­um. Sag­an er ekki með okk­ur kvenna­meg­in en það að hafa átt lið í bikar­úr­slit­um vek­ur von­andi auk­inn áhuga.“

Sn­orri seg­ir að hæf­ir þjálf­ar­ar hafi skipt miklu fyr­ir upp­gang­inn í yngri flokka starfi Stjörn­unn­ar.

„Þjálf­ar­arn­ir hafa ver­ið mjög dug­leg­ir að vekja áhuga. Í því sam­hengi má nefna Kjart­an Atla Kjart­ans­son sem var lengi með yngstu flokk­ana. Árni Ragn­ars­son hef­ur þjálf­að þarna. Síð­asta vet­ur var hann með 63 stráka í 2009-ár­gang­in­um og þar var kom­inn bið­listi. Elías Orri Gísla­son, Ósk­ar Þór Þor­steins­son og Ragn­ar Björg­vin Tómas­son hafa einnig unn­ið gott starf en þeir eru all­ir upp­al­d­ir hjá fé­lag­inu. Þá ber að nefna þátt Barry Timmer­manns sem tók við starfi yf­ir­þjálf­ara 2015,“sagði Sn­orri. Hann bind­ur von­ir við að kvenn­a­starf­ið hjá Stjörn­unni muni stækka á næstu ár­um.

„ Meist­araf lokk­ur kvenna var sett­ur á lagg­irn­ar 2009 og sama ár var byrj­að að byggja starf­ið í yngri flokk­um kvenna. Það hafði ekki ver­ið neitt slíkt og það tók lang­an tíma að byggja það upp. Fyrsta mán­uð­inn var ein stelpa að æfa en í lok vetr­ar voru 30 stelp­ur farn­ar að æfa,“sagði Sn­orri sem tel­ur að um 80 stelp­ur séu í yngri flokk­um Stjörn­unn­ar.

Áhrif Jóns Kr. og Teits

Sn­orri seg­ir að ekki megi van­meta þátt Jóns Kr. Gísla­son­ar, fyrr­ver­andi lands­liðs­þjálf­ara, sem átti stór­an þátt í því að ýta körfu­bolta­skip­inu í Garða­bæ úr vör. Yngsti son­ur hans, Dúi Þór, varð bikar­meist­ari með meist­ara­flokki og drengja­flokki um helg­ina. Sá elsti, Dag­ur Kár leik­ur sem at­vinnu­mað­ur í Aust­ur­ríki og sá næ­stelsti, Daði Lár, með Hauk­um. Þeir léku áð­ur með meist­ara­flokki Stjörn­unn­ar.

„Jón Kr. hef­ur kom­ið að því að byggja upp starf­ið í kring­um sína stráka en hann er líka mik­ill áhuga­mað­ur um deild­ina og er alltaf reiðu­bú­inn að að­stoða og miðla af sinni miklu reynslu. Til dæm­is kom formað­ur körfuknatt­leiks­deild­ar­inn­ar [Hilm­ar Júlí­us­son] upp­haf­lega inn í starf­ið í gegn­um son sinn [Tómas Þórð] sem Jón Kr. þjálf­aði,“sagði Sn­orri sem var að­stoð­ar­mað­ur Teits Ör­lygs­son­ar með meist­ara­flokk karla í nokk­ur ár. Hann seg­ir að þótt Teit­ur hafi aldrei þjálf­að yngri f lokka hafi Teit­ur haft mik­il áhrif á starf­ið hjá Stjörn­unni. „ Metn­að­ur hans, keppn­is­skap og þekk­ing á leikn­um smit­aði út frá sér,“sagði Sn­orri.

En hver er fram­tíð­ar­sýn­in hjá körfuknatt­leiks­deild Stjörn­unn­ar? „Við ætl­um að vera með flott­asta yngri flokka starf­ið. Það er hug­læg­ur mæli­kvarði en við vilj­um vera með marga ið­k­end­ur og ná ár­angri eins og um helg­ina. En gæði þjálf­un­ar yngri flokka felst í meiru en að vinna titla. Við vilj­um að það verði horft til okk­ar sem leið­andi afls í upp­bygg­ingu á yngri flokka starfi. Okk­ur finnst við vera á réttri leið,“sagði Sn­orri að lok­um.

Það var ekki fyrr en um 2012-13 sem við þurft­um ekki að leggja elstu flokk­ana af vegna of fárra ið­k­enda.

Sn­orri Örn Arn­alds­son

MYND/KKÍ

Drengja­flokk­ur.

MYND/KKÍ

9. flokk­ur drengja.

MYND/KKÍ

10. flokk­ur drengja.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Meist­ara­flokk­ur karla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.