Mæt­ir Bayern í þrí­tug­asta sinn

Fréttablaðið - - SPORT - Iþs

Li­verpool, silf­urlið Meist­ara­deild­ar Evr­ópu á síð­asta tíma­bili, tek­ur á móti Bayern München í fyrri leik lið­anna í 16-liða úr­slit­um keppn­inn­ar í kvöld. Leik­ur­inn hefst klukk­an 20.00. Á sama tíma mæt­ast Lyon og Barcelona í Frakklandi.

Bayern er það lið sem Jür­gen Klopp hef­ur oft­ast mætt á stjóra­ferl­in­um, eða 29 sinn­um. Lið hans hafa unn­ið níu leiki, gert fjög­ur jafn­tefli og tap­að 16. Sár­asta tap­ið gegn Bayern kom í úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar­inn­ar 2013 þeg­ar Klopp var við stjórn­völ­inn hjá Dort­mund. Þá voru Ro­bert Lew­andowski og Mats Hum­mels í liði Dort­mund en þeir leika með Bayern í dag.

Virgil van Dijk tek­ur út leik­bann hjá Li­verpool í kvöld og þá er óvíst með þátt­töku Dej­an Lovr­en og Ro­berto Fir­mino. Thom­as Müller er í banni hjá Bayern. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.