Wiesent­hal var sæmd­ur ridd­ara­krossi

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Simon Wiesent­hal var sæmd­ur ridd­ara­krossi bresku krún­unn­ar fyr­ir ævi­langt starf í þágu mann­kyns þenn­an mán­að­ar­dag ár­ið 2004.

Wiesent­hal var bygg­inga­verk­fræð­ing­ur að mennt og starf­aði líka sem rit­höf­und­ur. Hann var aust­ur­rísk­ur gyð­ing­ur og var í fjög­ur ár í út­rým­ing­ar­búð­um nas­ista, frá 1941 til 1944 - en lifði hel­för­ina af.

Eft­ir vist­ina í út­rým­ing­ar­búð­un­um vóg Wiesent­hal ein­ung­is 40 kíló, Var hann þó 180 senti­metr­ar að hæð. Þeg­ar hann hafði náð heilsu eft­ir þess­ar hremm­ing­ar helg­aði hann líf sitt því að safna upp­lýs­ing­um um nas­ista­for­ingja og leita þá uppi svo hægt væri að sækja þá til saka fyr­ir stríðs­glæpi og glæpi gegn mann­kyn­inu.

Hann stofn­aði með­al ann­ars skjala- safn um gyð­inga, ár­ið 1947 í Linz í Aust­ur­ríki, þar sem bæði hann og aðr­ir söfn­uðu sam­an upp­lýs­ing­um og að­stoð­uðu fólk við að leita að týnd­um ætt­ingj­um sín­um eft­ir stríð­ið.

Simon Wiesent­hal-stofn­un­in var nefnd eft­ir hon­um, hún stend­ur vörð um rétt­indi gyð­inga og hef­ur haft uppi á nokkr­um nas­ista­for­ingj­um frá því að hún var stofn­uð ár­ið 1977.

Á átt­unda ára­tugn­um bland­aði Wiesent­hal sér í austurísk stjórn­mál. Hann hélt því fram að all­nokkr­ir ráð­herr­ar í rík­is­stjórn Brunos Kreisky hefðu ver­ið nas­ist­ar.

Wiesent­hal fékk marg­ar morð­hót­an­ir um æv­ina en hann lést í svefni í Vín í Aust­ur­ríki ár­ið 2005 og var graf­inn í borg­inni Herzliya í Ísra­el.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.