All­ir hafa gott af góðri ráð­gjöf um líf­eyr­is­mál

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

Heið­rún Leifs­dótt­ir og Thelma Rós Hall­dórs­dótt­ir starfa við líf­eyr­is­ráð­gjöf hjá Líf­eyr­is­þjón­ustu Ari­on banka í höf­uð­stöðv­um bank­ans í Borg­ar­túni 19, fyr­ir Frjálsa líf­eyr­is­sjóð­inn, Líf­eyris­auka, EFÍA, Líf­eyr­is­sjóð Ran­gæ­inga og LSBÍ. Þær segja líf­eyr­is­mál­in áhuga­verð og starf­ið fjöl­breytt.

Hspurn­ir verj­ar spurn­irn­ar? um „Við út­greiðslu­ráð­gjöf eru fá­um al­geng­ustu að­al­lega fyr­ir- fyr­ir- og þá en jafn­framt langoft­ast heil­mik­ið vegna starfs­loka vegna ör­orku, and­láts og ann­ars sem teng­ist líf­eyr­is­mál­um, einnig frá launa­greið­end­um.“

Heið­rún og Thelma Rós mæla með að fólk bóki fundi fyr­ir­fram og að hjón/sam­búð­ar­að­il­ar komi sam­an, til að ná fram skýr­ari mynd af heild­ar­tekj­um heim­il­is­ins.

Mark­miða­setn­ing er æski­leg

„ Stað­reynd­in er sú að flest­ir taka á sig um­tals­verða launa­lækk­un við starfs­lok og bú­ast má við því að þeir sem fara á eft­ir­laun á næstu ár­um fái 40%-60% af loka­laun­um úr líf­eyr­is­sjóði“seg­ir Heið­rún.

„Það krefst ára­langs und­ir­bún­ings að leggja fyr­ir til að geta við­hald­ið sam­bæri­leg­um lífs­stíl á eft­ir­launa­ár­un­um. Æski­legt er að setja sér markmið í tíma um ákveðn­ar tekj­ur við starfs­lok, t.d. 70-80% af loka­laun­um. Fólk sem fer á elli­líf­eyri í fram­tíð­inni get­ur ekki sett allt sitt traust á greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un, m.a. vegna tekju­teng­inga sem stjórn­völd ákveða, en ætti hins veg­ar að fá hærri ævi­lang­an elli­líf­eyri úr líf­eyr­is­sjóð­um en þeir sem eru á elli­líf­eyri í dag,“seg­ir Thelma Rós.

Góð­ur und­ir­bún­ing­ur eyk­ur ánægju við starfs­lok

Að sögn Heið­rún­ar hef­ur auk­ist að fólk á miðj­um aldri leiti ráð­gjaf­ar um líf­eyr­is­mál þó flest­ir geri það ekki fyrr en kem­ur að starfs­lok­um. „Eft­ir að hafa lagt mat á stöðu sína ákveða marg­ir að auka sparn­að til að tryggja sér ásætt­an­leg­an líf­eyri, t.d. með við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði en best væri að nýta hann frá upp­hafi starfs­fer­ils til að tryggja auk­ið fjár­hags­legt frelsi við starfs­lok.

Mik­il­vægt að horfa á heild­ar­mynd­ina

Thelma Rós vek­ur at­hygli á að eitt af því sem fólk upp­lifi við starfs­lok sé að í stað þess að fá laun reglu­lega frá ein­um launa­greið­anda þurfi það að taka ákvarð­an­ir um hvenær hefja eigi út­greiðsl­ur sér­eign­ar­sparn­að­ar og elli­líf­eyr­is úr líf­eyr­is­sjóð­um og frá Trygg­inga­stofn­un og hvernig nýta megi ann­an sparn­að og eign­ir sem best. „Mik­il­vægt er að horfa á heild­ar- mynd­ina því það er t.d. margt sem hef­ur áhrif á greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un, þ.e. líf­eyr­ir úr líf­eyr­is­sjóð­um, at­vinnu­tekj­ur og fjár­magn­s­tekj­ur, s.s. vext­ir banka­bóka, ávöxt­un verð­bréfa­sjóða við sölu þeirra, hagn­að­ur, arð­ur eða leigu­tekj­ur,“seg­ir Thelma Rós.

Við leit­um leiða til að all­ir fái sem mest út úr sparn­að­in­um

„ Marg­ir leita til okk­ar við þessi tíma­mót og markmið okk­ar er eins og áð­ur sagði að horfa á heild­ar­mynd­ina og leita leiða til að fólk fái sem mest út úr sparn­aði sín­um. Þá skoð­um við einkum skatta­mál­in og sam­spil­ið við Trygg­inga­stofn­un en fleira get­ur kom­ið til, jafn­vel skipt­ing líf­eyr­is­rétt­inda og/eða sér­eign­ar. Marg­ir spá líka mik­ið í erf­an­leika,“seg­ir Heið­rún. Loks er skyn­sam­legt að meta hvort draga eigi úr áhættu fjár­fest­inga, bæt­ir Heið­rún við.

Per­sónu­leg­ar for­send­ur og ráð­legg­ing­ar sér­fræð­inga

Thelma Rós bend­ir á mik­il­vægi þess að hver og einn skoði sín líf­eyr­is­mál út frá eig­in for­send­um en ekki annarra og grípi ekki á lofti sem heil­ög sann­indi eitt­hvað sem sagt er í heita pott­in­um. Betra sé að leita ráð­gjaf­ar hjá sín­um líf­eyr­is­sjóði og/eða Trygg­inga­stofn­un og kynna sér þær regl­ur sem í gildi eru því sam­spil­ið milli al­manna­trygg­inga og annarra tekna geti breyst.

Fræðsla um út­greiðsl­ur

Fjall­að verð­ur um helstu þætti sem snúa að út­greiðsl­um líf­eyr­is­sparn­að­ar á fræðslufun­di sem hald­inn verð­ur í höf­uð­stöðv­um Ari­on banka, Borg­ar­túni 19, þriðju­dag­inn 26. fe­brú­ar kl. 17:30.

„Við hvetj­um alla til að mæta og skrá sig á ari­on­banki.is,“segja Heið­rún og Thelma Rós að lok­um.

EYÞÓR MYND/

Thelma Rós Hall­dórs­dótt­ir og Heið­rún Leifs­dótt­ir segja al­geng­ustu spurn­ing­arn­ar fjalla um starfs­lok, ör­orku og and­lát.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.