Hin myrka hlið ástar­inn­ar

Þóra Hjör­leifs­dótt­ir send­ir frá sér fyrstu skáld­sögu sína. Er ein af Svika­skáld­um og vin­kon­urn­ar í hópn­um gáfu henni góð ráð.

Fréttablaðið - - MENNING -

kol­[email protected]­bla­did.is ÉG HELD AÐ LILJA SÉ PERSÓNA SEM MJÖG MARG­AR KONUR MUNI TENGJA VIÐ AÐ EINHVERJU LEYTI.

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Kvika er fyrsta skáld­saga Þóru Hjör­leifs­dótt­ur. „Hún fjall­ar um ást­ina á tím­um klám­væð­ing­ar og að­al­per­són­an Lilja verð­ur ást­fang­in af strák og leyf­ir hon­um að ganga yf­ir öll mörk. Í þess­ari bók er ég að skoða hvað ger­ist þeg­ar ein­stak­ling­ur fell­ir nið­ur varn­ar­vegg­ina og seg­ir skil­ið við prinsipp­in,“seg­ir Þóra. „Ást­in er mér mjög hug­leik­in. Aðalum­ræðu­efn­ið hjá mér og vin­kon­um mín­um er ást­in, leit­in að henni og hvernig eigi að við­halda henni. Ást­in er risa­stór ráð­gáta sem ég næ ekki al­veg ut­an um. Það er ekk­ert betra en að vera elsk­uð og að elska, en svo kem­ur það fyr­ir að við flækj­umst í það að beina ást­inni ekki í besta far­veg. Þá verð­ur stund­um óljóst hvar ást­inni slepp­ir og hvar þrá­hyggja og geð­veiki taka við. Í Kviku lang­aði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástar­inn­ar.

Ég held að Lilja sé persóna sem mjög marg­ar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kem­ur sér í að­stæð­ur sem verða stöð­ugt verri og sekk­ur æ dýpra.“ Ekki með full­komn­un­ar­áráttu

Þóra er ein af Svika­skáld­um en auk henn­ar eru í hópn­um Fríða Ís­berg, Ragn­heið­ur Harpa Leifs­dótt­ir, Mel­korka Ólafs­dótt­ir, Sunna Dís Más­dótt­ir og Þór­dís Helga­dótt­ir. Sam­an hafa þær gef­ið út tvær ljóða­bæk­ur. Sp­urð hvort sam­starfs­kon­ur henn­ar í Svika­skáld­um hafi les­ið yf­ir hand­rit þess­ar­ar fyrstu skáld­sögu henn­ar seg­ir Þóra: „Þær eru vin­kon­ur mín­ar og við er­um skálda­gengi og les­um mik­ið yf­ir hver hjá ann­arri. Þær lásu yf­ir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hug­mynd­ir fá oft vængi ef mað­ur tal­ar um þær við aðra. Það er ein­mana­legt að skrifa bók, mað­ur er einn heima að puða og það er mjög þakk­látt að hafa upp­brot á því í sam­vinnu í þess­um hópi.

Við höf­um gef­ið út tvær ljóða­bæk­ur og þá voru mjög strang­ar regl­ur í rit­ferl­inu. Við höf­um ver­ið að að æfa okk­ur í því að vera ekki með full­komn­un­ar­áráttu og hanga yf­ir texta of lengi í sjálfs­gagn­rýniskyrr­stöðu. Svika­skáld voru eig­in­lega stofn­uð til að þvo hend­ur okk­ar af þeirri vit­leysu.“

Sp­urð hvort lýrík sé áber­andi í skáld­sög­unni seg­ir hún: „Já, og þeg­ar líð­ur á verk­ið verða kafl­arn­ir æ styttri. Ég vildi láta text­ann leys­ast upp með Lilju, að­al­per­sónu sög­unn­ar.“ Súr­realísk til­finn­ing

Að lok­um er Þóra sp­urð hvernig til­finn­ing fylgi því að gefa út fyrstu skáld­sögu sína og svar­ar: „Hún er frá­bær, svo­lít­ið súr­realísk. Ég er bú­in að fá gríð­ar­lega mik­ið af skila­boð­um frá vin­um, kunn­ingj­um og fólki sem er bú­ið að lesa. Bók­in er auð­les­in og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegn­um hana á einni kvöld­stund en svo held ég að hún mari í und­ir­með­vit­und margra í ein­hvern tíma á eft­ir.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Fyrsta skáld­saga Þóru fjall­ar um ást­ina á tím­um klám­væð­ing­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.