Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKODUN -

Fran­ken­stein Smári

Victor Fran­ken­stein er með harm­ræn­ustu skáld­sagna­per­són­um síð­ari tíma. Í til­raun­um til þess að sigr­ast á dauð­an­um bútasaum­aði hann óskapn­að sem hef­ur síð­an ým­ist ver­ið rugl­að sam­an eða kennt við hann. Upp­vakn­ing­ur­inn sner­ist því mið­ur gegn skap­ara sín­um og kall­aði yf­ir hann tak­marka­litla ógæfu. Sjálf­ur kom Gunn­ar Smári að sköp­un Frétta­blaðs­ins á sín­um tíma en síð­ar skildu leið­ir og nú þeg­ar hann er orð­inn blóð­rauð­ur sósí­alisti eft­ir stór­kapítalísk út­rás­ar­æv­in­týri fer fátt jafn mik­ið í hans stétt­vísu taug­ar en lang­líf­asti papp­ír­spés­inn hans.

Nietzsche fyr­ir byrj­end­ur

Á með­an Gunn­ar Smári stjórn­aði Frétta­blað­inu gerði hann Davíð Odds­syni lífið svo leitt að sá am­ast enn við því að Frétta­blað­inu sé troð­ið óum­beðnu inn á fólk. Og fyr­ir gráglettni ör­lag­anna er Fran­ken­stein ís­lenskra fjöl­miðla nú orð­inn bakradda­söngv­ari í Há­deg­is­móakórn­um sem kann ekki In­terna­sjóna­l­inn: „Ég hvet fólk til að af­þakka Frétta­blað­ið, til hvers ætti fólk að opna heim­ili sitt fyr­ir sví­virði­leg­um áróðri gegn lífs­bar­áttu sinni?“hróp­aði Fran­ken­stein á Face­book í gær, glað­vak­andi í Nietzscheí­skri mar­tröð: „Gættu þess þeg­ar þú tel­ur þig vera að berj­ast við skrímsl að breyt­ast ekki í eitt slíkt sjálf­ur.“thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.