Fimm­tugsaf­mæl­is minnst í vor

Í vor verð­ur hálf öld síð­an sam­ið var um skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um í kjara­samn­ing­um á al­menn­um mark­aði. Á þess­um tíma­mót­um verð­ur fyrst og fremst horft fram á veg­inn.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Í lok árs 1991 voru 88 lífeyrissj­óðir hér á landi en ár­ið 2007 hafði þeim fækk­að um meira en helm­ing.

Ímaí verð­ur þess minnst að hálf öld er lið­in frá því sam­ið var um skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um í kjara­samn­ing­um á al­menn­um mark­aði. Tíma­mót­anna verð­ur m.a. minnst í fram­haldi af árs­fundi Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, seg­ir Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða. „Á af­mæl­is­fund­in­um og víð­ar verð­ur tæki­fær­ið not­að til að horfa um öxl og meta stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins nú, en fyrst og fremst verð­ur horft fram á veg­inn. Við þekkj­um styrk­leika kerf­is­ins en við ræð­um ekki síð­ur það sem þyk­ir mega fara bet­ur.“Lífeyrissj­óðir eiga sér langa sögu en meg­in­markmið þeirra hef­ur alltaf ver­ið að leggja fyr­ir fjár­muni til efri ár­anna. „Upp­haf­ið má rekja til laga­setn­ing­ar vegna eft­ir­launa emb­ætt­is­manna. Þeg­ar lög um al­manna­trygg­ing­ar voru sett 1946 voru starf­andi fimmtán lífeyrissj­óðir starfs­manna rík­is, sveit­ar­fé­laga, banka og fyr­ir­tækja í einka­rekstri og sam­vinnu­rekstri.“

Þrjár meg­in­stoð­ir

Launa­fólk inn­an ASÍ átti lengi vel ekki að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um en grund­vall­ar­breyt­ing varð þar á með kjara­samn­ing­un­um ár­ið 1969. „Þar voru ákvæði um at­vinnu­tengda líf­eyr­is­sjóði með skyldu­að­ild og sjóð­söfn­un. Gleym­um því ekki að á þess­um tíma var efna­hagskreppa hér á landi og mik­ið at­vinnu­leysi. Fjöldi fólks flutti úr landi í leit að at­vinnu og betri lífs­kjör­um. Í slíku ár­ferði var sam­ið um fyrstu skref að skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um. Það er til vitn­is um fram­sýni og áræðni samn­inga­manna beggja vegna borðs og þess­ara tíma­móta minn­umst við ein­mitt í maí.“

Ár­ið 1980 var lög­fest að­ild allra á vinnu­mark­aði að líf­eyr­is­sjóð­um, þar með tal­ið þeirra sem voru sjálf­stætt starf­andi og at­vinnu­rek­end­ur. Gert var ráð fyr­ir að greiða minnst 10% dag­vinnu­launa í ið­gjöld en 1986 var far­ið að miða við heild­ar­laun. „Heild­ar­lög­gjöf um líf­eyr­is­sjóði var sett 1997 og er grunn­ur­inn sem kerf­ið stend­ur á enn þann dag í dag byggð­ur á þrem­ur meg­in­stoð­um: al­manna­trygg­ing­um rík­is­ins, sam­trygg­ing­ar­kerfi líf­eyr­is­sjóða og frjáls­um við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði.“

Mik­il­vægt skref

Lífeyrissj­óðir hafa ver­ið byggð­ir ólíkt upp og tals­verð­ur mun­ur ver­ið á rétt­inda­kerfi op­in­berra starfs­manna og þeirra sem starfa á al­menn­um mark­aði. „Á ár­inu 2017 tóku gildi mikl­ar breyt­ing­ar er varða líf­eyr­is­rétt­indi starfs­manna rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga þar sem all­ir ný­ir starfs­menn heyra nú und­ir sömu lög­gjöf. Þetta var mik­il­vægt skref og stuðl­ar að sveigj­an­leika á vinnu­mark­aði, enda afla menn svip­aðra líf­eyr­is­rétt­inda hvort held­ur starf­að er hjá hinu op­in­bera eða á einka­mark­aði. Líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið er hluti af kjör­um fólks og miklu máli skipt­ir að for­ystu­menn launa­fólks og at­vinnu­rek­enda finni vett­vang til að þróa það þannig að sam­ræmd­ar regl­ur gildi fyr­ir all­an vinnu­mark­að­inn.“

Eðli­leg fækk­un

Hún seg­ir að líf­eyr­is­sjóð­um muni fækka enn frek­ar og það sé eðli­leg þró­un. „Í lok árs 1991 voru 88 lífeyrissj­óðir hér á landi en ár­ið 2007 hafði þeim fækk­að um meira en helm­ing. Nú er skráð­ur 21 sjóð­ur inn­an vé­banda Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða. Það seg­ir samt ekki alla sög­una því sum­ir sjóð­ir eru lok­að­ir, það er að segja þeir taka ekki leng­ur við ið­gjöld­um og eru því ekki full starf­andi. Sum­ir tala um að eðli­legt sé að enda í ein­um líf­eyr­is­sjóði fyr­ir alla lands­menn. Það tel ég hvorki æski­lega né eðli­lega nið­ur­stöðu, held­ur að hér verði starf­andi nokkr­ir stór­ir og öfl­ug­ir sjóð­ir sem geti tek­ist á við sí­fellt fleiri verk­efni og aukn­ar kröf­ur sem til þeirra eru gerð­ar.“

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Grund­vall­ar­breyt­ing varð á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu með kjara­samn­ing­un­um ár­ið 1969 seg­ir Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða. Tíma­mót­anna verð­ur minnst í maí á þessu ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.