Reikn­um með fram­tíð­inni á birta.is

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

Það er dyggð að spara. Full­yrð­ing­in gæti í fljótu bragði virst vera ansi klisju­kennd en er samt sí­gild og sönn! Við er­um skyldug til að greiða í líf­eyr­is­sjóði alla starfsæv­ina og mynda þannig bak­hjarl okk­ar á efri ár­um, jafn­gildi trygg­ing­ar til lífs­við­ur­vær­is sem var­ir æv­ina alla.

Ein­dreg­ið er mælst til þess að fólk stofni auk þess til sér­eign­ar­sparn­að­ar og því fyrr á æv­inni, því betra. Launa­fólk get­ur þannig lagt fyr­ir allt að 4% af heild­ar­laun­um sín­um til við­bót­ar skyldu­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði og feng­ið 2% á móti frá at­vinnu­rek­anda sín­um. Þetta jafn­gild­ir launa­hækk­un fyr­ir það eitt að spara í sér­eign!

Sér­eign­ar­sparn­að­ur hef­ur ýmsa fleiri kosti, til dæm­is við fyrstu kaup á íbúð. Ráð­gjaf­ar Birtu líf­eyr­is­sjóðs veita með ánægju ráð og svara spurn­ing­um um mis­mun­andi sparn­að­ar­leið­ir og ann­að til­heyr­andi.

„Við bend­um líka á að fólk get­ur próf­að að ger­ast eig­in ráð­gjaf­ar með því að nota reikni­vél­ina okk­ar á birta.is og gefa sér mis­mun­andi for­send­ur um mán­að­ar­laun, ald­ur, skyldu­sparn­að, sér­eign­ar­sparn­að, til­greind­an sér­eign­ar­sparn­að, vænta ávöxt­un og út­borg­un­ar­tíma. Það má al­veg segja sem svo að fólk leiki sér með mis­mun­andi töl­ur og kanni hvernig kem­ur til dæm­is út að flýta eða seinka eft­ir­laun­um. Þess­um leik fylg­ir hins veg­ar nokk­ur al­vara af því við er­um þarna að „reikna með fram­tíð­inni“, bein­lín­is átta okk­ur á því hve miklu máli skipt­ir á efri ár­um að reyna eft­ir megni að leggja eitt­hvað fyr­ir auka­lega sem fyrst á starfsæv­inni,“ seg­ir Hanna Þór­unn Skúla­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur skrif­stofu- og rekstr­ar­sviðs Birtu líf­eyr­is­sjóðs.

„Við er­um stolt af reikni­véla­kerf­inu á vefn­um okk­ar, enda var mik­il vinna í það lögð á sín­um tíma. Reikni­vél­in fyr­ir eft­ir­laun var til dæm­is frum­herja­smíð sem vakti verð­skuld­aða at­hygli og við okk­ur var sagt að ýms­ir aðr­ir hefðu gjarn­an vilj­að þá Lilju kveð­ið hafa!“

Greiðslu­mat með sjálfsaf­greiðslu­sniði

Hanna Þór­unn bend­ir á að Birta líf­eyr­is­sjóð­ur marki sér sér­stöðu á fleiri svið­um, nú síð­ast gagn­vart þeim sem sækja um sjóð­fé­lagalán.

„Ég vek at­hygli á því að við hjá Birtu höf­um tek­ið í gagn­ið ra­f­rænt greiðslu­mat með sjálfsaf­greiðslu­sniði í sam­starfi við Cred­it­in­fo og er­um fyrsti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sem það ger­ir. Fólk get­ur sjálft afl­að sér upp­lýs­inga og feng­ið bráða­birgða­greiðslu­mat á tölvu­skjá­inn sinn á fá­ein­um sek­únd­um. Ekki nóg með það, þeir sem fá sam­þykkt lán þurfa ein­ung­is að und­ir­rita skulda­bréf í lok­in á skrif­stofu sjóðs­ins eða hjá við­kom­andi fast­eigna­sölu. Tíma­frekt og flók­ið papp­írsumstang heyr­ir sög­unni til og það kunna sjóð­fé­lag­ar okk­ar að meta, enda er breyt­ing­in til mik­ils hag­ræð­is og þæg­inda fyr­ir þá og fyr­ir sjóð­inn.“

Hjá Birtu hef­ur ver­ið tek­ið í gagn­ið ra­f­rænt greiðslu­mat með sjálfsaf­greiðslu­sniði í sam­starfi við Cred­it­in­fo og er­um fyrsti líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sem það ger­ir. Fólk get­ur sjálft afl­að sér upp­lýs­inga og feng­ið bráða­birgða­greiðslu­mat á tölvu­skjá­inn sinn á fá­ein­um sek­únd­um.

Hanna Þór­unn Skúla­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur skrif­stofu­og rekstr­ar­sviðs Birtu líf­eyr­is­sjóðs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.