Með einn besta sér­eigna­sparn­að­inn

Björn Berg Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri Ís­lands­banka, seg­ir líf­eyr­is­sparn­að ekki vera mjög skemmti­legt mál­efni. Hann sé lít­ið í um­ræð­unni þrátt fyr­ir að vera gíf­ur­lega mik­il­væg­ur.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ -

ÁÍslandi er í lög­um að greitt sé mót­fram­lag í sér­eign. Ef ég legg til 2 eða 4 pró­sent verð­ur vinn­an mín að bæta við að lág­marki 2 pró­sent­um. Þar að auki fylgja þessu alls kyns fríð­indi. Þar er eng­in fjár­magn­s­tekju­skatt­ur, eng­ar skerð­ing­ar, þetta erf­ist að fullu og má ekki taka af fólki sem verð­ur gjald­þrota. Eins og ís­lenska kerf­ið er hefði mað­ur hald­ið að all­ir væru með sér­eigna­sparn­að því það hef­ur í raun eng­inn efni á að sleppa hon­um og af­þakka mót­fram­lag­ið,“seg­ir Björn Berg Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri Ís­lands­banka.

Björn Berg hef­ur þann sið að geta gert fjár­mál og flók­in mál­efni að ótrú­lega sjarmer­andi hlut og það er ekk­ert leið­in­legt að hlusta á hann tala um fjár­mál. Hvort sem það er um fjár­mál á HM í fót­bolta eða um líf­eyr­is­sjóði og sparn­að.

Hann við­ur­kenn­ir að sparnaður sé ekki mjög skemmti­legt mál­efni en þó af­ar mik­il­vægt. „Við er­um flest upp­tek­in af öðru, svo sem að vinna og ala upp börn­in okk­ar og það er ekki skrít­ið að líf­eyr­is­mál­in séu fólki ekki of­ar­lega í huga. En allt í einu er­um við kom­in á líf­eyris­ald­ur og för­um þá kannski fyrst að hugsa um á hverju við

ætl­um að lifa næstu ára­tug­ina. Það er of seint, auð­vit­að ætt­um við að byrja að velta þessu fyr­ir okk­ur miklu fyrr. Við þurf­um öll að hugsa vand­lega um okk­ar sparn­að og vilj­um ekki lenda í þeirri stöðu að átta okk­ur á því að fjár­mál­in séu í ólagi þeg­ar of seint er að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar og freista þess að laga þau.

Björn Berg og fé­lag­ar í Ís­lands­banka hafa ver­ið með fyr­ir­lestra um ævi­sparn­að ásamt fleiri fyr­ir­lestr­um reynd­ar og hitt fjölda fólks.

„Sum­ir hafa kynnt sér þetta og eru vel að sér en ég held að líf­eyr­is­mál séu ekki með því vin­sæl­asta með­al ungs fólks. Þetta er ekki það sem fólk er að velta fyr­ir sér dags­dag­lega og það er sama og eng­in um­ræða um þessi mál. Það sem við ger­um hér hjá Ís­lands­banka, hvort sem við er­um að halda nám­skeið, hitta skóla­fólk eða búa til þætti fyr­ir net­ið, er að freista þess að auka áhuga al­menn­ings á fjár­mál­um. Það er okk­ar markmið. Reyna að gera þau skemmti­legri svo það kvikni áhugi hjá fólki sem aft­ur mun verða til þess að fólk sé þá dug­legra að setj­ast yf­ir sín mál og vilji kynna sér mál­in bet­ur. Það er rétta leið­in að mínu mati.“

Hann seg­ir eina að­ferð þó virka þokka­lega til að sann­færa ungt fólk um mik­il­vægi sparn­að­ar. „Það sem mér finnst virka er þeg­ar fólk sér þetta svart á hvítu. Þeg­ar við sjá­um á blaði í hvað stefn­ir hjá okk­ur sjálf­um. Hvernig lít­ur þetta til dæm­is út ef ég held áfram að spara með sama hætti eða bæti að­eins í? Frels­ið sem fylg­ir því að eiga eitt­hvað í auka­sjóði er svo dýr­mætt, til dæm­is sem trygg­ing fyr­ir áföll­um, sem svig­rúm til að geta hætt fyrr að vinna, minnk­að við sig starfs­hlut­fall og svo fram­veg­is. Ég er á því að það sé ekki nóg að treysta 100 pró­sent á kerf­in, til dæm­is líf­eyr­is­sjóð­ina og Trygg­inga­stofn­un, al­veg óháð því hvort okk­ur finnst þau vera góð eða slæm. Það má vel vera að þessi kerfi verði í full­komnu lagi þeg­ar ég hætti að vinna en ég ætla ekki að veðja öll­um mín­um eft­ir­launa­ár­um á það.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Björn Berg Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri Ís­lands­banka. Björn vill að fólk fari að huga að líf­eyri fyrr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.