Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðju­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - [email protected]­bla­did.is

19. FE­BRÚ­AR 2019 Tón­leik­ar

Hvað? Vetr­arkyrrð með Jóni Svavari og Guð­rúnu Dal­íu

Hvenær? Kl. 20.00 Hvar? Sal­ur­inn, Hamra­borg 6 Á efn­is­skrá tón­leik­anna eru með­al annarra verk­in Vet­ur og Sprett­ur eft­ir Svein­björn Svein­björns­son, Gu­te

Nacht og Der Lind­en­baum úr Win­ter­reise eft­ir

Fr­anz Schubert, Drauma­land­ið, Gígj­an og Sofn­ar lóa eft­ir Sig­fús Ein­ars­son, Í dag skein sól eft­ir Pál Ísólfs­son og Í rökk­ur­ró eft­ir Björg­vin Guð­munds­son. Auk þess flytja þau arí­ur eft­ir Don­izetti, Wagner og Gounod. Sam­spil þeirra Jóns og Guð­rún­ar spann­ar nú rúm­an ára­tug og hafa þau kom­ið fram um víð­an völl. Síð­ustu tón­leik­ar þeirra í Saln­um voru söng­tón­leik­ar fyr­ir börn sem báru heit­ið Ég sá sauð. Hvað? Tango praktika og milonga Tangófėlag­s­ins Hvenær? kl. 20 - 23

Hvar? Iðnó, Von­ar­stræti 3 Op­inn kynn­ing­ar­tími í arg­entínsk­um tangó kl. 20-21, all­ir vel­komn­ir, eng­in dans­kunn­átta nauð­syn­leg og ekki þarf að mæta með dans­fé­laga. Í kjöl­far­ið er milong­an, frítt fyr­ir byrj­end­ur. Dj er Daði og held­ur hann uppi stuð­inu með gull­ald­ar tangó­tónlist í bland við nýja. Njót­um þess að taka spor­ið í þessu fal­lega húsi. Aðgangs­eyr­ir er kr. 1.000,- á milongu en frítt er fyr­ir

30 ára og yngri. Hvað? Kvart­ett Kristjönu Stef­áns á Kexi Hvenær? Kl. 20.30 Hvar? KEX Hostel Á næsta djasskvöld­i KEX Hostels, þriðju­dag­inn 19. fe­brú­ar, kem­ur fram kvart­ett söng­kon­unn­ar Kristjönu Stef­áns­dótt­ur. Með henni leika þeir Kjart­an Valdemars­son á pí­anó, Valdi­mar K. Sig­ur­jóns­son á kontrabass­a og Ein­ar Scheving á tromm­ur. Þau munu flytja fjöl­breytta dag­skrá þar sem fyr­ir koma vald­ir djass­st­and­ar­d­ar, frum­sam­in tónlist og upp­á­halds­lög í djass­bún­ingi. Tón­list­in hefst kl. 20.30 og er að­gang­ur ókeyp­is. KEX Hostel er á Skúla­götu 28.

Jón Svavar og Guð­rún Dal­ía verða með tón­leika í Saln­um í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.