Potta­plöntuæði runn­ið á lands­menn

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - [email protected]­bla­did.is

Vin­sæld­ir pottaplant­a hafa auk­ist jafnt og þétt hér á landi eft­ir að hafa kannski dott­ið að­eins út af vin­sældal­ist­an­um um hríð. Upp­bók­að er á hvert potta­plöntu­nám­skeið­ið á fæt­ur öðru hjá Blóma­vali en land­ann þyrst­ir í fróð­leik um umpott­un, upp­röð­un og vökvun.

Það eru garð­yrkju­fræð­ing­arn­ir Lára Jóns­dótt­ir og Vil­mund­ur Han­sen sem fræða þátt­tak­end­ur á líf­leg­an hátt eina kvöld­stund; upp­bók­að er á næsta nám­skeið nú á fimmtu­dag­inn en skrán­ing haf­in á auka­nám­skeið þann 7. mars næst­kom­andi.

Lára seg­ir vin­sæld­ir pottaplant­na hafa auk­ist jafnt og þétt síð­ustu tvö ár eft­ir að hafa dal­að upp úr ár­inu 2000. „ Með til­komu Insta­gram, blogg­síðna, Youtu­be og þess hátt­ar fær fólk aft­ur á móti hug­mynd­ir og áhuga. Vel hirt­ar potta­plönt­ur eru mubl­ur ef þeim er val­inn rétt­ur stað­ur, rétt birta, og vökvun og það hef­ur ver­ið virki­lega gam­an að sinna þess­um áhuga.“Fjöl­marg­ir hafa feng­ið það mik­inn áhuga á plönt­um að þeir hafa nán­ast fyllt heim­ili sín­um af ým­iss kon­ar plönt­um en Lára seg­ir mik­il­vægt að hver planta njóti sín. „En það er alltaf gam­an að prófa eitt­hvað nýtt þó þær lifi ekki enda­laust.“

Að­spurð hvaða plönt­ur njóti mesta vin­sælda þessa dag­ana tel­ur Lára upp bæði kunn­ug­leg og fram­andi nöfn fyr­ir leik­mann­inn. „Kaktus­ar og þykk­blöð­ung­ar eru vin­sæl­ir, frið­ar­lilja einnig en hún MEÐ TIL­KOMU INSTA­GRAM, BLOGG­SÍÐNA, YOUTU­BE OG ÞESS HÁTT­AR FÆR FÓLK AFT­UR Á MÓTI HUG­MYND­IR OG ÁHUGA. er loft­hreins­andi, rif­blaðka hef­ur sleg­ið í gegn sem og indjána­fjöð­ur sem er á lista NASA yf­ir plönt­ur sem hreinsa loft­ið. Dreka­tré eru svo til í mörg­um gerð­um og er­um mjög dug­leg­ar plönt­ur. Einnig mætti nefna

sómakólf og yukku svo dæmi séu tek­in.“

En hvað ætli sé mik­il­væg­ast að hafa í huga? „Það þarf smá reglu í um­hirð­una og það er mik­il­vægt að læra á mun­inn á sumri og vetri en það er vökv­að minna yf­ir vetr­ar­tím­ann því þá er birt­an minni. Sam­spil­ið milli lít­ill­ar birtu og hins mikla hita sem er í okk­ar hús­um að vetr­in­um get­ur reynst plönt­um dá­lít­ið erfitt,“bend­ir Lára á.

Lára seg­ir frið­ar­lilj­una njóta vin­sælda enda sé hún loft­hreins­andi.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN KARLSSON

Lára Jóns­dótt­ir garð­yrkju­fræð­ing­ur kenn­ir lands­mönn­um allt það helsta um um­hirðu pottaplant­na.

Kaktus­ar og þykk­blöð­ung­ar halda vin­sæld­um sín­um að sögn Láru.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.